Gæti orðið keppinautur Flugleiða 14. september 2005 00:01 Viðræður hefjast í dag um að FL Group, móðurfélag Flugleiða, kaupi dönsku flugfélögin Sterling og Maersk af eignarhaldsfélaginu Fons eins og greint var frá á Vísi í morgun. Sterling gæti orðið skæður keppinautur Flugleiða. Viðræður hefjast í dag og því er framvinda málsins með öllu óljós á þessu stigi. Tilkynnt var um viðræðurnar sama dag og formlega var gengið frá kaupum Sterling á Maersk-flugfélaginu í Kaupmannahöfn í gær. Dönsk blöð greina frá því að í kjölfarið verði hátt í 300 starfsmönnum beggja félaganna sagt upp vegna samlegðaráhrifa. Jafnframt að verulega hafi dregið úr taprekstri Sterling á síðasta ári og að reksturinn sé kominn í gott jafnvægi það sem af er þessu ári. Sterling flýgur til 90 áfangastaða víða um Evrópu og þegar hefur komið fram að nýir eigendur félagsins hafa áhuga á að hefja Ameríkuflug og bjóða upp á þessa tengiflugsmöguleika um Evrópu. En þeir gætu rétt eins nýst Flugleiðum á sama hátt í tengslum við Norður-Atlantshafsflug félagsins. Ef ekki yrði af kaupum FL Group á Sterling gæti Sterling þannig orðið skæður keppinautur á þeirri leið. Pálmi Haraldsson, einn aðaleigandi Fons og þar með Sterling, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í morgun að fleiri en FL Group hefðu sýnt áhuga á að kaupa Sterling og væri öll framvinda mála óljós á þessu stigi. Þá greina dönsk blöð frá því í morgun að SAS-flugfélagið hafi áhuga á að kaupa vöruflutningaþátt Maersk-félagsins út úr Sterling. Ekki náðist í Hannes Smárason, stjórnarformann FL Group, fyrir hádegisfréttir. Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Viðræður hefjast í dag um að FL Group, móðurfélag Flugleiða, kaupi dönsku flugfélögin Sterling og Maersk af eignarhaldsfélaginu Fons eins og greint var frá á Vísi í morgun. Sterling gæti orðið skæður keppinautur Flugleiða. Viðræður hefjast í dag og því er framvinda málsins með öllu óljós á þessu stigi. Tilkynnt var um viðræðurnar sama dag og formlega var gengið frá kaupum Sterling á Maersk-flugfélaginu í Kaupmannahöfn í gær. Dönsk blöð greina frá því að í kjölfarið verði hátt í 300 starfsmönnum beggja félaganna sagt upp vegna samlegðaráhrifa. Jafnframt að verulega hafi dregið úr taprekstri Sterling á síðasta ári og að reksturinn sé kominn í gott jafnvægi það sem af er þessu ári. Sterling flýgur til 90 áfangastaða víða um Evrópu og þegar hefur komið fram að nýir eigendur félagsins hafa áhuga á að hefja Ameríkuflug og bjóða upp á þessa tengiflugsmöguleika um Evrópu. En þeir gætu rétt eins nýst Flugleiðum á sama hátt í tengslum við Norður-Atlantshafsflug félagsins. Ef ekki yrði af kaupum FL Group á Sterling gæti Sterling þannig orðið skæður keppinautur á þeirri leið. Pálmi Haraldsson, einn aðaleigandi Fons og þar með Sterling, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í morgun að fleiri en FL Group hefðu sýnt áhuga á að kaupa Sterling og væri öll framvinda mála óljós á þessu stigi. Þá greina dönsk blöð frá því í morgun að SAS-flugfélagið hafi áhuga á að kaupa vöruflutningaþátt Maersk-félagsins út úr Sterling. Ekki náðist í Hannes Smárason, stjórnarformann FL Group, fyrir hádegisfréttir.
Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira