Avion næstframsæknast í Evrópu 15. október 2005 00:01 Avion Group er annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu í ár samkvæmt lista evrópskra samtaka yfir fyrirtæki sem eru í hvað örustum vexti. Sex önnur íslensk fyrirtæki komast á listann. Listinn sem um ræðir hefur verið tekinn saman undanfarin tíu ár en að honum standa samtökin Europe´s Entrepreneurs for Growth sem hefur aðstetur í Brussel. Við röðun á listann er horft til þess hversu mikill vöxtur fyrirtækja hafi verið á síðustu þremur árum og var Avion Group valið úr hópi þúsunda fyrirtækja frá 18 Evrópulöndum sem uppfyltu ströng skilyrði um stöðugan vöxt. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin á listanum auk ýmissa verðlauna í undirflokkum. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, segir verðlaunin hafa mikla þýðingu. Þetta sé ákveðin viðurkenning sem sýni að fyrirtækið sé á réttri braut og að eftir því sé tekið annars staðar. Það sé alltaf mjög ánægjulegt fyrir þá sem að þessum hlutum starfa, bæði hann og samstarfsmenn hans hjá fyrirtækinu. Aðspurður hvort hann telji að Avion Group geti nýtt verðlaunin á einhvern hátt í sínum viðskiptum eða útrás segir Magnús að þessar fréttir berist víða og verðlaunin veiti aukna viðurkenningu á því að Avion sé orðið stórt og virt fyrirtæki í sínum geira. Þetta efli fyrirækið heilmikið og krafturinn, sem hafi verið mikill fyrir, minnki ekki við þetta. Avion Group er fyrsta íslenska fyrirtækið sem nær svo ofarlega á listanum sem nefndur er Europe's 500, en auk þess eru sex önnur íslensk fyrirtæki á listanum. Það eru Actavis Group sem er í 23. sæti, Kögun í 80. sæti, Creditinfo Group í 103. sæti, Opin Kerfi Group í 136. sæti, Tölvumyndir í 179. sæti og Össur í 185. sæti. Verðlaunin verða veitt formlega þann 19. nóvember í Barcelona og meðal heiðursgesta á verðalaunaafhendingunni verða Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Josep Borrell, forseti Evrópuþingsins. Avion Group hóf starfsemi í upphafi árs og starfa hátt í 5.000 manns hjá félaginu á 85 starfsstöðvum um allan heim. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Avion Group er annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu í ár samkvæmt lista evrópskra samtaka yfir fyrirtæki sem eru í hvað örustum vexti. Sex önnur íslensk fyrirtæki komast á listann. Listinn sem um ræðir hefur verið tekinn saman undanfarin tíu ár en að honum standa samtökin Europe´s Entrepreneurs for Growth sem hefur aðstetur í Brussel. Við röðun á listann er horft til þess hversu mikill vöxtur fyrirtækja hafi verið á síðustu þremur árum og var Avion Group valið úr hópi þúsunda fyrirtækja frá 18 Evrópulöndum sem uppfyltu ströng skilyrði um stöðugan vöxt. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin á listanum auk ýmissa verðlauna í undirflokkum. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, segir verðlaunin hafa mikla þýðingu. Þetta sé ákveðin viðurkenning sem sýni að fyrirtækið sé á réttri braut og að eftir því sé tekið annars staðar. Það sé alltaf mjög ánægjulegt fyrir þá sem að þessum hlutum starfa, bæði hann og samstarfsmenn hans hjá fyrirtækinu. Aðspurður hvort hann telji að Avion Group geti nýtt verðlaunin á einhvern hátt í sínum viðskiptum eða útrás segir Magnús að þessar fréttir berist víða og verðlaunin veiti aukna viðurkenningu á því að Avion sé orðið stórt og virt fyrirtæki í sínum geira. Þetta efli fyrirækið heilmikið og krafturinn, sem hafi verið mikill fyrir, minnki ekki við þetta. Avion Group er fyrsta íslenska fyrirtækið sem nær svo ofarlega á listanum sem nefndur er Europe's 500, en auk þess eru sex önnur íslensk fyrirtæki á listanum. Það eru Actavis Group sem er í 23. sæti, Kögun í 80. sæti, Creditinfo Group í 103. sæti, Opin Kerfi Group í 136. sæti, Tölvumyndir í 179. sæti og Össur í 185. sæti. Verðlaunin verða veitt formlega þann 19. nóvember í Barcelona og meðal heiðursgesta á verðalaunaafhendingunni verða Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Josep Borrell, forseti Evrópuþingsins. Avion Group hóf starfsemi í upphafi árs og starfa hátt í 5.000 manns hjá félaginu á 85 starfsstöðvum um allan heim.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira