Endurgreiða ber kostnað könnunar 29. júlí 2005 00:01 Þeir stjórnendur Akureyrarbæjar sem bera ábyrgð á því að sveitarfélagið var látið greiða fyrir skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna í bænum eru vonandi búnir að átta sig á því að þarna var misfarið með almannafé. Þeir hljóta að endurgreiða bæjarsjóði kostnaðinn og biðja bæjarbúa afsökunar. Það er ekki hlutverk sveitarfélaga að standa fyrir skoðanakönnunum eða rannsóknum af þessu tagi. Fréttir sem Ríkisútvarpið hefur flutt um mál þetta benda til þess að þeir stjórnendur Akureyrarbæjar, sem að könnuninni stóðu, hafi gert sér grein fyrir því frá upphafi að athafnir þeirra orkuðu tvímælis. Þeir leyndu minnihlutann í bæjarstjórninni því að samhliða lífskjarakönnun, sem bærinn kostaði, hefði verið spurt um flokkafylgi. Eftir að þeir voru búnir að fá minnihlutaflokkana til að samþykkja að trúnaður gilti um upplýsingarnar skýrðu þeir fulltrúum þeirra frá því að meðfram lífskjarakönnuninni hefði þeir látið kanna fylgi við flokkana í bænum og frambjóðendur þeirra. Þessar upplýsingar mættu flokkarnir nota en aðeins kynna niðurstöðurnar í innsta hring. Svo nákvæm eru gögnin sem aflað var, segir Ríkisútvarpið, að flokkarnir geta séð í hvaða hverfi kjósendur þeirra búa, hve miklar tekjur þeir hafa, hver aldur þeirra er og svo framvegis. Útvarpið segir að þetta þýði að þeir sem hafa óheftan aðgang að gögnunum geti séð hvar veikleikar og styrkleikar liggja pólitískt. Hvar sóknarfæri séu og hvar skórinn kreppir. Ekki er annað hægt en hrista höfuðið yfir einu viðbrögðum bæjarstjórans á Akureyri, Kristjáns Þórs Júlíussonar, að ekki hafi staðið til að halda niðurstöðum könnunarinnar leyndum "til frambúðar". Ekki eru viðbrögð annarra í bæjarstjórninni rismeiri. Stjórnmálaflokkarnir afla sér fjár með félagsgjöldum og styrktarframlögum einstaklinga og fyrirtækja. Þeir njóta einnig framlaga úr ríkissjóði. Um það skipulag hefur í höfuðatriðum ríkt sátt. Af þessu fé eiga þeir að greiða fyrir skoðanakannanir hafi þeir áhuga á því að afla upplýsinga um viðhorf kjósenda til starfsemi sinnar og stefnumála með þeim hætti. Þeir eiga ekki að láta almenning borga brúsann með því að seilast í opinbera sjóði. Fáir höfðu líklega hugmyndaflug til að ímynda sér að forystumönnum stjórnmálaflokkanna mundi detta í huga að láta sveitarfélög borga verkefni eins og þetta sem tengist á engan hátt lögboðnu hlutverki þeirra. Ástæða er til að staldra við og spyrja hvað sé að gerast, þegar upp kemst að flokkarnir eru í algjöru óleyfi farnir að skammta sér fé úr sjóði sveitarfélags. Sú spurning vaknar, hvort verið geti að þetta sé ekki eina dæmið um vinnubrögð af þessu tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun
Þeir stjórnendur Akureyrarbæjar sem bera ábyrgð á því að sveitarfélagið var látið greiða fyrir skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna í bænum eru vonandi búnir að átta sig á því að þarna var misfarið með almannafé. Þeir hljóta að endurgreiða bæjarsjóði kostnaðinn og biðja bæjarbúa afsökunar. Það er ekki hlutverk sveitarfélaga að standa fyrir skoðanakönnunum eða rannsóknum af þessu tagi. Fréttir sem Ríkisútvarpið hefur flutt um mál þetta benda til þess að þeir stjórnendur Akureyrarbæjar, sem að könnuninni stóðu, hafi gert sér grein fyrir því frá upphafi að athafnir þeirra orkuðu tvímælis. Þeir leyndu minnihlutann í bæjarstjórninni því að samhliða lífskjarakönnun, sem bærinn kostaði, hefði verið spurt um flokkafylgi. Eftir að þeir voru búnir að fá minnihlutaflokkana til að samþykkja að trúnaður gilti um upplýsingarnar skýrðu þeir fulltrúum þeirra frá því að meðfram lífskjarakönnuninni hefði þeir látið kanna fylgi við flokkana í bænum og frambjóðendur þeirra. Þessar upplýsingar mættu flokkarnir nota en aðeins kynna niðurstöðurnar í innsta hring. Svo nákvæm eru gögnin sem aflað var, segir Ríkisútvarpið, að flokkarnir geta séð í hvaða hverfi kjósendur þeirra búa, hve miklar tekjur þeir hafa, hver aldur þeirra er og svo framvegis. Útvarpið segir að þetta þýði að þeir sem hafa óheftan aðgang að gögnunum geti séð hvar veikleikar og styrkleikar liggja pólitískt. Hvar sóknarfæri séu og hvar skórinn kreppir. Ekki er annað hægt en hrista höfuðið yfir einu viðbrögðum bæjarstjórans á Akureyri, Kristjáns Þórs Júlíussonar, að ekki hafi staðið til að halda niðurstöðum könnunarinnar leyndum "til frambúðar". Ekki eru viðbrögð annarra í bæjarstjórninni rismeiri. Stjórnmálaflokkarnir afla sér fjár með félagsgjöldum og styrktarframlögum einstaklinga og fyrirtækja. Þeir njóta einnig framlaga úr ríkissjóði. Um það skipulag hefur í höfuðatriðum ríkt sátt. Af þessu fé eiga þeir að greiða fyrir skoðanakannanir hafi þeir áhuga á því að afla upplýsinga um viðhorf kjósenda til starfsemi sinnar og stefnumála með þeim hætti. Þeir eiga ekki að láta almenning borga brúsann með því að seilast í opinbera sjóði. Fáir höfðu líklega hugmyndaflug til að ímynda sér að forystumönnum stjórnmálaflokkanna mundi detta í huga að láta sveitarfélög borga verkefni eins og þetta sem tengist á engan hátt lögboðnu hlutverki þeirra. Ástæða er til að staldra við og spyrja hvað sé að gerast, þegar upp kemst að flokkarnir eru í algjöru óleyfi farnir að skammta sér fé úr sjóði sveitarfélags. Sú spurning vaknar, hvort verið geti að þetta sé ekki eina dæmið um vinnubrögð af þessu tagi.