R-listaflokkar leita allra leiða 14. ágúst 2005 00:01 R-listafólk leitar allra leiða til að viðhalda samstarfi um stjórn borgarinnar. Klofningur er í röðum Vinstri-grænna; borgarfulltrúar vilja halda samstarfinu áfram en óvíst er hvort flokksstjórnin samþykkir það. Frjálslyndir útiloka ekki að koma að samstarfinu. Björk Vilhelmsdóttir lýsir skoðunum sínum í Morgunblaðinu í dag og fer ekki á milli mála að hún telur R-listann einu leiðina til að koma sjónarmiðum og stefnumálum Vinstri-grænna á framfæri. Hún telur að samstarf Samfylkingar og Framsóknar sé útilokað að loknum kosningum verði enginn R-listi til; líklegra sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn taki saman. Það blasi því við Vinstri-grænum að sitja áhrifalausir í stjórnarandstöðu náist ekki samkomulag um áframhald R-listans. Og Björk segir tvo borgarfulltrúa auk formennsku í nefndum sem skipta Vinstri-græna máli ætti að tryggja flokknum þá sérstöðu sem flestir vilji sjá. Árni Þór Sigurðsson, flokksbróðir Bjarkar, er henni ósammála. Í samtali við fréttastofuna sagði hann ekki telja R-listann einu leiðina í lífinu, án þess að hann væri beinlínis mótfallinn listanum. Það væri veruleg einföldun að láta sem kostirnir væru áframhaldandi R-listasamstarf eða stjórnarandstaða. Það væri ekkert því til fyrirstöðu að flokkarnir mynduðu meirihluta eftir kosningar þó að þeri biðu ekki sameiginlega fram. Ljóst er að margir vöknuðu upp við vondan draum á fimmtudaginn var, þegar virtist sem R-listinn væri endanlega dauður. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Frjálslyndir verið nefndir sem hugsanleg viðbót við R-listann í stað vinstri grænna. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, sagði rétt fyrir fréttir að engar viðræður hefðu farið fram þess efnis, en hún vildi ekki útiloka neitt. Hugsanlegt samstarf færi eftir því á hvaða forsendum það ætti að vera, en fyrst yrði þó að leiða mál núverandi R-lista flokka til lykta. Frjálslyndir stefndu annars ótrauðir að sérframboði og vildu fá tvo borgarfulltrúa. Björk Vilhelmsdóttir bindur vonir við að flokksmenn láti til sín taka á flokksráðsfundi annað kvöld og að þar verði endanlega ákveðið að vera með í R-lista framboði. Heimildir fréttastofunnar herma að öðrum kosti sé hópur innan vinstri grænna reiðubúinn að kljúfa sig út úr flokknum og ganga til samstarfs við Samfylkingu og Framsókn í R-listanum. Árni Þór Sigurðsson er ekki innan þessa hóps og segir ekki ætla að segja sig úr flokknum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
R-listafólk leitar allra leiða til að viðhalda samstarfi um stjórn borgarinnar. Klofningur er í röðum Vinstri-grænna; borgarfulltrúar vilja halda samstarfinu áfram en óvíst er hvort flokksstjórnin samþykkir það. Frjálslyndir útiloka ekki að koma að samstarfinu. Björk Vilhelmsdóttir lýsir skoðunum sínum í Morgunblaðinu í dag og fer ekki á milli mála að hún telur R-listann einu leiðina til að koma sjónarmiðum og stefnumálum Vinstri-grænna á framfæri. Hún telur að samstarf Samfylkingar og Framsóknar sé útilokað að loknum kosningum verði enginn R-listi til; líklegra sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn taki saman. Það blasi því við Vinstri-grænum að sitja áhrifalausir í stjórnarandstöðu náist ekki samkomulag um áframhald R-listans. Og Björk segir tvo borgarfulltrúa auk formennsku í nefndum sem skipta Vinstri-græna máli ætti að tryggja flokknum þá sérstöðu sem flestir vilji sjá. Árni Þór Sigurðsson, flokksbróðir Bjarkar, er henni ósammála. Í samtali við fréttastofuna sagði hann ekki telja R-listann einu leiðina í lífinu, án þess að hann væri beinlínis mótfallinn listanum. Það væri veruleg einföldun að láta sem kostirnir væru áframhaldandi R-listasamstarf eða stjórnarandstaða. Það væri ekkert því til fyrirstöðu að flokkarnir mynduðu meirihluta eftir kosningar þó að þeri biðu ekki sameiginlega fram. Ljóst er að margir vöknuðu upp við vondan draum á fimmtudaginn var, þegar virtist sem R-listinn væri endanlega dauður. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Frjálslyndir verið nefndir sem hugsanleg viðbót við R-listann í stað vinstri grænna. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, sagði rétt fyrir fréttir að engar viðræður hefðu farið fram þess efnis, en hún vildi ekki útiloka neitt. Hugsanlegt samstarf færi eftir því á hvaða forsendum það ætti að vera, en fyrst yrði þó að leiða mál núverandi R-lista flokka til lykta. Frjálslyndir stefndu annars ótrauðir að sérframboði og vildu fá tvo borgarfulltrúa. Björk Vilhelmsdóttir bindur vonir við að flokksmenn láti til sín taka á flokksráðsfundi annað kvöld og að þar verði endanlega ákveðið að vera með í R-lista framboði. Heimildir fréttastofunnar herma að öðrum kosti sé hópur innan vinstri grænna reiðubúinn að kljúfa sig út úr flokknum og ganga til samstarfs við Samfylkingu og Framsókn í R-listanum. Árni Þór Sigurðsson er ekki innan þessa hóps og segir ekki ætla að segja sig úr flokknum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira