Davíð farinn 8. september 2005 00:01 Jæja, þá er Davíð Oddsson bara að hætta. Einhvern tíma hefði sú fregn vakið mér meiri tilfinningar en núna. Einhvern tíma hefði ég meira að segja talið ástæðu til að fagna þessari fregn nokkuð vel – það var áður en við Davíð gerðumst báðir gamlir og ráðsettir og þarf meira en lítið til að róta okkur. Nú á ég í mesta basli með að finna ástæðu til að setja saman heilan pistil um Davíð – nú nenni ég því hreinlega varla lengur. Enda finnst mér ég hafa nóg sagt um Davíð gegnum tíðina, inn í hverri tölvu sem ég hef komið nálægt þessi síðustu fjórtán ár – síðan hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra – þá úir allt og grúir af pistlum og ræðustúfum um Davíð og mér fór líka snemma að blöskra allur sá vaðall. Strax árið 1994 þá sé ég að einn pistil sem ég flutti þá í Ríkisútvarpið Rás 2 ber heitið “Pistill númer 354 um Davíð” og þótt ekki skuli taka þá tölu hátíðlega þá er nafnið til marks um að jafnvel þá hefur mér þótt nóg um. En síðan eru liðin ellefu ár. Ellefu ár, kona góð, ellefu ár, og allt vaðandi í Davíð! En nú er sú stund sem sagt upprunninn sem ég hef líklega svo oft óskað eftir í þessum pistlum – því það verður að segjast að stór meirihluti pistlanna verður að skoða sem gagnrýni á Davíð og það jafnvel harða gagnrýni, og oftar en ekki hefði ég krafist tafarlausrar afsagnar Davíðs ef ég hefði ímyndað mér að hann myndi hlusta . . . En sumsé núna, þegar þessi stund er upprunnin að Davíð er að hætta, þá langar mig allt í einu ekkert voðalega margt að segja. Jújú, ég get alveg viðurkennt og hef reyndar oft gert það gegnum alla þessa tíð og alla þessa pistla, að Davíð var að mörgu leyti merkur stjórnmálamaður. Auðvitað er fjarri öllum sanni að hann hafi á einhvern hátt prívat og persónulega “fært okkur Íslendingum frelsið” eins og aðdáendur hans taka gjarnan til orða, og eiga reyndar við frelsi á peningamarkaði fyrst og fremst (pólitískt frelsi var honum ekki áhugamál, né lét hann sig andlegt frelsi miklu varða) – það peningalega frelsi kom umfram allt utanlands frá, með þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu og Davíð verður ekkert meiri maður þótt reynt sé að eigna honum það sem hann á ekki. En hitt má hann eiga að hann stóð að ýmsu leyti vel að þeim málum öllum. Að minnsta kosti framan af – það á svo eftir að koma í ljós nákvæmlega hvaða þátt hann átti, beinan eða óbeinan, í þeim hremmingum sem það hið sama frelsi lenti í undir lokin og er nú til frægrar meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. En þótt hið góða sem Davíð gjörði sé á allra vitorði, og kannski ástæðulaust annað en hann fái að kveðja kurteislega – enda hafði maðurinn mikla persónutöfra og vissulega ágæta kosti sem manneskja - þá þykir mér eigi að síður jafn ástæðulaust að draga hér og nú einhverja fjöður yfir hitt sem miður fór við stjórn Davíðs á þessu landi. Og fólst einkum í tvennu – hinu fyrra að lengst af var hann með réttu gagnrýndur fyrir að veita þeim sem minni máttar eru í samfélaginu ekki nægjanlega greiðan aðgang að því góðæri sem lengst af hefur ríkt á valdatíma hans – og hið síðara lýtur að sjálfri valdstjórn hans. Þótt það sé plagsiður aðdáenda Davíðs, og Hannes Hólmsteinn endurtaki það til að mynda eins og möntru hvenær sem hann kemur því við, að einkenni á valdstjórn Davíðs sé að hann hafi alltaf leitast við að minnka vald sitt – þá er það einfaldlega bull. Davíð naut valdsins og það sem verra er – hann fór ekki nógu vel með það. Því það vald var orðið ógnarlega mikið þegar hæst lét og þótt nokkuð hafi Davíð slakað á klónni síðustu misseri, síðan hann lét Halldór Ásgrímsson kúga af sér forsætisráðherrastólinn, þá er ástæðulaust annað en hafa enn um sinn bak við eyrað hvernig ástandið var orðið á sínum tíma. Þegar óttinn við Davíð var eins og lamandi hönd, í samfélaginu öllu. Og ótrúlegustu menn þorðu ekki að anda út úr sér neinu sem ef til vill hugsanlega kannski mátti skilja sem andstöðu við hann, eða mótþróa. Gleymum því ekki strax, þótt við kveðjum manninn kurteislega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Á kassanum Illugi Jökulsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Jæja, þá er Davíð Oddsson bara að hætta. Einhvern tíma hefði sú fregn vakið mér meiri tilfinningar en núna. Einhvern tíma hefði ég meira að segja talið ástæðu til að fagna þessari fregn nokkuð vel – það var áður en við Davíð gerðumst báðir gamlir og ráðsettir og þarf meira en lítið til að róta okkur. Nú á ég í mesta basli með að finna ástæðu til að setja saman heilan pistil um Davíð – nú nenni ég því hreinlega varla lengur. Enda finnst mér ég hafa nóg sagt um Davíð gegnum tíðina, inn í hverri tölvu sem ég hef komið nálægt þessi síðustu fjórtán ár – síðan hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra – þá úir allt og grúir af pistlum og ræðustúfum um Davíð og mér fór líka snemma að blöskra allur sá vaðall. Strax árið 1994 þá sé ég að einn pistil sem ég flutti þá í Ríkisútvarpið Rás 2 ber heitið “Pistill númer 354 um Davíð” og þótt ekki skuli taka þá tölu hátíðlega þá er nafnið til marks um að jafnvel þá hefur mér þótt nóg um. En síðan eru liðin ellefu ár. Ellefu ár, kona góð, ellefu ár, og allt vaðandi í Davíð! En nú er sú stund sem sagt upprunninn sem ég hef líklega svo oft óskað eftir í þessum pistlum – því það verður að segjast að stór meirihluti pistlanna verður að skoða sem gagnrýni á Davíð og það jafnvel harða gagnrýni, og oftar en ekki hefði ég krafist tafarlausrar afsagnar Davíðs ef ég hefði ímyndað mér að hann myndi hlusta . . . En sumsé núna, þegar þessi stund er upprunnin að Davíð er að hætta, þá langar mig allt í einu ekkert voðalega margt að segja. Jújú, ég get alveg viðurkennt og hef reyndar oft gert það gegnum alla þessa tíð og alla þessa pistla, að Davíð var að mörgu leyti merkur stjórnmálamaður. Auðvitað er fjarri öllum sanni að hann hafi á einhvern hátt prívat og persónulega “fært okkur Íslendingum frelsið” eins og aðdáendur hans taka gjarnan til orða, og eiga reyndar við frelsi á peningamarkaði fyrst og fremst (pólitískt frelsi var honum ekki áhugamál, né lét hann sig andlegt frelsi miklu varða) – það peningalega frelsi kom umfram allt utanlands frá, með þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu og Davíð verður ekkert meiri maður þótt reynt sé að eigna honum það sem hann á ekki. En hitt má hann eiga að hann stóð að ýmsu leyti vel að þeim málum öllum. Að minnsta kosti framan af – það á svo eftir að koma í ljós nákvæmlega hvaða þátt hann átti, beinan eða óbeinan, í þeim hremmingum sem það hið sama frelsi lenti í undir lokin og er nú til frægrar meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. En þótt hið góða sem Davíð gjörði sé á allra vitorði, og kannski ástæðulaust annað en hann fái að kveðja kurteislega – enda hafði maðurinn mikla persónutöfra og vissulega ágæta kosti sem manneskja - þá þykir mér eigi að síður jafn ástæðulaust að draga hér og nú einhverja fjöður yfir hitt sem miður fór við stjórn Davíðs á þessu landi. Og fólst einkum í tvennu – hinu fyrra að lengst af var hann með réttu gagnrýndur fyrir að veita þeim sem minni máttar eru í samfélaginu ekki nægjanlega greiðan aðgang að því góðæri sem lengst af hefur ríkt á valdatíma hans – og hið síðara lýtur að sjálfri valdstjórn hans. Þótt það sé plagsiður aðdáenda Davíðs, og Hannes Hólmsteinn endurtaki það til að mynda eins og möntru hvenær sem hann kemur því við, að einkenni á valdstjórn Davíðs sé að hann hafi alltaf leitast við að minnka vald sitt – þá er það einfaldlega bull. Davíð naut valdsins og það sem verra er – hann fór ekki nógu vel með það. Því það vald var orðið ógnarlega mikið þegar hæst lét og þótt nokkuð hafi Davíð slakað á klónni síðustu misseri, síðan hann lét Halldór Ásgrímsson kúga af sér forsætisráðherrastólinn, þá er ástæðulaust annað en hafa enn um sinn bak við eyrað hvernig ástandið var orðið á sínum tíma. Þegar óttinn við Davíð var eins og lamandi hönd, í samfélaginu öllu. Og ótrúlegustu menn þorðu ekki að anda út úr sér neinu sem ef til vill hugsanlega kannski mátti skilja sem andstöðu við hann, eða mótþróa. Gleymum því ekki strax, þótt við kveðjum manninn kurteislega.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun