Fylgisbreytingin eru tíðindi 9. júlí 2005 00:01 Þetta er breyting því langt er síðan fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans hefur mælst svo jafnt sem nú," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Niðurstöður nýrrar fylgiskönnunar benda til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans sé nánast jafnt. "Sjálfstæðisflokkurinn virtist vera kominn niður í um það bil 40 prósenta fylgi í borginni þannig að þetta eru nokkur tíðindi," segir Ólafur. Um skýringar á vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni segir Ólafur að ákveðinnar óánægju hafi gætt með R-listann. "Nokkuð hefur borið á deilum.R-listinn hefur verið í vandræðum og flokkarnir þrír, sem að honum standa, hafa ekki ákveðið hvort þeir ætli að bjóða sameiginlega fram enn á ný undir merkjum R-listans. Hins vegar hefur Sjálfstæðisflokkurinn spilað út nýjum hlutum. Menn hafa tekið eftir nýjum hugmyndum frá honum um skipulagsmál." Ólafur bendir á að megintilgangur R-lista samstarfsins hafi í upphafi verið að ógna veldi Sjálfstæðisflokksins í stjórn borgarinnar. "Ef þeir ætla nú að bjóða fram hver í sínu lagi gæti Sjálfstæðisflokknum nægt 46 til 47 prósenta fylgi til þess að ná hreinum meirihluta. Ef fylgi Sjálfstæðisflokksins færi sífellt minnkandi væri sjálfsagt æ minni ástæða fyrir flokkana í R-listanum að halda áfram samstarfinu. Vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins ætti þar af leiðandi að auka líkurnar á áframhaldandi samstarfi," segir Ólafur Þ. Harðarson. Á ellefu ára valdatíma R-listans í Reykjavíkurborg hefur Sjálfstæðisflokkurinn aðeins í fáein skipti mælst með meira fylgi en hann í könnunum. Að líkindum varð munurinn mestur í apríl 1996 þegar fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 54 prósent á móti 46 prósenta fylgi R-listans. R-listinn hefurí fáeinum fylgiskönnunum náð allt að 10 prósentustiga forskoti á Sjálfstæðiflokkinn í valdatíð sinni. Viðræður um áframhaldandi samstarf flokkanna sem standa að R-listanum hafa ekki borið árangur, en viðræðunefnd á vegum þeirra kemur næst saman til fundar á mánudag Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Þetta er breyting því langt er síðan fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans hefur mælst svo jafnt sem nú," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Niðurstöður nýrrar fylgiskönnunar benda til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans sé nánast jafnt. "Sjálfstæðisflokkurinn virtist vera kominn niður í um það bil 40 prósenta fylgi í borginni þannig að þetta eru nokkur tíðindi," segir Ólafur. Um skýringar á vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni segir Ólafur að ákveðinnar óánægju hafi gætt með R-listann. "Nokkuð hefur borið á deilum.R-listinn hefur verið í vandræðum og flokkarnir þrír, sem að honum standa, hafa ekki ákveðið hvort þeir ætli að bjóða sameiginlega fram enn á ný undir merkjum R-listans. Hins vegar hefur Sjálfstæðisflokkurinn spilað út nýjum hlutum. Menn hafa tekið eftir nýjum hugmyndum frá honum um skipulagsmál." Ólafur bendir á að megintilgangur R-lista samstarfsins hafi í upphafi verið að ógna veldi Sjálfstæðisflokksins í stjórn borgarinnar. "Ef þeir ætla nú að bjóða fram hver í sínu lagi gæti Sjálfstæðisflokknum nægt 46 til 47 prósenta fylgi til þess að ná hreinum meirihluta. Ef fylgi Sjálfstæðisflokksins færi sífellt minnkandi væri sjálfsagt æ minni ástæða fyrir flokkana í R-listanum að halda áfram samstarfinu. Vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins ætti þar af leiðandi að auka líkurnar á áframhaldandi samstarfi," segir Ólafur Þ. Harðarson. Á ellefu ára valdatíma R-listans í Reykjavíkurborg hefur Sjálfstæðisflokkurinn aðeins í fáein skipti mælst með meira fylgi en hann í könnunum. Að líkindum varð munurinn mestur í apríl 1996 þegar fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 54 prósent á móti 46 prósenta fylgi R-listans. R-listinn hefurí fáeinum fylgiskönnunum náð allt að 10 prósentustiga forskoti á Sjálfstæðiflokkinn í valdatíð sinni. Viðræður um áframhaldandi samstarf flokkanna sem standa að R-listanum hafa ekki borið árangur, en viðræðunefnd á vegum þeirra kemur næst saman til fundar á mánudag
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira