Besti fjórðungur í sögu Íslandsbanka 26. júlí 2005 00:01 Íslandsbanki hagnaðist um 7.519 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi eftir skatta og er þetta methagnaður í sögu bankans að sögn Bjarna Ármannsonar, forstjóra. Til samanburðar nam hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi í fyrra 2.469 milljónum króna. Hagnaður Íslandsbanka fyrstu sex mánuði ársins nemur nú 10.557 milljónum króna eftir skatta og er arðsemi eigin fjár 37%. Helstu niðurstöður uppgjörs Íslandsbanka hf. fyrstu sex mánuði ársins 2005 eru þessar: · Íslandsbanki skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 7.519 m.kr. eftir skatta, en var 2.469 m.kr. á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 10.557 m.kr. eftir skatta samanborið við 7.357 m.kr. árið 2004. Rekstrartölur fyrir árið 2004 hafa verið aðlagaðar alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. · Hagnaður fyrir skatta nam 12.326 m.kr. fyrri hluta ársins, samanborið við 8.730 m.kr. á sama tímabili í fyrra. · Hagnaður á hlut var 0,83 á fyrri árshelmingi. Hagnaður á hlut var 0,58 krónur á öðrum ársfjórðungi, en var 0,24 krónur á sama tímabili í fyrra. · Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 37% á fyrri helmingi ársins 2005, en var 64% á sama tímabili í fyrra. · Hreinar vaxtatekjur voru 10.051 m.kr. á fyrri árshelmingi og jukust um 71% frá fyrra ári. Þær námu 5.586 m.kr. á öðrum ársfjórðungi samanborið við 3.145 m.kr. á öðrum ársfjórðungi 2004. · Kostnaður sem hlutfall af tekjum var 36% á fyrri árshelmingi og 29% á öðrum fjórðungi 2005. · Vaxtamunur var 2,1% fyrstu sex mánuðina, en var 2,5% á sama tímabili í fyrra og er lækkunin að hluta til vegna innkomu BNbank í samstæðuuppgjör bankans. Sú breyting hefur jafnframt lykiláhrif á þær efnahagsstærðir sem koma hér að neðan. · Heildareignir samstæðunnar námu 1.335 milljörðum króna 30. júní 2005 og höfðu þá aukist um 97% frá áramótum eða um 657 milljarða. · Lán og kröfur samstæðunnar námu 1.111 milljörðum króna 30. júní og höfðu aukist um 114% á árshelmingnum. · Heildarinnlán námu 360 milljörðum í lok 2. ársfjórðungs og jukust um 102% frá áramótum. · Eignir í stýringu námu 298 milljörðum króna og jukust um 8% á ársfjórðungnum. · Eigið fé nam 77 milljörðum króna í lok júní og var eiginfjárhlutfall á CAD grunni 12,4%, þar af A-hluti 9,2%. "Að baki er besti ársfjórðungur í sögu Íslandsbanka. Uppgjörið ber einkenni mikilla breytinga í starfsemi félagsins. Eignir hafa tæplega tvöfaldast við innkomu BN bankans og rekstur Sjóvá er ekki lengur hluti af samstæðureikningi bankans. Starfsemi utan Íslands er orðinn verulegur hluti af tekjum og sala á tæplega tveimur þriðju hlutar í Sjóvá gefur tækifæri til frekari vaxtar. Þá eru þjónustutekjur meiri vegna aukinna verkefna. Uppgjörið undirstrikar fyrst og fremst sterkan undirliggjandi rekstur sem sýnir sig í því að öll afkomusviðin eru að skila góðum hagnaði. Framundan er áframhaldandi sókn á öllum sviðum byggð á þeim grunni sem lagður hefur verið", segir Bjarni Ármannsson, forstjóri. Fréttatilkynning Íslandsbanka.pdf Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Íslandsbanki hagnaðist um 7.519 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi eftir skatta og er þetta methagnaður í sögu bankans að sögn Bjarna Ármannsonar, forstjóra. Til samanburðar nam hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi í fyrra 2.469 milljónum króna. Hagnaður Íslandsbanka fyrstu sex mánuði ársins nemur nú 10.557 milljónum króna eftir skatta og er arðsemi eigin fjár 37%. Helstu niðurstöður uppgjörs Íslandsbanka hf. fyrstu sex mánuði ársins 2005 eru þessar: · Íslandsbanki skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 7.519 m.kr. eftir skatta, en var 2.469 m.kr. á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 10.557 m.kr. eftir skatta samanborið við 7.357 m.kr. árið 2004. Rekstrartölur fyrir árið 2004 hafa verið aðlagaðar alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. · Hagnaður fyrir skatta nam 12.326 m.kr. fyrri hluta ársins, samanborið við 8.730 m.kr. á sama tímabili í fyrra. · Hagnaður á hlut var 0,83 á fyrri árshelmingi. Hagnaður á hlut var 0,58 krónur á öðrum ársfjórðungi, en var 0,24 krónur á sama tímabili í fyrra. · Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 37% á fyrri helmingi ársins 2005, en var 64% á sama tímabili í fyrra. · Hreinar vaxtatekjur voru 10.051 m.kr. á fyrri árshelmingi og jukust um 71% frá fyrra ári. Þær námu 5.586 m.kr. á öðrum ársfjórðungi samanborið við 3.145 m.kr. á öðrum ársfjórðungi 2004. · Kostnaður sem hlutfall af tekjum var 36% á fyrri árshelmingi og 29% á öðrum fjórðungi 2005. · Vaxtamunur var 2,1% fyrstu sex mánuðina, en var 2,5% á sama tímabili í fyrra og er lækkunin að hluta til vegna innkomu BNbank í samstæðuuppgjör bankans. Sú breyting hefur jafnframt lykiláhrif á þær efnahagsstærðir sem koma hér að neðan. · Heildareignir samstæðunnar námu 1.335 milljörðum króna 30. júní 2005 og höfðu þá aukist um 97% frá áramótum eða um 657 milljarða. · Lán og kröfur samstæðunnar námu 1.111 milljörðum króna 30. júní og höfðu aukist um 114% á árshelmingnum. · Heildarinnlán námu 360 milljörðum í lok 2. ársfjórðungs og jukust um 102% frá áramótum. · Eignir í stýringu námu 298 milljörðum króna og jukust um 8% á ársfjórðungnum. · Eigið fé nam 77 milljörðum króna í lok júní og var eiginfjárhlutfall á CAD grunni 12,4%, þar af A-hluti 9,2%. "Að baki er besti ársfjórðungur í sögu Íslandsbanka. Uppgjörið ber einkenni mikilla breytinga í starfsemi félagsins. Eignir hafa tæplega tvöfaldast við innkomu BN bankans og rekstur Sjóvá er ekki lengur hluti af samstæðureikningi bankans. Starfsemi utan Íslands er orðinn verulegur hluti af tekjum og sala á tæplega tveimur þriðju hlutar í Sjóvá gefur tækifæri til frekari vaxtar. Þá eru þjónustutekjur meiri vegna aukinna verkefna. Uppgjörið undirstrikar fyrst og fremst sterkan undirliggjandi rekstur sem sýnir sig í því að öll afkomusviðin eru að skila góðum hagnaði. Framundan er áframhaldandi sókn á öllum sviðum byggð á þeim grunni sem lagður hefur verið", segir Bjarni Ármannsson, forstjóri. Fréttatilkynning Íslandsbanka.pdf
Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira