Deilt um háhýsi í Reykjanesbæ 5. ágúst 2005 00:01 Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar stendur fyrir byggingu allt að átta hæða verslunar- og íbúðarhúsnæðis í miðbæ Reykjanesbæjar. Deiliskipulag leyfir einungis þriggja hæða hús á þessum stað og hafa íbúar í nágrenninu mótmælt hugmyndinni og gagnrýna framferði formanns skipulagsráðs. Gullmolinn, verslunarmiðstöð og íbúðarhúsnæði við Hafnargötuna, er hugmynd Steinþórs Jónssonar, bæjarráðsfulltrúa og formanns umhverfis- og skipulagsráðs í Reykjanesbæ. Íbúar í nálægð við Hafnargötuna skrifuðu bréf til bæjarráðs þar sem þeir gagnrýndu Steinþór fyrir að hafa opinberlega birt hugmyndir um efnið verandi formaður ráðsins. Minnihluti bæjarráðs tók undir álit íbúanna á fundi í gær. Sveindís Valdimarsdóttir, varafulltrúi í bæjarráði, segir að Steinþór sé í sérstakri aðstöðu þar sem hann sé bæði framkvæmdaaðili og formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Því sé eðlilegt að fólk sé uggandi yfir því að tillagan renni beint í gegn. Sveindís segir að málið muni ekki fá sérmeðferð í stjórnsýslunni þrátt fyrir stöðu Steinþórs. Hann hljóti að gera sér grein fyrir því að hann fái ekki stuðning minnihlutans. Þetta málefni sé það stórt að það sé ekki bara hægt að kýla það í gegn. Mögulegt er að húsið verði átta hæðir en samkvæmt núverandi deiliskipulagi mega hús við þennan hluta Hafnargötunnar einungis vera tvær hæðir með risi fyrir utan eitt hús sem má vera þrjár hæðir. Því þyrfti að breyta núverandi deiliskipulagi til að byggja Molann og færi þá fram grenndarkynning í kjölfarið og vonar Sveindís að þetta mál verði tekið fyrir á íbúaþingi í september. Kristín Bragadóttir, íbúi við Vallargötu, segir aðspurð að henni lítist ekki nógu vel á hugmyndirnar. Henni finnist eins og verið sé að bola sér í burtu. Fólk hafi ekkert val ef þetta verði að veruleika. Kristín skrifaði undir viljayfirlýsingu þess efnis að hún væri tilbúin til að selja vegna hræðslu um að hús hennar félli í verði kæmi til byggingar Gullmolans. Komi málið til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisráði ætlar Steinþór að víkja og varamaður hans tekur við. Steinþór segist hafa talið að hann þyrfti að fylgja málinu eftir til þess að koma því á framkvæmdastig. Hann ítreki að aðeins sé um hugmynd að ræða og það séu aðrir staðir í nágrenninu sem hægt sé að leita á ef samstaða náist ekki með íbúðareigendum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar stendur fyrir byggingu allt að átta hæða verslunar- og íbúðarhúsnæðis í miðbæ Reykjanesbæjar. Deiliskipulag leyfir einungis þriggja hæða hús á þessum stað og hafa íbúar í nágrenninu mótmælt hugmyndinni og gagnrýna framferði formanns skipulagsráðs. Gullmolinn, verslunarmiðstöð og íbúðarhúsnæði við Hafnargötuna, er hugmynd Steinþórs Jónssonar, bæjarráðsfulltrúa og formanns umhverfis- og skipulagsráðs í Reykjanesbæ. Íbúar í nálægð við Hafnargötuna skrifuðu bréf til bæjarráðs þar sem þeir gagnrýndu Steinþór fyrir að hafa opinberlega birt hugmyndir um efnið verandi formaður ráðsins. Minnihluti bæjarráðs tók undir álit íbúanna á fundi í gær. Sveindís Valdimarsdóttir, varafulltrúi í bæjarráði, segir að Steinþór sé í sérstakri aðstöðu þar sem hann sé bæði framkvæmdaaðili og formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Því sé eðlilegt að fólk sé uggandi yfir því að tillagan renni beint í gegn. Sveindís segir að málið muni ekki fá sérmeðferð í stjórnsýslunni þrátt fyrir stöðu Steinþórs. Hann hljóti að gera sér grein fyrir því að hann fái ekki stuðning minnihlutans. Þetta málefni sé það stórt að það sé ekki bara hægt að kýla það í gegn. Mögulegt er að húsið verði átta hæðir en samkvæmt núverandi deiliskipulagi mega hús við þennan hluta Hafnargötunnar einungis vera tvær hæðir með risi fyrir utan eitt hús sem má vera þrjár hæðir. Því þyrfti að breyta núverandi deiliskipulagi til að byggja Molann og færi þá fram grenndarkynning í kjölfarið og vonar Sveindís að þetta mál verði tekið fyrir á íbúaþingi í september. Kristín Bragadóttir, íbúi við Vallargötu, segir aðspurð að henni lítist ekki nógu vel á hugmyndirnar. Henni finnist eins og verið sé að bola sér í burtu. Fólk hafi ekkert val ef þetta verði að veruleika. Kristín skrifaði undir viljayfirlýsingu þess efnis að hún væri tilbúin til að selja vegna hræðslu um að hús hennar félli í verði kæmi til byggingar Gullmolans. Komi málið til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisráði ætlar Steinþór að víkja og varamaður hans tekur við. Steinþór segist hafa talið að hann þyrfti að fylgja málinu eftir til þess að koma því á framkvæmdastig. Hann ítreki að aðeins sé um hugmynd að ræða og það séu aðrir staðir í nágrenninu sem hægt sé að leita á ef samstaða náist ekki með íbúðareigendum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira