Nautakjöt frá Argentínu sagt ósýkt 22. ágúst 2005 00:01 Hægt er að flytja hingað til lands gott ósýkt kjöt á góðu verði frá Argentínu, fullyrðir Sigurður Jónsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin hafa fengið svar frá Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni við fyrirspurn sinni um heilbrigðisástand nautgripa í Argentínu. Dr. Karim Ben Jebara, yfirmaður upplýsingadeildar stofnunarinnar segir að embætti yfirdýralæknis í Argentínu hafi ekki tilkynnt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni um neina óeðlilega sjúkdóma í nautgripum í Argentínu á árinu 2005. Þess vegna ætti land sem vill flytja inn nautakjöt frá Argentínu að fara eftir þeim reglum sem settar eru í því landi eða samkvæmt reglum alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Innflutningslandinu er alltaf frjálst að leyfa innflutning á kjöti eða kjötafurðum undir ákveðnum skilyrðum sem eru annað hvort strangari eða rýmri en ákvæði OIE segja til um, en það verður að gerast samkvæmt vísindalegu áhættumati. "Þetta segir okkur að ekkert er að því að flytja inn nautakjöt frá Argentínu," segir Sigurður og bætir við að þar af leiðandi séu fullyrðingar Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra ekki réttar að því leyti. "Að því er þarna segir getur hann sett strangari skilyrði en hann þarf samkvæmt alþjóðasamningum," segir Sigurður. "En þá vaknar spurningin: "Af hverju setur hann þessi skilyrði, þegar kjötið er í lagi? Er það vegna þess að hann vill halda ódýrasta nautakjötinu í 1.400 krónum kílóinu, eins og það er nú ?" Sigurður segir að sannanlega sé skortur á nautakjöti í landinu. Þess vegna hafi verðið farið hækkandi og er nú orðið mjög hátt, hærra en Samtök verslunar og þjónustu telja boðlegt fyrir neytendur. "Þegar kostur er á ódýrari vöru sem er góð," bætir hann við, "þá vill verslunin fá að flytja hana inn með viðbótarkvóta." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira
Hægt er að flytja hingað til lands gott ósýkt kjöt á góðu verði frá Argentínu, fullyrðir Sigurður Jónsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin hafa fengið svar frá Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni við fyrirspurn sinni um heilbrigðisástand nautgripa í Argentínu. Dr. Karim Ben Jebara, yfirmaður upplýsingadeildar stofnunarinnar segir að embætti yfirdýralæknis í Argentínu hafi ekki tilkynnt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni um neina óeðlilega sjúkdóma í nautgripum í Argentínu á árinu 2005. Þess vegna ætti land sem vill flytja inn nautakjöt frá Argentínu að fara eftir þeim reglum sem settar eru í því landi eða samkvæmt reglum alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Innflutningslandinu er alltaf frjálst að leyfa innflutning á kjöti eða kjötafurðum undir ákveðnum skilyrðum sem eru annað hvort strangari eða rýmri en ákvæði OIE segja til um, en það verður að gerast samkvæmt vísindalegu áhættumati. "Þetta segir okkur að ekkert er að því að flytja inn nautakjöt frá Argentínu," segir Sigurður og bætir við að þar af leiðandi séu fullyrðingar Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra ekki réttar að því leyti. "Að því er þarna segir getur hann sett strangari skilyrði en hann þarf samkvæmt alþjóðasamningum," segir Sigurður. "En þá vaknar spurningin: "Af hverju setur hann þessi skilyrði, þegar kjötið er í lagi? Er það vegna þess að hann vill halda ódýrasta nautakjötinu í 1.400 krónum kílóinu, eins og það er nú ?" Sigurður segir að sannanlega sé skortur á nautakjöti í landinu. Þess vegna hafi verðið farið hækkandi og er nú orðið mjög hátt, hærra en Samtök verslunar og þjónustu telja boðlegt fyrir neytendur. "Þegar kostur er á ódýrari vöru sem er góð," bætir hann við, "þá vill verslunin fá að flytja hana inn með viðbótarkvóta."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira