Nýtt samskiptatæki fyrir farsíma 5. september 2005 00:01 Og Vodafone og Research in Motion (RIM) hafa ákveðið að bjóða farsímanotendum Og Vodafone á Íslandi samskiptatækið BlackBerry frá Vodafone. Og Vodafone, sem er samstarfsaðili Vodafone Group Plc., hefur einkarétt á Blackberry Vodafone vörumerkinu hér á landi og mun bjóða viðskiptavinum sínum BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v. BlackBerry er fremsta þráðlausa lausnin á markaðnum og miðar að því að tryggja aðgang að upplýsingum á skilvirkan og þægilegan hátt. Og Vodafone getur með BlackBerry viðskiptalausn sinni (BlackBerry Enterprise Solution) boðið viðskiptavinum aðgang að tölvupósti (þ.m.t. viðhengjum) sem er öruggur, stöðugur, þráðlaus og byggir á snertilausn. Þá getur tækið samþætt þjónustu fyrir síma, vafra, dagbók og aðrar upplýsingar. „Samningur okkar við RIM færir þessa heimsþekktu samskiptalausn til viðskiptavina Og Vodafone,” segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. „BlackBerry tæknin frá Vodafone hefur þótt heppnast óhemju vel þar sem henni hefur verið hleypt af stokkunum og bæði fyrirtækin hlakka til að bjóða þessa lausn á Íslandi.” Mark Guilbert, varaformaður, markaðsdeildar Research in Motion segir að BlackBerry sé þrautreynd og eftirsótt lausn sem bjóði upp á þá allra bestu upplifun sem völ sé á fyrir notendur sem vilja hafa aðgang að talþjónustu, tölvupósti og upplýsingaþjónustu um eitt þráðlaust tæki. „Okkur er mikil ánægja að því að auka samstarf okkar við Vodafone og færa þessa alþjóðlegu og árangursríku lausn til viðskiptavina Og Vodafone á Íslandi,” segir Guilbert. BlackBerry Enterprise Server hugbúnaðurinn fléttar saman Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og Novell GroupWise og vinnur með þeim kerfum fyrirtækja sem fyrir eru. Slíkt tryggir öruggan, þráðlausan aðgang að tölvupósti og öðrum gögnum fyrirtækisins um einn snertiflöt. Hvað viðkemur einstaklingum og minni fyrirtækjum þá veitir BlackBerry Internet Service notendum aðgang að allt að 10 áskriftum að tölvupósti (fyrir fyrirtæki og/eða einstaklinga) með fullri þjónustu (þ.m.t. Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og margar vinsælar netþjónustur). BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v, sem RIM hefur þróað, eru bæði „quad band“ farsímatæki (850, 900, 1800 og 1900 MHz sem samræma allar helstu GSM tíðnir og net) og veita þráðlaust aðgengi að tölvupósti, síma, dagbók, internet vafra, SMS skilaboðum og öðrum upplýsingum sem tengjast fyrirtækinu. Bæði tækin byggja á þráðlausri blátannartækni (Bluetooth) með heyrnartólum eða bílaútbúnaði. BlackBerry 7290 notar QWERTY lyklaborð en BlackBerry 7100v byggir á SureType lyklaborði sem sameinar á áhrifaríkan hátt talnaborð og QWERTY lyklaborð svo það hæfi hefðbundinni hönnun á farsímum. Í báðum tækjunum er lögð áhersla á einfaldleika svo öll notkun sé auðveld og notendavæn. Innlent Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Og Vodafone og Research in Motion (RIM) hafa ákveðið að bjóða farsímanotendum Og Vodafone á Íslandi samskiptatækið BlackBerry frá Vodafone. Og Vodafone, sem er samstarfsaðili Vodafone Group Plc., hefur einkarétt á Blackberry Vodafone vörumerkinu hér á landi og mun bjóða viðskiptavinum sínum BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v. BlackBerry er fremsta þráðlausa lausnin á markaðnum og miðar að því að tryggja aðgang að upplýsingum á skilvirkan og þægilegan hátt. Og Vodafone getur með BlackBerry viðskiptalausn sinni (BlackBerry Enterprise Solution) boðið viðskiptavinum aðgang að tölvupósti (þ.m.t. viðhengjum) sem er öruggur, stöðugur, þráðlaus og byggir á snertilausn. Þá getur tækið samþætt þjónustu fyrir síma, vafra, dagbók og aðrar upplýsingar. „Samningur okkar við RIM færir þessa heimsþekktu samskiptalausn til viðskiptavina Og Vodafone,” segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. „BlackBerry tæknin frá Vodafone hefur þótt heppnast óhemju vel þar sem henni hefur verið hleypt af stokkunum og bæði fyrirtækin hlakka til að bjóða þessa lausn á Íslandi.” Mark Guilbert, varaformaður, markaðsdeildar Research in Motion segir að BlackBerry sé þrautreynd og eftirsótt lausn sem bjóði upp á þá allra bestu upplifun sem völ sé á fyrir notendur sem vilja hafa aðgang að talþjónustu, tölvupósti og upplýsingaþjónustu um eitt þráðlaust tæki. „Okkur er mikil ánægja að því að auka samstarf okkar við Vodafone og færa þessa alþjóðlegu og árangursríku lausn til viðskiptavina Og Vodafone á Íslandi,” segir Guilbert. BlackBerry Enterprise Server hugbúnaðurinn fléttar saman Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og Novell GroupWise og vinnur með þeim kerfum fyrirtækja sem fyrir eru. Slíkt tryggir öruggan, þráðlausan aðgang að tölvupósti og öðrum gögnum fyrirtækisins um einn snertiflöt. Hvað viðkemur einstaklingum og minni fyrirtækjum þá veitir BlackBerry Internet Service notendum aðgang að allt að 10 áskriftum að tölvupósti (fyrir fyrirtæki og/eða einstaklinga) með fullri þjónustu (þ.m.t. Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og margar vinsælar netþjónustur). BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v, sem RIM hefur þróað, eru bæði „quad band“ farsímatæki (850, 900, 1800 og 1900 MHz sem samræma allar helstu GSM tíðnir og net) og veita þráðlaust aðgengi að tölvupósti, síma, dagbók, internet vafra, SMS skilaboðum og öðrum upplýsingum sem tengjast fyrirtækinu. Bæði tækin byggja á þráðlausri blátannartækni (Bluetooth) með heyrnartólum eða bílaútbúnaði. BlackBerry 7290 notar QWERTY lyklaborð en BlackBerry 7100v byggir á SureType lyklaborði sem sameinar á áhrifaríkan hátt talnaborð og QWERTY lyklaborð svo það hæfi hefðbundinni hönnun á farsímum. Í báðum tækjunum er lögð áhersla á einfaldleika svo öll notkun sé auðveld og notendavæn.
Innlent Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira