Framsókn vill lægri fjármagnsskatt 10. ágúst 2005 00:01 "Það er allt opið hvað varðar hækkun á fjármagnstekjuskatti en það þarf þó að taka tillit til þess að við missum ekki fjármagn úr landi," segir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og alþingismaður Framsóknarflokksins. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, lýsti þeirri skoðun sinni í Fréttablaðinu í gær að vel kæmi til greina að hækka fjármagnstekjuskatt sem nú er tíu prósent. "Við verðum auðvitað að taka tillit til þess að við erum í alþjóðlegu umhverfi en ég tel að fjármagnstekjuskattur mætti vera eins hár og mögulegt er út frá þeirri forsendu að fjármagnið fari ekki úr landi," segir Magnús. Hann segir að ekkert hafi enn verið rætt um lækkun á tekjuskatti einstaklinga umfram áætlanir en þegar liggi fyrir áætlun um lækkun um eitt prósentustig. Ljóst sé hins vegar að endurskoða eigi virðisaukaskattskerfið. "Það eru ákvæði um það í stjórnarsáttmálanum og ég vænti að það komi einhverjar tillögur um það fljótlega," segir Magnús. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðspurður um skoðanir framsóknarmanna á hækkun fjármagnstekjuskatts að engar samþykktir séu til um slíkt. "Varðandi skatta almennt þá tel ég hins vegar að gæta beri að því að varðveita sjálfan skattstofninn þannig að það verði eftirsóknarvert að greiða skatta sína á Íslandi, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Þess vegna höfum við verið þeirrar skoðunar að það sé í langtímanum hagstætt að lækka skattprósentuna og höfum marglýst því yfir að vinna eigi að því í framtíðinni að afnema undanþágur en auðvitað ber að fara að því með gát og með sátt," segir Einar. Hann segir að hann hafi ekkert heyrt neinar umræður um breytingar á fyrirhuguðum skattalækkunum á einstaklinga en aðspurður um lækkun virðisaukaskatts á matvæli og nauðsynjavörur segir hann: "Eina sem ég veit er að unnið er að endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
"Það er allt opið hvað varðar hækkun á fjármagnstekjuskatti en það þarf þó að taka tillit til þess að við missum ekki fjármagn úr landi," segir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og alþingismaður Framsóknarflokksins. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, lýsti þeirri skoðun sinni í Fréttablaðinu í gær að vel kæmi til greina að hækka fjármagnstekjuskatt sem nú er tíu prósent. "Við verðum auðvitað að taka tillit til þess að við erum í alþjóðlegu umhverfi en ég tel að fjármagnstekjuskattur mætti vera eins hár og mögulegt er út frá þeirri forsendu að fjármagnið fari ekki úr landi," segir Magnús. Hann segir að ekkert hafi enn verið rætt um lækkun á tekjuskatti einstaklinga umfram áætlanir en þegar liggi fyrir áætlun um lækkun um eitt prósentustig. Ljóst sé hins vegar að endurskoða eigi virðisaukaskattskerfið. "Það eru ákvæði um það í stjórnarsáttmálanum og ég vænti að það komi einhverjar tillögur um það fljótlega," segir Magnús. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðspurður um skoðanir framsóknarmanna á hækkun fjármagnstekjuskatts að engar samþykktir séu til um slíkt. "Varðandi skatta almennt þá tel ég hins vegar að gæta beri að því að varðveita sjálfan skattstofninn þannig að það verði eftirsóknarvert að greiða skatta sína á Íslandi, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Þess vegna höfum við verið þeirrar skoðunar að það sé í langtímanum hagstætt að lækka skattprósentuna og höfum marglýst því yfir að vinna eigi að því í framtíðinni að afnema undanþágur en auðvitað ber að fara að því með gát og með sátt," segir Einar. Hann segir að hann hafi ekkert heyrt neinar umræður um breytingar á fyrirhuguðum skattalækkunum á einstaklinga en aðspurður um lækkun virðisaukaskatts á matvæli og nauðsynjavörur segir hann: "Eina sem ég veit er að unnið er að endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira