Úttekt gerð á Íbúðalánasjóði 13. október 2005 19:33 Félagsmálanefnd Alþingis hefur falið Ríkisendurskoðun að gera stjórnsýsluúttekt á Íbúðalánasjóði. Lánasýslu ríkisins og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort lánasamningar bankanna og Íbúðalánasjóðs séu ríkistryggðir. Fundur hófst í nefndinni klukkan hálfníu í morgun að kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur Samfylkingu. Meðal þeirra sem voru kallaðir fyrir voru forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs, félagsmálaráðuneytisins, Fjármálaeftirlitsins, Lánasýslu ríkisins, Sambands banka og sparisjóða og Samtaka atvinnulífsins. Á fundinum kom m.a. fram að Fjármálaeftirlitið skrifaði félagsmálaráðuneytinu undir lok júní og taldi þá fulla þörf á því að kanna hvort lánasamningar bankanna og Íbúðalánasjóðs samræmdust lögum. Á fundinum dró eftirlitið hins vegar í land. Þá kom einnig fram á fundinum að ágreiningur er milli Lánasýslu ríkisins sem fer með ríkisábyrgðir og félagsmálaráðuneytisins um hvort lánin til bankanna séu með ríkisábyrgð. Fundurinn stóð í rúmar fimm klukkustundir. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að sér fyndist standa upp úr að fundinum loknum að Íbúðalánasjóður hefði mjög veika lagastoð gagnvart lánasamningunum. Það kom m.a. fram í máli fulltrúa Samtaka banka og sparisjóða. Jóhönnu finnst sjóðurinn einnig hafa tekið verulega áhættu því hann þurfi að standa undir kostnaði ef lántakendur standi ekki í skilum. Bankarnir hafi hins vegar tryggt sig með belti og axlaböndum og beri enga áhættu. Niðurstaða fundarins var að Ríkisendurskoðun myndi gera stjórnsýsluúttekt. Nefndin fékk lánasamningana í hendur og að fundi loknum fengu fréttamenn einnig afrit þar sem þó var búið að stroka yfir vaxtaprósentuna. Forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs telja að þeir myndu tapa fjögur hundruð milljónum á ári ef þeir hefðu lagt áttatíu milljarðana sem þeir hafa lánað bönkunum inn í Seðlabankann. Eins og Stöð 2 hefur greint frá er lánað allt að tuttugu og fimm milljónir, eða áttatíu prósent af markaðsvirði, þar sem Íbúðalánasjóður tekur á sig alla áhættu ef eignir hrökkva ekki fyrir skuldum. Siv Friðleifsdóttir, formaður félagsmálanefndar, segist eiga mjög erfitt með að fullyrða hvort samningarnir séu á veikum lagalegum grunni. Þau sjónarmið hafi hins vegar komið fram í nefndinni og vegna þessa sé eðlilegt að Ríkisendurskoðandi skoði málið. Hann skoðar þá líka allt lagaumhverfið sem Íbúðalánasjóður vinnur eftir. Siv segir að sjóðurinn þurfi að ávaxta það fé sem komi inn þannig að þeir séu að reyna að gera þetta með sem eðlilegustum hætti. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Félagsmálanefnd Alþingis hefur falið Ríkisendurskoðun að gera stjórnsýsluúttekt á Íbúðalánasjóði. Lánasýslu ríkisins og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort lánasamningar bankanna og Íbúðalánasjóðs séu ríkistryggðir. Fundur hófst í nefndinni klukkan hálfníu í morgun að kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur Samfylkingu. Meðal þeirra sem voru kallaðir fyrir voru forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs, félagsmálaráðuneytisins, Fjármálaeftirlitsins, Lánasýslu ríkisins, Sambands banka og sparisjóða og Samtaka atvinnulífsins. Á fundinum kom m.a. fram að Fjármálaeftirlitið skrifaði félagsmálaráðuneytinu undir lok júní og taldi þá fulla þörf á því að kanna hvort lánasamningar bankanna og Íbúðalánasjóðs samræmdust lögum. Á fundinum dró eftirlitið hins vegar í land. Þá kom einnig fram á fundinum að ágreiningur er milli Lánasýslu ríkisins sem fer með ríkisábyrgðir og félagsmálaráðuneytisins um hvort lánin til bankanna séu með ríkisábyrgð. Fundurinn stóð í rúmar fimm klukkustundir. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að sér fyndist standa upp úr að fundinum loknum að Íbúðalánasjóður hefði mjög veika lagastoð gagnvart lánasamningunum. Það kom m.a. fram í máli fulltrúa Samtaka banka og sparisjóða. Jóhönnu finnst sjóðurinn einnig hafa tekið verulega áhættu því hann þurfi að standa undir kostnaði ef lántakendur standi ekki í skilum. Bankarnir hafi hins vegar tryggt sig með belti og axlaböndum og beri enga áhættu. Niðurstaða fundarins var að Ríkisendurskoðun myndi gera stjórnsýsluúttekt. Nefndin fékk lánasamningana í hendur og að fundi loknum fengu fréttamenn einnig afrit þar sem þó var búið að stroka yfir vaxtaprósentuna. Forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs telja að þeir myndu tapa fjögur hundruð milljónum á ári ef þeir hefðu lagt áttatíu milljarðana sem þeir hafa lánað bönkunum inn í Seðlabankann. Eins og Stöð 2 hefur greint frá er lánað allt að tuttugu og fimm milljónir, eða áttatíu prósent af markaðsvirði, þar sem Íbúðalánasjóður tekur á sig alla áhættu ef eignir hrökkva ekki fyrir skuldum. Siv Friðleifsdóttir, formaður félagsmálanefndar, segist eiga mjög erfitt með að fullyrða hvort samningarnir séu á veikum lagalegum grunni. Þau sjónarmið hafi hins vegar komið fram í nefndinni og vegna þessa sé eðlilegt að Ríkisendurskoðandi skoði málið. Hann skoðar þá líka allt lagaumhverfið sem Íbúðalánasjóður vinnur eftir. Siv segir að sjóðurinn þurfi að ávaxta það fé sem komi inn þannig að þeir séu að reyna að gera þetta með sem eðlilegustum hætti.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira