Geta aukið útlán um billjón 3. ágúst 2005 00:01 Eftir skiptingu Burðaráss milli Landsbankans og Straums eykst svigrúm Landsbankans til útlána allverulega. Góð uppgjör KB banka og Íslandsbanka skapa einnig hagstæð skilyrði fyrir útlánaaukningu. Viðmælendur Fréttablaðsins telja að bankarnir þrír hafi á skömmum tíma skapað möguleika fyrir aukin útlán fyrir allt að þúsund milljarða króna eða eina billjón. Við sameiningu Landsbankans og Straums jókst eigið fé bankans um 37 milljarða og verður 96 milljarðar eftir og ef bankinn selur eigin bréf. Þó hefur bankinn einnig tekið við eignarhlut í öðrum fyrirtækjum sem kunna að hafa áhrif á aukna útlánagetu svo sem eignarhlut í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie og öðrum fyrirtækjum. Ýmsir þættir ráða því hversu mikið útlánageta bankanna getur aukist svo sem áhættusækni útlánanna og samsetning eignaaukningarinnar sem til verður. "Svigrúm bankanna til eignaaukningar eykst vissulega en ég býst ekki við útlánasprenginu hérlendis umfram það sem þegar er orðið," segir Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands. Hann segir þó ástæðulaust að ætla að bankarnir slaki á kröfum sínum um gæði útlána þrátt fyrir þær breytingar sem nú hafa orðið "Þeir hafa getuna en spurningin er til hvers vilji þeirra stendur. Starfsemi íslensku bankanna er orðin mjög fjölþætt og þar af leiðandi hafa þeir marga möguleika hérlendis og erlendis. Þær breytingar sem nú hafa orðið eru mjög ánægjuleg styrking á fjármálakerfinu. Ég mæli með því að bankarnir haldi áfram sterkri eiginfjárstöðu og tek undir það sem fram hefur komið hjá Björgólfi Guðmundssyni um nauðsyn þess að bankarnir séu sem traustastir á komandi árum," segir Tryggvi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Eftir skiptingu Burðaráss milli Landsbankans og Straums eykst svigrúm Landsbankans til útlána allverulega. Góð uppgjör KB banka og Íslandsbanka skapa einnig hagstæð skilyrði fyrir útlánaaukningu. Viðmælendur Fréttablaðsins telja að bankarnir þrír hafi á skömmum tíma skapað möguleika fyrir aukin útlán fyrir allt að þúsund milljarða króna eða eina billjón. Við sameiningu Landsbankans og Straums jókst eigið fé bankans um 37 milljarða og verður 96 milljarðar eftir og ef bankinn selur eigin bréf. Þó hefur bankinn einnig tekið við eignarhlut í öðrum fyrirtækjum sem kunna að hafa áhrif á aukna útlánagetu svo sem eignarhlut í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie og öðrum fyrirtækjum. Ýmsir þættir ráða því hversu mikið útlánageta bankanna getur aukist svo sem áhættusækni útlánanna og samsetning eignaaukningarinnar sem til verður. "Svigrúm bankanna til eignaaukningar eykst vissulega en ég býst ekki við útlánasprenginu hérlendis umfram það sem þegar er orðið," segir Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands. Hann segir þó ástæðulaust að ætla að bankarnir slaki á kröfum sínum um gæði útlána þrátt fyrir þær breytingar sem nú hafa orðið "Þeir hafa getuna en spurningin er til hvers vilji þeirra stendur. Starfsemi íslensku bankanna er orðin mjög fjölþætt og þar af leiðandi hafa þeir marga möguleika hérlendis og erlendis. Þær breytingar sem nú hafa orðið eru mjög ánægjuleg styrking á fjármálakerfinu. Ég mæli með því að bankarnir haldi áfram sterkri eiginfjárstöðu og tek undir það sem fram hefur komið hjá Björgólfi Guðmundssyni um nauðsyn þess að bankarnir séu sem traustastir á komandi árum," segir Tryggvi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira