Þvers og kruss eða hvað? Hafliði Helgason skrifar 23. september 2005 00:01 Reglulega skjóta tvær kenningar um hlutabréfamarkað upp kollinum. Önnur er sú að krosseignarhald sér ríkjandi á markaðnum. Hin er sú að bankarnir haldi uppi verði hlutabréfa af því að þeir hafi mikla hagsmuni af því að halda því háu. Krosseignarhald felst í því að fyrirtæki A og B eiga afgerandi hlut í hvort öðru. Hækkun á gengi A kemur fram sem hagnaður í fyrirtæki B. B hækkar af þeim sökum í verði og við það verður til hagnaður í A sem hækkar þá af þeim sökum líka. Þetta getur myndað hækkunarspíral á bjartsýnum markaði og hruni á svartsýnum markaði. Þessum kenningum fylgir gjarnan sú ályktun að hátt verð hlutabréfa sé bóla og muni springa fljótlega. Þessi skoðun er búin að vera áberandi öðru hvoru vel á annað ár. Þeir sem hafa trúað kenningunni hafa misst af gullnum tækifærum til að ávaxta sitt pund vel á hlutabréfamarkaði undanfarin misser. Nýlega birti Blaðið leiðara þar sem spáð var hruni á hlutabréfamarkaði. Ekki voru færð rök fyrir þeirri fullyrðingu önnur en þau að verð hlutabréfa hefði hækkað mikið. Það sem hækkaði mikið hlyti að lækka. Þess vegna myndi hlutabréfaverð lækka. Hlutabréfamarkaðir sveiflast, svo mikið er víst. Sá sem alltaf spáir lækkun mun auðvitað hafa rétt fyrir sér á endanum, en hann mun líklega hafa oft rangt fyrir sér. Landsbankinn birti í vikunni efnahagsspá sína fyrir næstu ár. Það var fróðleg lesining og auk hagfræðings greiningardeildar bankans, Björns Rúnars Guðmundssonar hélt Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs bankans erindi á kynningarfundi hagspárinnar. Yngvi skoðaði kenningarnar um krosseignarhaldið og þá kenningu að bankarnir héldu uppi hlutabréfaverði með kaupum. . Yngvi skoðaði eignir fyrirtækja í Kauphöllinni hvert í öðru. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að slíkt eignarhald er fremur lítið á íslenska markaðnum og hætta á ofrisi og hruni vegna krosseignarhalds er því óveruleg. Hin kenningin um að bankarnir hafi spennt upp verðið með miklum kaupum virðist heldur ekki halda vatni. Hlutdeild bankanna á markaði hefur ekki aukist. Bankarnir hafa reyndar hagnast vel á hækkandi markaði, en þeir hafa ekki verið að auka hlutfallsleg kaup sín. Helstu skýringar hækkana að undanförnu virðast vera aukinn hagnaður fyrirtækja og útrás í viðskiptalífinu. Ef útrásin tekst vel og fyrirtækin ná að láta hagnað sinn vaxa í takt við aukin umsvif, þá stendur núverandi gengi vel undir sér. Ef það tekst ekki, þá mun markaðurinn lækka. Hin ástæðan er líklega sú að við erum að nálgast topp þessrar hagsveiflu. Hlutabréfaverð nær gjarnan hápunkti áður en raunverulegum toppi hagsveiflu er náð og byrjar gjarnan að hækka á ný áður en hagsveiflan nær botni. Það sem hefur líklega áhrif á það hér á landi er að fyrirtæki í Kauphöllinni eru með stóran hluta tekna sinna erlendis. Afkoma þeirra ræðst því að töluverðu leyti af hagsveiflunni annars staðar en hér. Hlutabréf eru og verða áhættufjárfesting og þeir sem ekki eru búnir undir það að fá neikvæða ávöxtun yfir einhver tímabil er ráðið frá að kaupa hlutabréf. Menn geta auðvitað spáð því að markaður muni lækka, en þeir sem það gera verða að sækja sér rök fyrir því í annað en að krosseignarhald keyri upp markaðinn, eða að bankarnir séu að dunda sér við að hækka verðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega skjóta tvær kenningar um hlutabréfamarkað upp kollinum. Önnur er sú að krosseignarhald sér ríkjandi á markaðnum. Hin er sú að bankarnir haldi uppi verði hlutabréfa af því að þeir hafi mikla hagsmuni af því að halda því háu. Krosseignarhald felst í því að fyrirtæki A og B eiga afgerandi hlut í hvort öðru. Hækkun á gengi A kemur fram sem hagnaður í fyrirtæki B. B hækkar af þeim sökum í verði og við það verður til hagnaður í A sem hækkar þá af þeim sökum líka. Þetta getur myndað hækkunarspíral á bjartsýnum markaði og hruni á svartsýnum markaði. Þessum kenningum fylgir gjarnan sú ályktun að hátt verð hlutabréfa sé bóla og muni springa fljótlega. Þessi skoðun er búin að vera áberandi öðru hvoru vel á annað ár. Þeir sem hafa trúað kenningunni hafa misst af gullnum tækifærum til að ávaxta sitt pund vel á hlutabréfamarkaði undanfarin misser. Nýlega birti Blaðið leiðara þar sem spáð var hruni á hlutabréfamarkaði. Ekki voru færð rök fyrir þeirri fullyrðingu önnur en þau að verð hlutabréfa hefði hækkað mikið. Það sem hækkaði mikið hlyti að lækka. Þess vegna myndi hlutabréfaverð lækka. Hlutabréfamarkaðir sveiflast, svo mikið er víst. Sá sem alltaf spáir lækkun mun auðvitað hafa rétt fyrir sér á endanum, en hann mun líklega hafa oft rangt fyrir sér. Landsbankinn birti í vikunni efnahagsspá sína fyrir næstu ár. Það var fróðleg lesining og auk hagfræðings greiningardeildar bankans, Björns Rúnars Guðmundssonar hélt Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs bankans erindi á kynningarfundi hagspárinnar. Yngvi skoðaði kenningarnar um krosseignarhaldið og þá kenningu að bankarnir héldu uppi hlutabréfaverði með kaupum. . Yngvi skoðaði eignir fyrirtækja í Kauphöllinni hvert í öðru. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að slíkt eignarhald er fremur lítið á íslenska markaðnum og hætta á ofrisi og hruni vegna krosseignarhalds er því óveruleg. Hin kenningin um að bankarnir hafi spennt upp verðið með miklum kaupum virðist heldur ekki halda vatni. Hlutdeild bankanna á markaði hefur ekki aukist. Bankarnir hafa reyndar hagnast vel á hækkandi markaði, en þeir hafa ekki verið að auka hlutfallsleg kaup sín. Helstu skýringar hækkana að undanförnu virðast vera aukinn hagnaður fyrirtækja og útrás í viðskiptalífinu. Ef útrásin tekst vel og fyrirtækin ná að láta hagnað sinn vaxa í takt við aukin umsvif, þá stendur núverandi gengi vel undir sér. Ef það tekst ekki, þá mun markaðurinn lækka. Hin ástæðan er líklega sú að við erum að nálgast topp þessrar hagsveiflu. Hlutabréfaverð nær gjarnan hápunkti áður en raunverulegum toppi hagsveiflu er náð og byrjar gjarnan að hækka á ný áður en hagsveiflan nær botni. Það sem hefur líklega áhrif á það hér á landi er að fyrirtæki í Kauphöllinni eru með stóran hluta tekna sinna erlendis. Afkoma þeirra ræðst því að töluverðu leyti af hagsveiflunni annars staðar en hér. Hlutabréf eru og verða áhættufjárfesting og þeir sem ekki eru búnir undir það að fá neikvæða ávöxtun yfir einhver tímabil er ráðið frá að kaupa hlutabréf. Menn geta auðvitað spáð því að markaður muni lækka, en þeir sem það gera verða að sækja sér rök fyrir því í annað en að krosseignarhald keyri upp markaðinn, eða að bankarnir séu að dunda sér við að hækka verðið.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun