Skuldir heimilanna vaxið um 19% 15. september 2005 00:01 Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um 157 milljarða á einu ári, eða um heil nítján prósent. Þá eru yfirdráttarlán ívið hærri en þau voru áður en bankarnir fóru að bjóða nýju húsnæðislánin í ágúst á síðasta ári. Margir hafa nýtt sér þann kost eftir að bankarnir fóru að bjóða ný húsnæðislán, að endurfjármagna gömul lán í húsnæðiskerfi bankanna og lækka greiðslubyrði sína til muna. Það hefur þó síst dregið úr yfirdráttarlánunum sem eru ein dýrustu lán sem fólk getur tekið og bera tæplega nítján prósent vexti. Heimilin skulduðu 966,5 milljarða í júní en 813 milljarða á sama tíma fyrir rúmu ári. Skuldirnar hafa því vaxið um 157 milljarða, eða nítján prósent. Af þessum skuldum heimilanna voru rúmir 67 milljarðar yfirdráttarlán. Upphæðin sveiflast allmikið milli mánaða til hækkunar og lækkunar. Alþýðusambandið hefur þó reiknað út að yfirdráttarlán heimilanna séu nú rúmum ellefu prósentum hærri en þau voru þegar þau lækkuðu mest út af nýju húsnæðislánunum. Fara þarf aftur til ársins 1999 til að finna jafn mikla skuldasöfnun á jafn löngum tíma. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir þessa útlánaþróun mikið áhyggjuefni. Hún sé óhófleg og bankinn hafi haft áhyggjur af máinu í þónokkurn tíma. Hún torveldi hagstjórn og sé mikill verðbólguvaldur. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga fari upp undir átta prósent árið 2007. Viðskiptahallinn aukist einnig hratt og stefni í þrettán prósent á þessu ári og enn meira á næsta ári. Þetta þrýsti á lækkun krónunnar sem að öllum líkindum lækki um allt að fjórðung á næstu tveimur árum. Eiríkur segir að Seðlabankinn geri sitt besta til að ná sínu verðbólgumarkmiði sem sé 2,5 prósent til lengdar. Það sé hins vegar áhyggjuefni ef einhver trúi því að verðbólgan verði átta prósent eða meiri. Eiríkur segist þó ekki leggja trúnað á það. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um 157 milljarða á einu ári, eða um heil nítján prósent. Þá eru yfirdráttarlán ívið hærri en þau voru áður en bankarnir fóru að bjóða nýju húsnæðislánin í ágúst á síðasta ári. Margir hafa nýtt sér þann kost eftir að bankarnir fóru að bjóða ný húsnæðislán, að endurfjármagna gömul lán í húsnæðiskerfi bankanna og lækka greiðslubyrði sína til muna. Það hefur þó síst dregið úr yfirdráttarlánunum sem eru ein dýrustu lán sem fólk getur tekið og bera tæplega nítján prósent vexti. Heimilin skulduðu 966,5 milljarða í júní en 813 milljarða á sama tíma fyrir rúmu ári. Skuldirnar hafa því vaxið um 157 milljarða, eða nítján prósent. Af þessum skuldum heimilanna voru rúmir 67 milljarðar yfirdráttarlán. Upphæðin sveiflast allmikið milli mánaða til hækkunar og lækkunar. Alþýðusambandið hefur þó reiknað út að yfirdráttarlán heimilanna séu nú rúmum ellefu prósentum hærri en þau voru þegar þau lækkuðu mest út af nýju húsnæðislánunum. Fara þarf aftur til ársins 1999 til að finna jafn mikla skuldasöfnun á jafn löngum tíma. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir þessa útlánaþróun mikið áhyggjuefni. Hún sé óhófleg og bankinn hafi haft áhyggjur af máinu í þónokkurn tíma. Hún torveldi hagstjórn og sé mikill verðbólguvaldur. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga fari upp undir átta prósent árið 2007. Viðskiptahallinn aukist einnig hratt og stefni í þrettán prósent á þessu ári og enn meira á næsta ári. Þetta þrýsti á lækkun krónunnar sem að öllum líkindum lækki um allt að fjórðung á næstu tveimur árum. Eiríkur segir að Seðlabankinn geri sitt besta til að ná sínu verðbólgumarkmiði sem sé 2,5 prósent til lengdar. Það sé hins vegar áhyggjuefni ef einhver trúi því að verðbólgan verði átta prósent eða meiri. Eiríkur segist þó ekki leggja trúnað á það.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira