Vonlaust að þagga niður í Össuri 19. júlí 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segist ekki útiloka að hann gefi kost á sér sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar í Reykjavík. "En mér hefur ekki flogið þetta í hug. Það er skemmtilegt hvað menn eru hugmyndaríkir. Ég er þingmaður borgarbúa og ég hef mikinn áhuga á málefnum Reykjavíkurlistans. Ég vil ekki að þau málefni verði lokuð af í bakherbergjum flokksmaskínanna. Ég hef sterkar skoðanir á því sem Reykjavíkurlistinn hefur vel gert og líka á því sem mér finnst þurfa að lagfæra. Ég læt engan þagga niður í mér hvort sem það varðar málefni gæslukvenna eða viðhorf mín um að allir stuðningsmenn listans eigi að fá kost á að velja frambjóðendur eða borgarstjóraefni," segir Össur. Aðspurður um hvort hann myndi íhuga að gefa kost á sér ef til hans yrði leitað segir Össur. "Þetta kemur svo algjörlega flatt upp á mig að ég hef ekkert meira um þetta að segja í bili." Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að Össur geti tekið þátt í prófkjöri eins og aðrir. "Ég hef alltaf verið talsmaður þess að það verði sem opnast val og víðtækust þátttaka um það hvernig Reykjavíkurlistinn verður til og það hlýtur að fela í sér að Össur getur verið með eins og allir aðrir. En eins og öllum er kunnugt hefur enginn reynt að þagga niður í honum síðustu daga enda er það vonlaust," segri Stefán Jón. Steinunn V. Óskarsdóttir, borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að mögulegt framboð Össurar hafi engin áhrif á hennar áform og hún hafi lítið um það að segja. "Það er algjörlega mál þeirra sem vilja fara fram. Mér finnst mestu máli skipta að sá sem verður borgarstjóraefni R-listans geti unnið með samstarfsflokkunum að því gefnu að af framboði R-listans verði og það tel ég mig geta," segir Steinunn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segist ekki útiloka að hann gefi kost á sér sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar í Reykjavík. "En mér hefur ekki flogið þetta í hug. Það er skemmtilegt hvað menn eru hugmyndaríkir. Ég er þingmaður borgarbúa og ég hef mikinn áhuga á málefnum Reykjavíkurlistans. Ég vil ekki að þau málefni verði lokuð af í bakherbergjum flokksmaskínanna. Ég hef sterkar skoðanir á því sem Reykjavíkurlistinn hefur vel gert og líka á því sem mér finnst þurfa að lagfæra. Ég læt engan þagga niður í mér hvort sem það varðar málefni gæslukvenna eða viðhorf mín um að allir stuðningsmenn listans eigi að fá kost á að velja frambjóðendur eða borgarstjóraefni," segir Össur. Aðspurður um hvort hann myndi íhuga að gefa kost á sér ef til hans yrði leitað segir Össur. "Þetta kemur svo algjörlega flatt upp á mig að ég hef ekkert meira um þetta að segja í bili." Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að Össur geti tekið þátt í prófkjöri eins og aðrir. "Ég hef alltaf verið talsmaður þess að það verði sem opnast val og víðtækust þátttaka um það hvernig Reykjavíkurlistinn verður til og það hlýtur að fela í sér að Össur getur verið með eins og allir aðrir. En eins og öllum er kunnugt hefur enginn reynt að þagga niður í honum síðustu daga enda er það vonlaust," segri Stefán Jón. Steinunn V. Óskarsdóttir, borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að mögulegt framboð Össurar hafi engin áhrif á hennar áform og hún hafi lítið um það að segja. "Það er algjörlega mál þeirra sem vilja fara fram. Mér finnst mestu máli skipta að sá sem verður borgarstjóraefni R-listans geti unnið með samstarfsflokkunum að því gefnu að af framboði R-listans verði og það tel ég mig geta," segir Steinunn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira