Skiptar skoðanir um Löngusker 20. ágúst 2005 00:01 Skiptar skoðanir eru meðal bæjarstjóra nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur um flugvöll á Lönguskerjum. Bæjarstjóri Kópavogs segir allt tal um flugvöllinn tímaskekkju. Samstarfsnefnd samgönguráðherra og borgarstjóra kannar nú hvort flugvöllur á Lönguskerjum geti komið í stað Reykjavíkurflugvallar, en þrjú sveitarfélög auk Reykjavíkur eru í nágrenni skerjanna. Gunnari I. Birgissyni, bæjarstjóra Kópavogs, hugnast flugvöllurinn illa. Hann segir þá hugmynd ágæta í næsta lífi en ekki núna. Það sé nýbúið að byggja flugvöll á Reykjavíkurflugvelli og hann átti sig ekki á þessari vitleysu. Þetta sé einhver framtíðarmúsík og ekki sé vitað hvað verkið kosti. Þetta geti þó verið ágætt eftir 20 til 50 ár en nýta verði þá fjárfestingu sem búið sé að leggja í á vellinum, en 1,5 til 2 milljörðum hafi verið varið til uppbyggingar þar. Það sé kannski ekkert hjá því fólki sem sé að velta þessari hugmynd fyrir sér. Það er annað hljóð í verðandi bæjarstjóra Álftaness, Guðmundi Gunnarssyni. Hann segir að sér lítist ekki illa á hugmyndina. Það hafi komið fram fyrir nokkrum árum hugmyndir um flugvöll þar en honum hugnist best að hafa flugvöllinn þar sem hann hafi verið. Ef Reykvíkingar og samgönguyfirvöld ákveði að skoða flugvöll á Lönguskerjum vilji Álftnesingar gjarnan fá að taka þátt í því ásamt Kópavogi. Aðspuður hvort honum hugnist flugvöllur á Álftanesi, eins og rætt hafi verið um, segir Guðmundur að þar sé ekki pláss fyrir hann. Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, líst vel á hugmyndina. Hann segir hana áhugaverða og frá því að hann hafi heyrt hana fyrst hafi honum alltaf fundist að það ætti að skoða hana til hlítar. Það sé ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni hafi verið í uppnámi lengi, framtíð hans sé ótrygg og allt bendi til þess að hann muni fara. Það verði að finna lausn sem sé gott samkomulag um milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Annaðhvort sé það uppbygging á Keflavíkurflugvelli eða hugmyndin um Löngusker og honum finnist hún vera þannig að full ástæða sé til að skoða hana mjög vel. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal bæjarstjóra nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur um flugvöll á Lönguskerjum. Bæjarstjóri Kópavogs segir allt tal um flugvöllinn tímaskekkju. Samstarfsnefnd samgönguráðherra og borgarstjóra kannar nú hvort flugvöllur á Lönguskerjum geti komið í stað Reykjavíkurflugvallar, en þrjú sveitarfélög auk Reykjavíkur eru í nágrenni skerjanna. Gunnari I. Birgissyni, bæjarstjóra Kópavogs, hugnast flugvöllurinn illa. Hann segir þá hugmynd ágæta í næsta lífi en ekki núna. Það sé nýbúið að byggja flugvöll á Reykjavíkurflugvelli og hann átti sig ekki á þessari vitleysu. Þetta sé einhver framtíðarmúsík og ekki sé vitað hvað verkið kosti. Þetta geti þó verið ágætt eftir 20 til 50 ár en nýta verði þá fjárfestingu sem búið sé að leggja í á vellinum, en 1,5 til 2 milljörðum hafi verið varið til uppbyggingar þar. Það sé kannski ekkert hjá því fólki sem sé að velta þessari hugmynd fyrir sér. Það er annað hljóð í verðandi bæjarstjóra Álftaness, Guðmundi Gunnarssyni. Hann segir að sér lítist ekki illa á hugmyndina. Það hafi komið fram fyrir nokkrum árum hugmyndir um flugvöll þar en honum hugnist best að hafa flugvöllinn þar sem hann hafi verið. Ef Reykvíkingar og samgönguyfirvöld ákveði að skoða flugvöll á Lönguskerjum vilji Álftnesingar gjarnan fá að taka þátt í því ásamt Kópavogi. Aðspuður hvort honum hugnist flugvöllur á Álftanesi, eins og rætt hafi verið um, segir Guðmundur að þar sé ekki pláss fyrir hann. Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, líst vel á hugmyndina. Hann segir hana áhugaverða og frá því að hann hafi heyrt hana fyrst hafi honum alltaf fundist að það ætti að skoða hana til hlítar. Það sé ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni hafi verið í uppnámi lengi, framtíð hans sé ótrygg og allt bendi til þess að hann muni fara. Það verði að finna lausn sem sé gott samkomulag um milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Annaðhvort sé það uppbygging á Keflavíkurflugvelli eða hugmyndin um Löngusker og honum finnist hún vera þannig að full ástæða sé til að skoða hana mjög vel.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira