Ræddi hvalveiðarnar við Koizumi 11. júlí 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra átti í dag fund í Tókýó með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans. Á fundinum ræddu ráðherrarnir málefni Sameinuðu þjóðanna, m.a. stuðning Íslands við tillögu Japans og fleiri ríkja um fjölgun sæta í öryggisráði S.þ. Einnig voru ýmis tvíhliða mál tekin upp og ítrekaði Halldór mikilvægi þess að ljúka við tvísköttunarsamning milli ríkjanna í því skyni að efla áhuga á gagnkvæmum fjárfestingum. Nokkuð var rætt um viðskipti ríkjanna og hvernig mætti auka þau. Í því samhengi ræddu ráðherrarnir leiðir til að liðka fyrir gerð loftferðarsamnings. Ennfremur viðraði Halldór hugmyndir um gerð fríverslunarsamnings milli ríkjanna. Orkumál bar og á góma og samstarf ríkjanna í hvalveiðimálum. Undirstrikaði forsætisráðherra mikilvægi Japansmarkaðar fyrir áframhaldandi hvalveiðar í vísindaskyni við Ísland. Að lokum minntist forsætisráðherra á að á næsta ári væru 50 ár liðin frá því að ríkin tóku upp stjórnmálasamband. Kvað hann við hæfi að minnast þessa merka áfanga og bauð Koizumi að sækja Ísland heim af því tilefni. Að loknum fundi hélt forsætisráðherra erindi um efnahagsmál á Íslandi á hádegisfundi í sendiráði Íslands sem fulltrúar úr japönsku atvinnulífi, stjórnmálum, hagsmunasamtökum og fjölmiðlum sóttu. Þá átti hann fund með varaformanni Nippon Keidanren, sem eru sterkustu hagsmunasamtök vinnuveitenda í Japan. Á fundinum voru viðskipti ríkjanna rædd, fjárfestingar, orkumál og gerð fríverslunarsamninga. Í kvöld snæða forsætisráðherrahjónin kvöldverð í boði stjórnar Íslenska verslunarráðsins í Japan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra átti í dag fund í Tókýó með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans. Á fundinum ræddu ráðherrarnir málefni Sameinuðu þjóðanna, m.a. stuðning Íslands við tillögu Japans og fleiri ríkja um fjölgun sæta í öryggisráði S.þ. Einnig voru ýmis tvíhliða mál tekin upp og ítrekaði Halldór mikilvægi þess að ljúka við tvísköttunarsamning milli ríkjanna í því skyni að efla áhuga á gagnkvæmum fjárfestingum. Nokkuð var rætt um viðskipti ríkjanna og hvernig mætti auka þau. Í því samhengi ræddu ráðherrarnir leiðir til að liðka fyrir gerð loftferðarsamnings. Ennfremur viðraði Halldór hugmyndir um gerð fríverslunarsamnings milli ríkjanna. Orkumál bar og á góma og samstarf ríkjanna í hvalveiðimálum. Undirstrikaði forsætisráðherra mikilvægi Japansmarkaðar fyrir áframhaldandi hvalveiðar í vísindaskyni við Ísland. Að lokum minntist forsætisráðherra á að á næsta ári væru 50 ár liðin frá því að ríkin tóku upp stjórnmálasamband. Kvað hann við hæfi að minnast þessa merka áfanga og bauð Koizumi að sækja Ísland heim af því tilefni. Að loknum fundi hélt forsætisráðherra erindi um efnahagsmál á Íslandi á hádegisfundi í sendiráði Íslands sem fulltrúar úr japönsku atvinnulífi, stjórnmálum, hagsmunasamtökum og fjölmiðlum sóttu. Þá átti hann fund með varaformanni Nippon Keidanren, sem eru sterkustu hagsmunasamtök vinnuveitenda í Japan. Á fundinum voru viðskipti ríkjanna rædd, fjárfestingar, orkumál og gerð fríverslunarsamninga. Í kvöld snæða forsætisráðherrahjónin kvöldverð í boði stjórnar Íslenska verslunarráðsins í Japan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira