Samkynhneigð pör öðlast sama rétt 16. ágúst 2005 00:01 Samkynhneigð pör munu njóta nákvæmlega sömu réttinda og gagnkynhneigð, ef frumvarp sem er í smíðum í forsætisráðuneytinu verður samþykkt á þingi í haust. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun og er samstaða um að ganga skuli alla leið og leyfa bæði ættleiðingar samkynhneigðra erlendis frá og tæknifrjóvgun lesbískra para. Nefnd um réttarstöðu samkynhneigðra skilaði af sér skýrslu í haust. Hún var sammála um nokkur atriði sem ættu heima í lagafrumvarpi sem bæta skyldi réttarstöðu samkynhneigðra. Til dæmis að samkynhneigðum pörum ætti að leyfast að frumættleiða íslensk börn. Og að lögum skyldi breytt þannig að samkynhneigð pör gætu fengið óvígða sambúð skráða hjá Hagstofu Íslands með sömu réttaráhrifum og gagnkynhneigð pör. Einnig að þeim lagaákvæðum sem veita sambúð karls og konu sérstök réttaráhrif yrði breytt svo þau næðu einnig til samkynhneigðra para í sömu stöðu. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni til þess hvort heimila ætti ættleiðingar samkynhneigðra á erlendum börnum og hvort lesbískum pörum ætti að vera heimilt að gangast undir tæknifrjóvgun hérlendis. Samkvæmt minnisblaði verða bæði atriðin tekin inn í frumvarpið. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að hans vilji væri að samkynhneigð pör nytu sama réttar á við gagnkynhneigða og að ekki ætti að mismuna aðilum eftir kynhneigð, trúarbrögðum eða litarhætti. Hann telur vera kominn tíma til að taka á þessum málum með þeim hætti og hann sagði gott starf í gangi hjá ríkistjórninni í langan tíma og að málin væru í ákveðinni þróun. Hann sagði málið vera viðkvæmt en að mati ríkistjórnarinnar er kominn tími til að taka af skarið. Halldór segir að almenn samstaða hafi verið í ríkisstjórn um málið og að samningu frumvarpsins verði hraðað svo að öllu óbreyttu verður það lagt fram á þingi í haust. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Samkynhneigð pör munu njóta nákvæmlega sömu réttinda og gagnkynhneigð, ef frumvarp sem er í smíðum í forsætisráðuneytinu verður samþykkt á þingi í haust. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun og er samstaða um að ganga skuli alla leið og leyfa bæði ættleiðingar samkynhneigðra erlendis frá og tæknifrjóvgun lesbískra para. Nefnd um réttarstöðu samkynhneigðra skilaði af sér skýrslu í haust. Hún var sammála um nokkur atriði sem ættu heima í lagafrumvarpi sem bæta skyldi réttarstöðu samkynhneigðra. Til dæmis að samkynhneigðum pörum ætti að leyfast að frumættleiða íslensk börn. Og að lögum skyldi breytt þannig að samkynhneigð pör gætu fengið óvígða sambúð skráða hjá Hagstofu Íslands með sömu réttaráhrifum og gagnkynhneigð pör. Einnig að þeim lagaákvæðum sem veita sambúð karls og konu sérstök réttaráhrif yrði breytt svo þau næðu einnig til samkynhneigðra para í sömu stöðu. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni til þess hvort heimila ætti ættleiðingar samkynhneigðra á erlendum börnum og hvort lesbískum pörum ætti að vera heimilt að gangast undir tæknifrjóvgun hérlendis. Samkvæmt minnisblaði verða bæði atriðin tekin inn í frumvarpið. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að hans vilji væri að samkynhneigð pör nytu sama réttar á við gagnkynhneigða og að ekki ætti að mismuna aðilum eftir kynhneigð, trúarbrögðum eða litarhætti. Hann telur vera kominn tíma til að taka á þessum málum með þeim hætti og hann sagði gott starf í gangi hjá ríkistjórninni í langan tíma og að málin væru í ákveðinni þróun. Hann sagði málið vera viðkvæmt en að mati ríkistjórnarinnar er kominn tími til að taka af skarið. Halldór segir að almenn samstaða hafi verið í ríkisstjórn um málið og að samningu frumvarpsins verði hraðað svo að öllu óbreyttu verður það lagt fram á þingi í haust.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira