Leggja 6 milljarða í danskt félag 19. júlí 2005 00:01 Baugur hefur keypt 30 prósenta hlut í danska fasteignafélaginu Keops fyrir um sex milljarða íslenskra króna. Starfsemi Keops felst meðal annars í því að kaupa og endurnýja atvinnu- og íbúðarhúsnæði, bæði til útleigu og sölu. Einnig er starfrækt innan félagsins nokkurs konar eignarhaldsfélag sem heldur utan um fjárfestingar í fasteignum. Húsnæði félagsins er aðallega í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku en einnig í Svíþjóð og á Spáni. Félagið hefur verið skráð í kauphöllina í Danmörku frá árinu 1998. Gengi félagsins hefur hækkað mikið að undanförnu og er það hástökkvari ársins í dönsku kauphöllinni. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Nordic fjárfestinga, félagsins sem sér um fjárfestingar Baugs á Norðurlöndum, segir félagið ætla að koma að stjórnun Keops. Ráðgert er að halda hluthafafund í ágúst þar sem fulltrúar Baugs taki sæti í stjórn Keops. Heildareignir félagsins nema nú tæpum áttatíu milljörðum íslenskra króna en eignir þess hafa stóraukist að undanförnu með kaupum á ýmsum fasteignum. Tekjur félagsins á síðasta ári námu í kringum átta milljörðum króna og hagnaður félagsins var tæpar 800 milljónir króna. Baugur keypti 30 prósenta hlut sinn af stofnanda og forstjóra félagsins en hann átti hátt í 70 prósenta hlut í félaginu. Baugur verður því næststærsti eigandi félagsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baugur fjárfestir í verslunarhúsnæði en fyrir á félagið umtalsverðan hlut í fasteignafélaginu Stoðum og félagið seldi nýlega 10 prósenta hlut sinn í breska fasteignafélaginu LxB. Baugur á fyrir hlut í fasteignafélagi sem stofnað var í kringum húsnæði Magasin du Nord við Kóngsins Nýjatorg. Skarphéðinn Berg segir Baug vera að skoða frekari fjárfestingar í Danmörku. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Baugur hefur keypt 30 prósenta hlut í danska fasteignafélaginu Keops fyrir um sex milljarða íslenskra króna. Starfsemi Keops felst meðal annars í því að kaupa og endurnýja atvinnu- og íbúðarhúsnæði, bæði til útleigu og sölu. Einnig er starfrækt innan félagsins nokkurs konar eignarhaldsfélag sem heldur utan um fjárfestingar í fasteignum. Húsnæði félagsins er aðallega í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku en einnig í Svíþjóð og á Spáni. Félagið hefur verið skráð í kauphöllina í Danmörku frá árinu 1998. Gengi félagsins hefur hækkað mikið að undanförnu og er það hástökkvari ársins í dönsku kauphöllinni. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Nordic fjárfestinga, félagsins sem sér um fjárfestingar Baugs á Norðurlöndum, segir félagið ætla að koma að stjórnun Keops. Ráðgert er að halda hluthafafund í ágúst þar sem fulltrúar Baugs taki sæti í stjórn Keops. Heildareignir félagsins nema nú tæpum áttatíu milljörðum íslenskra króna en eignir þess hafa stóraukist að undanförnu með kaupum á ýmsum fasteignum. Tekjur félagsins á síðasta ári námu í kringum átta milljörðum króna og hagnaður félagsins var tæpar 800 milljónir króna. Baugur keypti 30 prósenta hlut sinn af stofnanda og forstjóra félagsins en hann átti hátt í 70 prósenta hlut í félaginu. Baugur verður því næststærsti eigandi félagsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baugur fjárfestir í verslunarhúsnæði en fyrir á félagið umtalsverðan hlut í fasteignafélaginu Stoðum og félagið seldi nýlega 10 prósenta hlut sinn í breska fasteignafélaginu LxB. Baugur á fyrir hlut í fasteignafélagi sem stofnað var í kringum húsnæði Magasin du Nord við Kóngsins Nýjatorg. Skarphéðinn Berg segir Baug vera að skoða frekari fjárfestingar í Danmörku.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira