Smá pæling 31. ágúst 2005 00:01 Nú er Sjálfstæðisflokkurinn kominn með meirihluta í Reykjavík skv. skoðanakönnunum, eitthvað sem engum hefði dottið í hug að myndi gerast fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Þá var persónuleikasamkeppnin í toppnum, einhverskonar "Idol"-ismi yfirgnæfði alla málefnalega umræðu. Í þeirri "Idol"-keppni var Ingibjörg Sólrún borgarstjóri vinsælasti þáttakandinn og Björn Bjarnason var sá sem allir elskuðu að hata. Nú horfa málin aðeins öðruvísi við: þeir sem um þessar mundir sitja á toppnum í persónuleikaslagnum eru afskaplega litlausir persónuleikar. Steinunn Valdís er lítið í sviðsljósinu, og virðist of viðkunnanleg kona til að geta pumpað upp þá móðursýki sem umlukti Ingibjörgu. Og Gísli Marteinn hinn síbrosandi er í útliti eins og "poster child" pabbastrákana í Flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti í raun að draga sem mest úr gljáanum í kringum drenginn, kannski gefa honum kaffikrús eins og Tony Blair gengur um með til að draga ímynd sína niður á stall verkamannana sem hans flokkur þykist vinna fyrir. Vandamál allra flokkanna í þessum kosningum er að málefnalega stendur ekkert haldbært eftir sem þeir geta sýnt að hafi bætt líf borgarana. Skipulagsmálin, sem hafa verið stærsta vandamál borgarinnar í áratugi hafa ekkert breyst. Hvorki R-listinn né Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt nokkuð haldbært fram í gengdarlausri úthverfavæðingu Reykjavíkur. Síðustu "trompspil" flokkgæðinganna í skipulagsmálum er spurning um kaffihús í Hljómskálagarðinum eða Miklatúni, eitthvað sem sýnir að skilningur borgarfulltrúa á vandanum hefur ekkert batnað. R-listinn tekur á útbreiðsluvandamálinu með því að byggja eitt hús í miðborginni og segist með því vera að þétta byggð, en um leið eru 20 hús byggð í óbyggðunum á útjaðri borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn vill byggja í öðrum úthverfum en þeim sem R-listinn vill byggja í. Þéttleiki borgarinnar hefur fallið jafn hratt undir stjórn R-listans eins og undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Kaffihús hér eða þar breyta þar engu um, en í því efni ætti náttúrulega að setja kaffihús bæði í Hljómskálagarðinum og Miklatúni. Það ætti einnig að byggja Listaháskóla á jaðri Miklatúns til að fá líf í kaffihúsið og á túnið, og í Hljómskálagarðinum ætti að byggja upp hús sem sýndu sögu norrænnar byggingalistar, frá steinöld og uppúr, gestum og gangandi til fróðleiks og yndisauka. Ég hef þann draum að einhver flokkanna í þessu kapphlaupi setji fram, tveimur vikum fyrir kosningar, skipulagshugmynd sem tæki borgina með stormi. Teikningar og myndir af því hvernig þeir sæju Reykjavík í framtíðinni. Í þessu skipulagi væri brú frá Suðurgötu yfir í Álftarnesið, brú sem "hringamyndaði" borgina og einbeitti þar með þróun allra sveitafélagana á þann hring. Reykjavíkurflugvöllur yrði settur út í hraun sunnan við Hafnarfjörð og Vatnsmýrarsvæðið allt væri uppbyggð miðborgarbyggð með aldingörðum og almenningstorgum líkt og Amsterdam, Kaupmannahöfn, Barselóna eða aðrar evrópskar borgir. Flugvöllur á Lönguskerjum væri með aðflug yfir borgina og yrði feikilega dýr framkvæmd. Framtíðarbyggingarland borgarinnar yrði síðan á Álftanesi. Hætt yrði að slá grænu túnin sem liggja alls staðar eins og minnismerki hugmyndalausra skipulagsfræðnga, nema þau séu notuð af almenningi, líkt og Austurvöllurinn. Þau tún sem þá yrðu talin lyti yrðu boðin upp til þróunar fyrir byggð sem blandaði saman landslagi og lifandi byggð. Þetta skipulag sýndi svart á hvítu hvernig tekið yrði á útbreiðslu byggðarinnar af viðkomandi flokki, og hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir þéttleika borgarinnar með og án skipulagsins. En eins og með aðra drauma eru litlar líkur á uppfyllingu. Sá sannleikur að enginn stjórnmálaflokkur hefur breytt nokkru í þessum málum vekur upp þá spurningu hvort þeir hafi nokkuð vit né völd til að breyta nokkru, hvort embætti skipulagsstjóra og borgarverkfræðings séu svo valdamikil að enginn geti breytt þeim vinnuaðferðum sem þar hafa verið stunduð síðan 1960? Kv. Guðjón Erlendsson. Arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er Sjálfstæðisflokkurinn kominn með meirihluta í Reykjavík skv. skoðanakönnunum, eitthvað sem engum hefði dottið í hug að myndi gerast fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Þá var persónuleikasamkeppnin í toppnum, einhverskonar "Idol"-ismi yfirgnæfði alla málefnalega umræðu. Í þeirri "Idol"-keppni var Ingibjörg Sólrún borgarstjóri vinsælasti þáttakandinn og Björn Bjarnason var sá sem allir elskuðu að hata. Nú horfa málin aðeins öðruvísi við: þeir sem um þessar mundir sitja á toppnum í persónuleikaslagnum eru afskaplega litlausir persónuleikar. Steinunn Valdís er lítið í sviðsljósinu, og virðist of viðkunnanleg kona til að geta pumpað upp þá móðursýki sem umlukti Ingibjörgu. Og Gísli Marteinn hinn síbrosandi er í útliti eins og "poster child" pabbastrákana í Flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti í raun að draga sem mest úr gljáanum í kringum drenginn, kannski gefa honum kaffikrús eins og Tony Blair gengur um með til að draga ímynd sína niður á stall verkamannana sem hans flokkur þykist vinna fyrir. Vandamál allra flokkanna í þessum kosningum er að málefnalega stendur ekkert haldbært eftir sem þeir geta sýnt að hafi bætt líf borgarana. Skipulagsmálin, sem hafa verið stærsta vandamál borgarinnar í áratugi hafa ekkert breyst. Hvorki R-listinn né Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt nokkuð haldbært fram í gengdarlausri úthverfavæðingu Reykjavíkur. Síðustu "trompspil" flokkgæðinganna í skipulagsmálum er spurning um kaffihús í Hljómskálagarðinum eða Miklatúni, eitthvað sem sýnir að skilningur borgarfulltrúa á vandanum hefur ekkert batnað. R-listinn tekur á útbreiðsluvandamálinu með því að byggja eitt hús í miðborginni og segist með því vera að þétta byggð, en um leið eru 20 hús byggð í óbyggðunum á útjaðri borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn vill byggja í öðrum úthverfum en þeim sem R-listinn vill byggja í. Þéttleiki borgarinnar hefur fallið jafn hratt undir stjórn R-listans eins og undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Kaffihús hér eða þar breyta þar engu um, en í því efni ætti náttúrulega að setja kaffihús bæði í Hljómskálagarðinum og Miklatúni. Það ætti einnig að byggja Listaháskóla á jaðri Miklatúns til að fá líf í kaffihúsið og á túnið, og í Hljómskálagarðinum ætti að byggja upp hús sem sýndu sögu norrænnar byggingalistar, frá steinöld og uppúr, gestum og gangandi til fróðleiks og yndisauka. Ég hef þann draum að einhver flokkanna í þessu kapphlaupi setji fram, tveimur vikum fyrir kosningar, skipulagshugmynd sem tæki borgina með stormi. Teikningar og myndir af því hvernig þeir sæju Reykjavík í framtíðinni. Í þessu skipulagi væri brú frá Suðurgötu yfir í Álftarnesið, brú sem "hringamyndaði" borgina og einbeitti þar með þróun allra sveitafélagana á þann hring. Reykjavíkurflugvöllur yrði settur út í hraun sunnan við Hafnarfjörð og Vatnsmýrarsvæðið allt væri uppbyggð miðborgarbyggð með aldingörðum og almenningstorgum líkt og Amsterdam, Kaupmannahöfn, Barselóna eða aðrar evrópskar borgir. Flugvöllur á Lönguskerjum væri með aðflug yfir borgina og yrði feikilega dýr framkvæmd. Framtíðarbyggingarland borgarinnar yrði síðan á Álftanesi. Hætt yrði að slá grænu túnin sem liggja alls staðar eins og minnismerki hugmyndalausra skipulagsfræðnga, nema þau séu notuð af almenningi, líkt og Austurvöllurinn. Þau tún sem þá yrðu talin lyti yrðu boðin upp til þróunar fyrir byggð sem blandaði saman landslagi og lifandi byggð. Þetta skipulag sýndi svart á hvítu hvernig tekið yrði á útbreiðslu byggðarinnar af viðkomandi flokki, og hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir þéttleika borgarinnar með og án skipulagsins. En eins og með aðra drauma eru litlar líkur á uppfyllingu. Sá sannleikur að enginn stjórnmálaflokkur hefur breytt nokkru í þessum málum vekur upp þá spurningu hvort þeir hafi nokkuð vit né völd til að breyta nokkru, hvort embætti skipulagsstjóra og borgarverkfræðings séu svo valdamikil að enginn geti breytt þeim vinnuaðferðum sem þar hafa verið stunduð síðan 1960? Kv. Guðjón Erlendsson. Arkitekt.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun