Voru slit R-listans mistök? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2005 00:01 Það hljóta margir að spyrja sig hvort Framsókn, Samfylking og Vinstri Grænir séu ekki nú að bíta sig í hnúana fyrir að slíta R-lista samstarfinu og efast um hvort rétt hafi verið gert. Sú könnun sem Fréttablaðið birti á mánudag bendir til að mikil vinna sé fyrir hendi, ætli flokkarnir að ná í sitt hverju lagi svipuðum árangri í borgarstjórnarkosningum og þeir gerðu saman. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkur hreinan meirihluta í borginni, 53,5 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylking fengi 29,7 prósent atkvæða og fimm borgarfulltrúa. Vinstri Grænir fengju 8,8 prósent atkvæða og einn mann inn, Björk Vilhelms væri ekki örugg ef listarnri væru eins. Framsókn fengju 4,8 prósent og engan borgarfulltrúa. Alfreð þyrfti aðrar leiðir til að koma sér í Orkuveituna. Samanlagt gerir það því 43,4 prósent sem segjast kjósa einhvern þann lista sem áður myndaði Reykjavíkurlistann. 2,2 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Ólafur F. Magnússon yrði þá að fara að einbeita sér að læknisstörfum og málefni húsafriðunar fengi annan vettvang fyrir hann. Til samanburðar má nefna að í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,2 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Reykjavíkurlistinn fékk 52,6 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa. Að fella meirihlutann með níu borgarfulltrúa væri glæsilegur sigur fyrir Sjálfstæðismenn. En það sem æstir stuðningsmenn þeirra R-listaflokka, sem vilju bjóða fram undir eigin nafni, ættu að velta fyrir sér, er niðurstaða þessarar skoðanakönnunar, ef fylgi R-listaflokkanna er reiknað saman. Með því að reikna með því að R-listinn fengi 43,4 prósent atkvæða, Sjálfstæðisflokkur 53,5 og Frjálslyndir 2,2 breytist myndin ekkert fyrir Frjálslynda. Þeir fengju áfram engan mann. En vinstri flokkarnir bæta við sig manni, á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Bara með því að reikna fylgið saman, sem auðvitað segir ekkert til um fylgi Reykjavíkurlistans sjálfs - það gæti verið meira eða minna en samanlagt fylgi flokkanna - tapa Sjálfstæðismenn manni og fengju átta menn kjörna í stað níu. R-listinn fengi sjö í stað sex Um það var mikið rætt þegar fylgst var með andarslitrum Reykjavíkurlistans, var hvort með því að slíta samstarfinu væri verið að færa Sjálfstæðismönnum borgina á silfurfati. Það er líklega of sögum sagt að halda slíku fram. Hins vegar má sýna fram á, með léttum útreikningi eins og í þessari könnun, að Sjálfstæðismenn græða heilan mann á því að flokkarnir ganga sundraðir til leiks. Fyrir öllu þarf að setja hefðbundna fyrirvara. Enn eru níu mánuðir til kosninga og Sjálfstæðisflokkur hefur áður komið vel út í skoðanakönnunum, án þess að uppskera í kosningum. Ein ástæðan er hvernig stjórnmálaflokkar raðast á hægri vinstri ásinn. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn telst eini flokkurinn hægra megin við miðju, Framsókn í miðjunni og aðrir flokkar teljast yfirleitt vinstra megin við miðju. Það gæti verið erfitt að staðsetja Frjálslynda með þessum hætti, því flestir vita að forvígsmenn þess flokks komu frá Sjálfstæðisflokknum, en áherslurnar gefa til að kynna að flokkurinn sveigi til vinstri en ekki hægri. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er einn þarna á hægri vængnum er líklegra að óákveðnir skipist frekar á aðra flokka. Í sumum skoðanakönnunum er spurt; "Er líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk" og svörum svo skipt bróðurlega á milli annarra flokka. Með þessu fækkar óákveðnum og hlutfallslega fækkar kjósendum Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti samkvæmt könnuninni. En þetta gerir Fréttablaðið ekki þegar það lætur framkvæma könnun. Það er því möguleiki, að í öllum skoðanakönnunum blaðsins sé fylgi Sjálfstæðisflokksins ofmetið, í réttu hlutfalli við fjölda óákveðinna. Svanborg Sigmarsdóttir - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hljóta margir að spyrja sig hvort Framsókn, Samfylking og Vinstri Grænir séu ekki nú að bíta sig í hnúana fyrir að slíta R-lista samstarfinu og efast um hvort rétt hafi verið gert. Sú könnun sem Fréttablaðið birti á mánudag bendir til að mikil vinna sé fyrir hendi, ætli flokkarnir að ná í sitt hverju lagi svipuðum árangri í borgarstjórnarkosningum og þeir gerðu saman. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkur hreinan meirihluta í borginni, 53,5 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylking fengi 29,7 prósent atkvæða og fimm borgarfulltrúa. Vinstri Grænir fengju 8,8 prósent atkvæða og einn mann inn, Björk Vilhelms væri ekki örugg ef listarnri væru eins. Framsókn fengju 4,8 prósent og engan borgarfulltrúa. Alfreð þyrfti aðrar leiðir til að koma sér í Orkuveituna. Samanlagt gerir það því 43,4 prósent sem segjast kjósa einhvern þann lista sem áður myndaði Reykjavíkurlistann. 2,2 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Ólafur F. Magnússon yrði þá að fara að einbeita sér að læknisstörfum og málefni húsafriðunar fengi annan vettvang fyrir hann. Til samanburðar má nefna að í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,2 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Reykjavíkurlistinn fékk 52,6 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa. Að fella meirihlutann með níu borgarfulltrúa væri glæsilegur sigur fyrir Sjálfstæðismenn. En það sem æstir stuðningsmenn þeirra R-listaflokka, sem vilju bjóða fram undir eigin nafni, ættu að velta fyrir sér, er niðurstaða þessarar skoðanakönnunar, ef fylgi R-listaflokkanna er reiknað saman. Með því að reikna með því að R-listinn fengi 43,4 prósent atkvæða, Sjálfstæðisflokkur 53,5 og Frjálslyndir 2,2 breytist myndin ekkert fyrir Frjálslynda. Þeir fengju áfram engan mann. En vinstri flokkarnir bæta við sig manni, á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Bara með því að reikna fylgið saman, sem auðvitað segir ekkert til um fylgi Reykjavíkurlistans sjálfs - það gæti verið meira eða minna en samanlagt fylgi flokkanna - tapa Sjálfstæðismenn manni og fengju átta menn kjörna í stað níu. R-listinn fengi sjö í stað sex Um það var mikið rætt þegar fylgst var með andarslitrum Reykjavíkurlistans, var hvort með því að slíta samstarfinu væri verið að færa Sjálfstæðismönnum borgina á silfurfati. Það er líklega of sögum sagt að halda slíku fram. Hins vegar má sýna fram á, með léttum útreikningi eins og í þessari könnun, að Sjálfstæðismenn græða heilan mann á því að flokkarnir ganga sundraðir til leiks. Fyrir öllu þarf að setja hefðbundna fyrirvara. Enn eru níu mánuðir til kosninga og Sjálfstæðisflokkur hefur áður komið vel út í skoðanakönnunum, án þess að uppskera í kosningum. Ein ástæðan er hvernig stjórnmálaflokkar raðast á hægri vinstri ásinn. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn telst eini flokkurinn hægra megin við miðju, Framsókn í miðjunni og aðrir flokkar teljast yfirleitt vinstra megin við miðju. Það gæti verið erfitt að staðsetja Frjálslynda með þessum hætti, því flestir vita að forvígsmenn þess flokks komu frá Sjálfstæðisflokknum, en áherslurnar gefa til að kynna að flokkurinn sveigi til vinstri en ekki hægri. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er einn þarna á hægri vængnum er líklegra að óákveðnir skipist frekar á aðra flokka. Í sumum skoðanakönnunum er spurt; "Er líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk" og svörum svo skipt bróðurlega á milli annarra flokka. Með þessu fækkar óákveðnum og hlutfallslega fækkar kjósendum Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti samkvæmt könnuninni. En þetta gerir Fréttablaðið ekki þegar það lætur framkvæma könnun. Það er því möguleiki, að í öllum skoðanakönnunum blaðsins sé fylgi Sjálfstæðisflokksins ofmetið, í réttu hlutfalli við fjölda óákveðinna. Svanborg Sigmarsdóttir - [email protected]
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun