Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti 13. júlí 2005 00:01 Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti niður í þrjú komma sjötíu og fimm prósent ef vaxtaálag yrði metið út frá reynslu undanfarinna ára og sjóðurinn nýtti sér lagaheimild til að taka uppgreiðslugjald, eins og bankarnir hafa gert. Íbúðalánasjóður ákvað í síðustu viku að halda vöxtum sínum óbreyttum eða í fjórum komma fimmtán prósentum. Ávöxtunarkrafan í nýjasta útboði sjóðsins á íbúðabréfum var nokkuð lægri en krafan sem núverandi vextir sjóðsins voru byggðir á en þó ekki nógu mikið lægri til að geta lækkað vextina. Ákveðið var að hafa vaxtaálagið áfram núll komma sex prósent, en það er sá þáttur sem hugsanlega hefði getað lækkað. Vaxtaálagið skiptist núna í þrjá hluta: Álag vegna reksturs, 0,15%. álag vegna útlánataps er 0,20% og í uppgreiðsluáhættu sem er 0,25% Fyrsti þátturinn, sem snýr að rekstrinum getur varla lækkað mikið. Næsti þáttur, sem snýr að útlánatapi, er hins vegar mun hærri en reynsla undangenginna ára gefur tilefni til. Álag vegna útlanatapa hefur verið í kringum 0,05% og því ætti að vera svigrúm til að lækka vextina um 0,15%. Guðmundur Bjarnason telur að, ekki síðar en um næstu áramót verði þessi 0,6 % þurfi ekki endurskoðunar við. Hann telur eðlilegt að stjórn Íbúðalánsjóðs endurskoði þetta í samráði við þá aðila sem að málinu koma. Þriðji þátturinn snýr að uppgreiðsluáhættu. Það vekur athygli að vaxtakjör fyrirtækja sem taka lán hjá sjóðnum til húsbygginga hafa þegar lækkað niður í 3,9%, þar sem uppgreiðsluáhættan er ekki inni og fyrirtækin taka SJÁLF á sig sig uppgreiðsluálagið. Guðmundur segir ástæðu þess að einstaklingum séu ekki boðin þessi kjör vera þá að um þau ríki lagaleg óvissa eftir að Alþýðusambandið og Neytendasamtökin kærðu bankana til samkeppnisstofnunar. Samkeppnisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að bönkunum sé heimilt að láta neytendur sjálfa taka á sig uppgreiðsluálagið. Óvissan stafar af því að ASÍ hefur áfrýjað þeirri niðurstöðu, og málið því ekki endanlega til lykta leitt. Eftir stendur að Íbúðalánasjóður er ekki bundinn af framvindu þess máls og gæti því lækkað vaxtaálagið niður í 0,35 prósent. Að viðbættri vaxtaálagslækkun upp á núll komma fimmtán prósent, væru vextirnir komnir niður í 3,75% og viðskiptavinurinn tæki sjálfur á sig áhættuna vegna uppgreiðslu. Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti niður í þrjú komma sjötíu og fimm prósent ef vaxtaálag yrði metið út frá reynslu undanfarinna ára og sjóðurinn nýtti sér lagaheimild til að taka uppgreiðslugjald, eins og bankarnir hafa gert. Íbúðalánasjóður ákvað í síðustu viku að halda vöxtum sínum óbreyttum eða í fjórum komma fimmtán prósentum. Ávöxtunarkrafan í nýjasta útboði sjóðsins á íbúðabréfum var nokkuð lægri en krafan sem núverandi vextir sjóðsins voru byggðir á en þó ekki nógu mikið lægri til að geta lækkað vextina. Ákveðið var að hafa vaxtaálagið áfram núll komma sex prósent, en það er sá þáttur sem hugsanlega hefði getað lækkað. Vaxtaálagið skiptist núna í þrjá hluta: Álag vegna reksturs, 0,15%. álag vegna útlánataps er 0,20% og í uppgreiðsluáhættu sem er 0,25% Fyrsti þátturinn, sem snýr að rekstrinum getur varla lækkað mikið. Næsti þáttur, sem snýr að útlánatapi, er hins vegar mun hærri en reynsla undangenginna ára gefur tilefni til. Álag vegna útlanatapa hefur verið í kringum 0,05% og því ætti að vera svigrúm til að lækka vextina um 0,15%. Guðmundur Bjarnason telur að, ekki síðar en um næstu áramót verði þessi 0,6 % þurfi ekki endurskoðunar við. Hann telur eðlilegt að stjórn Íbúðalánsjóðs endurskoði þetta í samráði við þá aðila sem að málinu koma. Þriðji þátturinn snýr að uppgreiðsluáhættu. Það vekur athygli að vaxtakjör fyrirtækja sem taka lán hjá sjóðnum til húsbygginga hafa þegar lækkað niður í 3,9%, þar sem uppgreiðsluáhættan er ekki inni og fyrirtækin taka SJÁLF á sig sig uppgreiðsluálagið. Guðmundur segir ástæðu þess að einstaklingum séu ekki boðin þessi kjör vera þá að um þau ríki lagaleg óvissa eftir að Alþýðusambandið og Neytendasamtökin kærðu bankana til samkeppnisstofnunar. Samkeppnisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að bönkunum sé heimilt að láta neytendur sjálfa taka á sig uppgreiðsluálagið. Óvissan stafar af því að ASÍ hefur áfrýjað þeirri niðurstöðu, og málið því ekki endanlega til lykta leitt. Eftir stendur að Íbúðalánasjóður er ekki bundinn af framvindu þess máls og gæti því lækkað vaxtaálagið niður í 0,35 prósent. Að viðbættri vaxtaálagslækkun upp á núll komma fimmtán prósent, væru vextirnir komnir niður í 3,75% og viðskiptavinurinn tæki sjálfur á sig áhættuna vegna uppgreiðslu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira