Samfylking brýtur eigin siðareglur 18. ágúst 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar telur enga hagsmunaárekstra felast í því að hún sitji í stjórn Seðlabankans. Siðareglur, sem flokkurinn setur þingmönnum, banna þeim að sitja í stjórnum banka, stofnana og fyrirtækja þar sem hætta er á slíku. Með siðareglum sem Samfylkingin setti árið 1999 er flokkurinn eina stjórnmálaaflið sem sett hefur reglur sem leggja slíkar kvaðir á þingmenn. Í pistili á vefsíðu Framsóknarmanna, Tímanum, er þó fullyrt að þessar reglur séu þverbrotnarr. Jón Gunnarsson sitji til dæmis í stjórn Sparisjóðsins í Keflavík, Einar Már Sigurðarson í stjórn Lánasjóðs landbúnaðarins og Helgi Hjörvar í stjórn Landsvirkjunar og Faxaflóahafna. Að sögn varaformanns Þinflokks Samfylkingarinnar, Kristjáns L. Möller, þá taka siðareglurnar ekki til þessara þriggja því þeir hafi verið tilnefndir til stjórnarsetunnar af sveitarfélögum, ekki þingflokknum. Þeir telji sig ekki getað gengið það langt að banna þingmönnum að taka að sér verkefni fyrir sveitarfélög, þótt sú staða kæmi upp að það þætti æskilegra að menn létu af stjórnarsetu. Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, á einnig sæti í stjórn Seðlabankans, en þegar hún tók sæti var hún ekki í þingflokki Samfylkingarinnar og aðeins varaformaður flokksins. Nú er hún hinsvegar sest á þing og orðin formaður flokksins. Framsóknarmenn telja ekki lengur um það deilt að siðareglurnar nái yfir hana. Reyndar segja þeir siðareglur Samfylkingarinnar einhvern hreinræktaðasta spuna sem um getur í íslensku stjórnmálalífi, það er nafnið tómt. Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við fréttastofuna í dag, að í siðareglunum væri talað um viðskipta- og fjárfestingabanka. Seðlabankinn sé hvorugt, og því erfitt að sjá hvaða hagsmunaárekstrar gætu orðið. Hún sagði ennfremur að þingflokkurinn muni fjalla um þetta mál, og ákveða hvort hún sitji áfram í stjórn Seðlabankans. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar telur enga hagsmunaárekstra felast í því að hún sitji í stjórn Seðlabankans. Siðareglur, sem flokkurinn setur þingmönnum, banna þeim að sitja í stjórnum banka, stofnana og fyrirtækja þar sem hætta er á slíku. Með siðareglum sem Samfylkingin setti árið 1999 er flokkurinn eina stjórnmálaaflið sem sett hefur reglur sem leggja slíkar kvaðir á þingmenn. Í pistili á vefsíðu Framsóknarmanna, Tímanum, er þó fullyrt að þessar reglur séu þverbrotnarr. Jón Gunnarsson sitji til dæmis í stjórn Sparisjóðsins í Keflavík, Einar Már Sigurðarson í stjórn Lánasjóðs landbúnaðarins og Helgi Hjörvar í stjórn Landsvirkjunar og Faxaflóahafna. Að sögn varaformanns Þinflokks Samfylkingarinnar, Kristjáns L. Möller, þá taka siðareglurnar ekki til þessara þriggja því þeir hafi verið tilnefndir til stjórnarsetunnar af sveitarfélögum, ekki þingflokknum. Þeir telji sig ekki getað gengið það langt að banna þingmönnum að taka að sér verkefni fyrir sveitarfélög, þótt sú staða kæmi upp að það þætti æskilegra að menn létu af stjórnarsetu. Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, á einnig sæti í stjórn Seðlabankans, en þegar hún tók sæti var hún ekki í þingflokki Samfylkingarinnar og aðeins varaformaður flokksins. Nú er hún hinsvegar sest á þing og orðin formaður flokksins. Framsóknarmenn telja ekki lengur um það deilt að siðareglurnar nái yfir hana. Reyndar segja þeir siðareglur Samfylkingarinnar einhvern hreinræktaðasta spuna sem um getur í íslensku stjórnmálalífi, það er nafnið tómt. Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við fréttastofuna í dag, að í siðareglunum væri talað um viðskipta- og fjárfestingabanka. Seðlabankinn sé hvorugt, og því erfitt að sjá hvaða hagsmunaárekstrar gætu orðið. Hún sagði ennfremur að þingflokkurinn muni fjalla um þetta mál, og ákveða hvort hún sitji áfram í stjórn Seðlabankans.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira