Vinstrið og íslamski fasisminn 19. júlí 2005 00:01 Margt hefur verið skrítið sagt um hryðjuverkin í London. Til að fá forsmekkinn af því nægir að skoða vefritið Múrinn – svipuð sjónarmið má finna á fjöldamörgum erlendum vefsíðum. Það sem er einkennilegast er hin skilyrta fordæming á glæpnum – að geta ekki fordæmt svona verknað án þess að koma með langa romsu um misgerðir Vesturlanda, helst langt aftur í aldir. Það er með ólíkindum hvað sumir eru tilbúnir að sýna misyndismönnum mikinn skilning – jafnvel ganga svo langt að finna réttlætingu fyrir gjörðum þeirra sem þeim dettur ekki í hug sjálfum. Kannski má finna ákveðinn samanburð í nasismanum; ein afsökun fyrir honum var að svo illa hefði verið farið með Þjóðverja að varla væri von á öðru – nasisminn hefði sitthvað til síns máls þótt vissulega væri hann óþægilega ofstækisfullur. En þetta var ekki tími til að vera skilningsríkur. Það þurfti að horfa beint í augun á ókindinni og segja: Þetta er illska. --- --- --- Staðreyndin er sú að íslamisminn er ofbeldisfull hugmyndafræði sem byggir á órum um heimsyfirráð – með tilheyrandi tortímingu. Hann hefur trúarbrögð að yfirvarpi, en líklega er réttara að staðsetja hann á mörkum fasisma, nihilisma og hreins sadisma. Það er vel hugsanlegt eins og mátti lesa í síðasta Reykjavíkurbréfi Morgunblaðisins að fyrir fjörutíu árum hefðu þeir sem nú aðhyllast íslamismann verið marxískir skæruliðar. Aðferðirnar eru með eindæmum ógeðfelldar. Grimmdarverk í nafni íslamismans hófust löngu fyrir stríðin í Afganistan eða Írak. Íslamistar myrtu 150 þúsund manns í Alsír áður en þeir voru kveðnir í kútinn – að miklu leyti vegna þess að þeir höfðu bakað sér slíkt hatur að landsmenn höfnuðu þeim. Strax 1993 var gerð tilraun til að sprengja World Trade Center í New York. Talibanar náðu völdum í Afganistan 1997 og settu á stofn trúarbragðalögreglu. Hugmyndina um sjálfsmorðsárásir má að miklu leyti rekja til áróðurs fyrir píslarvættisdauða sem var rekinn á tíma Khomeinis í Íran. --- --- --- Þetta snýst ekki um að leiðrétta eitthvert óréttlæti. Það eru ekki snauðir öreigar eða menn sem hafa verið beittir miklu órétti sem eru að gera uppreisn. Í því væri hægt að finna eitthvert vit. Hvað eftir annað kemur í ljós að þeir sem standa að hryðjuverkunum eru vel stæðir menn, ágætlega menntaðir – þeirra gæti beðið björt framtíð. Í staðinn svíkja þeir fjölskyldur sínar og nágranna og ganga ofbeldisórum á hönd. Bin Laden og áhangendur hans hafa heldur ekki sýnt ástandinu í Palestínu sérstakan áhuga – þar sem arabar hafa vissulega réttmætan málstað (margir Palestínumenn eru raunar kristinnar trúar). Hins vegar hafa þeir verið ævareiðir vegna þess að stillt var til friðar á Austur-Tímor, vegna veru bandarískra hermanna í Saudi-Arabíu og vegna þess að konur hafa sumstaðar notið réttinda í hinum íslamska heimi. --- --- --- Þetta eru harðsvíraðir menn sem troða ógeðslegum hugmyndum inn í hausinn á viðkvæmu ungu fólki – lygarugli um að þess bíði píslarvætti ef það myrðir saklaust fólk. Hvers konar píslarvætti er það? Þessi öfl eru á móti ölllu því besta sem samfélög okkar standa fyrir og hefur verið að þróast í árhundruð – tjáningarfrelsi, trúfrelsi, kvenfrelsi, lýðfrelsi. Því er átakanlegt að fylgjast með vinstri mönnum sem leita logandi ljósi að eftiráskýringum á verkum ofbeldismannanna – ekki endilega til skilningsauka, heldur aðallega til að hæfa hugmyndum sínum, vanmetakennd og andúð á Vesturlöndum. Þeir eru eins og vinveittur áhorfendahópur uppi í stúku sem Bin Laden og lagsbræður hans leika stöðugt á. --- --- --- Aðallega stendur upp á múslima sjálfa að uppræta þetta böl úr samfélögum sínum. Ég hitti um daginn mann frá Pakistan. Þegar ég spurði hann hvaðan hann væri fór hann allur í hnút – sagðist ekki vita neitt um pólitík. Ég hafði ekki nefnt stjórnmál einu orði. Þetta er óþolandi ástand. Ég sárkenndi í brjósti um manninn. Einnig hann er fórnarlamb íslömsku fasistanna. --- --- --- Nú verður tæplega öðru haldið fram en að innrásin í Írak hafi verið misráðin – það var hún. Ein stærstu mistökin voru algjört ofmat Bandaríkjamanna á eigin mætti – að senda þangað svo fáliðaðan her að hann hefur aldrei getað stillt til friðar í landinu. Hins vegar mun gagnast lítið að velta sér endalaust upp úr þessum mistökum. Bandaríkjamenn og Bretar sitja uppi með að hafa gert þessa innrás og þurfa að reyna að ljúka verkinu. Eða treysta menn sem hafa snefil af ábyrgðartilfinningu sér til að mæla með því að erlendur her hverfi frá Írak í því ástandi sem þar ríkir nú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun
Margt hefur verið skrítið sagt um hryðjuverkin í London. Til að fá forsmekkinn af því nægir að skoða vefritið Múrinn – svipuð sjónarmið má finna á fjöldamörgum erlendum vefsíðum. Það sem er einkennilegast er hin skilyrta fordæming á glæpnum – að geta ekki fordæmt svona verknað án þess að koma með langa romsu um misgerðir Vesturlanda, helst langt aftur í aldir. Það er með ólíkindum hvað sumir eru tilbúnir að sýna misyndismönnum mikinn skilning – jafnvel ganga svo langt að finna réttlætingu fyrir gjörðum þeirra sem þeim dettur ekki í hug sjálfum. Kannski má finna ákveðinn samanburð í nasismanum; ein afsökun fyrir honum var að svo illa hefði verið farið með Þjóðverja að varla væri von á öðru – nasisminn hefði sitthvað til síns máls þótt vissulega væri hann óþægilega ofstækisfullur. En þetta var ekki tími til að vera skilningsríkur. Það þurfti að horfa beint í augun á ókindinni og segja: Þetta er illska. --- --- --- Staðreyndin er sú að íslamisminn er ofbeldisfull hugmyndafræði sem byggir á órum um heimsyfirráð – með tilheyrandi tortímingu. Hann hefur trúarbrögð að yfirvarpi, en líklega er réttara að staðsetja hann á mörkum fasisma, nihilisma og hreins sadisma. Það er vel hugsanlegt eins og mátti lesa í síðasta Reykjavíkurbréfi Morgunblaðisins að fyrir fjörutíu árum hefðu þeir sem nú aðhyllast íslamismann verið marxískir skæruliðar. Aðferðirnar eru með eindæmum ógeðfelldar. Grimmdarverk í nafni íslamismans hófust löngu fyrir stríðin í Afganistan eða Írak. Íslamistar myrtu 150 þúsund manns í Alsír áður en þeir voru kveðnir í kútinn – að miklu leyti vegna þess að þeir höfðu bakað sér slíkt hatur að landsmenn höfnuðu þeim. Strax 1993 var gerð tilraun til að sprengja World Trade Center í New York. Talibanar náðu völdum í Afganistan 1997 og settu á stofn trúarbragðalögreglu. Hugmyndina um sjálfsmorðsárásir má að miklu leyti rekja til áróðurs fyrir píslarvættisdauða sem var rekinn á tíma Khomeinis í Íran. --- --- --- Þetta snýst ekki um að leiðrétta eitthvert óréttlæti. Það eru ekki snauðir öreigar eða menn sem hafa verið beittir miklu órétti sem eru að gera uppreisn. Í því væri hægt að finna eitthvert vit. Hvað eftir annað kemur í ljós að þeir sem standa að hryðjuverkunum eru vel stæðir menn, ágætlega menntaðir – þeirra gæti beðið björt framtíð. Í staðinn svíkja þeir fjölskyldur sínar og nágranna og ganga ofbeldisórum á hönd. Bin Laden og áhangendur hans hafa heldur ekki sýnt ástandinu í Palestínu sérstakan áhuga – þar sem arabar hafa vissulega réttmætan málstað (margir Palestínumenn eru raunar kristinnar trúar). Hins vegar hafa þeir verið ævareiðir vegna þess að stillt var til friðar á Austur-Tímor, vegna veru bandarískra hermanna í Saudi-Arabíu og vegna þess að konur hafa sumstaðar notið réttinda í hinum íslamska heimi. --- --- --- Þetta eru harðsvíraðir menn sem troða ógeðslegum hugmyndum inn í hausinn á viðkvæmu ungu fólki – lygarugli um að þess bíði píslarvætti ef það myrðir saklaust fólk. Hvers konar píslarvætti er það? Þessi öfl eru á móti ölllu því besta sem samfélög okkar standa fyrir og hefur verið að þróast í árhundruð – tjáningarfrelsi, trúfrelsi, kvenfrelsi, lýðfrelsi. Því er átakanlegt að fylgjast með vinstri mönnum sem leita logandi ljósi að eftiráskýringum á verkum ofbeldismannanna – ekki endilega til skilningsauka, heldur aðallega til að hæfa hugmyndum sínum, vanmetakennd og andúð á Vesturlöndum. Þeir eru eins og vinveittur áhorfendahópur uppi í stúku sem Bin Laden og lagsbræður hans leika stöðugt á. --- --- --- Aðallega stendur upp á múslima sjálfa að uppræta þetta böl úr samfélögum sínum. Ég hitti um daginn mann frá Pakistan. Þegar ég spurði hann hvaðan hann væri fór hann allur í hnút – sagðist ekki vita neitt um pólitík. Ég hafði ekki nefnt stjórnmál einu orði. Þetta er óþolandi ástand. Ég sárkenndi í brjósti um manninn. Einnig hann er fórnarlamb íslömsku fasistanna. --- --- --- Nú verður tæplega öðru haldið fram en að innrásin í Írak hafi verið misráðin – það var hún. Ein stærstu mistökin voru algjört ofmat Bandaríkjamanna á eigin mætti – að senda þangað svo fáliðaðan her að hann hefur aldrei getað stillt til friðar í landinu. Hins vegar mun gagnast lítið að velta sér endalaust upp úr þessum mistökum. Bandaríkjamenn og Bretar sitja uppi með að hafa gert þessa innrás og þurfa að reyna að ljúka verkinu. Eða treysta menn sem hafa snefil af ábyrgðartilfinningu sér til að mæla með því að erlendur her hverfi frá Írak í því ástandi sem þar ríkir nú?