Sáttir við verðið 28. júlí 2005 00:01 Rúmir sextíu og sex milljarðar fást fyrir Landssímann. Skipti ehf. sem er að mestu í eigu bræðranna í Bakkavör og KB banka átti hæsta tilboðið. Tilboðin voru opnuð á Nordica hóteli í dag. Skrifað verður undir samninga í næstu viku að óbreyttu. Alls uppfylltu tólf hópar með samtals þrjátíu og fimm fjárfestum skilyrði nefndarinnar um að mega bjóða í Símann. Þrír hópar buðu. Ef einungis fimm prósenta verðmunur yrði á tilboðum átti að gera fundarhlé, en í millitíðinni gætu bjóðendur skilað inn hærri tilboðum. Þess gerðist engin þörf því himinn og haf var á milli tilboða. Eignarhaldsfélagið Skipti var reiðubúið að greiða tæpa sextíu og sjö milljarða fyrir Símann en auk þess yfirtekur það skuldir upp á sjö til átta milljarða. Að félaginu standa, Exista sem er í eigu bræðranna í Bakkavör, og á fjörutíu og fimm prósent, Kaupþing banki með þrjátíu prósenta hlut, Lífeyrissjóður Verslunarmanna og Lífeyrissjóðurinn Gildi með rúman átta prósenta hlut, auk annarra með rúman tveggja prósenta hlut eða minna. En mega neytendur eiga von á minni þjónustu eða hærri símreikningum. Erlendur Hjaltason segir ekki hægt að tjá sig um rekstur fyrirtækisins að svo stöddu en á þó ekki von á miklum breytingum. Erlendur Hjaltason segir að þeir séu sáttir við verðið og telur fyrirtækið með mikla möguleika. Ekki hefur verið rætt hver verður forstjóri fyrirtækisins. Símstöðin í eigu Burðaráss, KEA, Einnar stuttrar, Talsímafélagsins og Tryggingamiðstöðvarinnar bauð næst hæst eða rúma sextíu milljarða. Það tilboð fól í sér samning við Almenning ehf. um að öllum Íslendingum verði gefinn kostur á að kaupa samtals 30% hlut í Símanum í opnu útboði, um leið og fært þykir að skrá Símann á markaði. Friðrik Jóhannsson spurður um hvort að hópur hans hefði ráðið við verðið að það væri alltaf þanning að þegar verið er að kaupa fyrirtæki þyrfti að gefa sér forsendu og þær geta verið mjög mismunandi. Hann hefði ekki verið reiðubúinn að greiða það sem fyritækið endaði í. Þá átti Nýja Símafélagið lægsta tilboðið um fimmtíu og fimm milljarða en að því standa Atorka, Mósa Straumborg og eignarhaldsfélag Frosta Bergssonar. Jón Sveinsson spurður um hvað honum fyndist um verðið, sagði að eini samanburðuinn sem hann hafði var veriðið 2001 og benti á að verðið væri viðunandi fyrir riíksjóð Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Rúmir sextíu og sex milljarðar fást fyrir Landssímann. Skipti ehf. sem er að mestu í eigu bræðranna í Bakkavör og KB banka átti hæsta tilboðið. Tilboðin voru opnuð á Nordica hóteli í dag. Skrifað verður undir samninga í næstu viku að óbreyttu. Alls uppfylltu tólf hópar með samtals þrjátíu og fimm fjárfestum skilyrði nefndarinnar um að mega bjóða í Símann. Þrír hópar buðu. Ef einungis fimm prósenta verðmunur yrði á tilboðum átti að gera fundarhlé, en í millitíðinni gætu bjóðendur skilað inn hærri tilboðum. Þess gerðist engin þörf því himinn og haf var á milli tilboða. Eignarhaldsfélagið Skipti var reiðubúið að greiða tæpa sextíu og sjö milljarða fyrir Símann en auk þess yfirtekur það skuldir upp á sjö til átta milljarða. Að félaginu standa, Exista sem er í eigu bræðranna í Bakkavör, og á fjörutíu og fimm prósent, Kaupþing banki með þrjátíu prósenta hlut, Lífeyrissjóður Verslunarmanna og Lífeyrissjóðurinn Gildi með rúman átta prósenta hlut, auk annarra með rúman tveggja prósenta hlut eða minna. En mega neytendur eiga von á minni þjónustu eða hærri símreikningum. Erlendur Hjaltason segir ekki hægt að tjá sig um rekstur fyrirtækisins að svo stöddu en á þó ekki von á miklum breytingum. Erlendur Hjaltason segir að þeir séu sáttir við verðið og telur fyrirtækið með mikla möguleika. Ekki hefur verið rætt hver verður forstjóri fyrirtækisins. Símstöðin í eigu Burðaráss, KEA, Einnar stuttrar, Talsímafélagsins og Tryggingamiðstöðvarinnar bauð næst hæst eða rúma sextíu milljarða. Það tilboð fól í sér samning við Almenning ehf. um að öllum Íslendingum verði gefinn kostur á að kaupa samtals 30% hlut í Símanum í opnu útboði, um leið og fært þykir að skrá Símann á markaði. Friðrik Jóhannsson spurður um hvort að hópur hans hefði ráðið við verðið að það væri alltaf þanning að þegar verið er að kaupa fyrirtæki þyrfti að gefa sér forsendu og þær geta verið mjög mismunandi. Hann hefði ekki verið reiðubúinn að greiða það sem fyritækið endaði í. Þá átti Nýja Símafélagið lægsta tilboðið um fimmtíu og fimm milljarða en að því standa Atorka, Mósa Straumborg og eignarhaldsfélag Frosta Bergssonar. Jón Sveinsson spurður um hvað honum fyndist um verðið, sagði að eini samanburðuinn sem hann hafði var veriðið 2001 og benti á að verðið væri viðunandi fyrir riíksjóð
Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira