Geðstirður grínisti 23. október 2005 17:57 Ræða Davíðs - Ólafur Hannibalsson Davíð Oddsson fékk stórkostlegt tækifæri til að hefja sig yfir stund og stað þegar hann kvaddi flokk sinn og landstjórnina á fjölmennum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hann gat rifjað upp langan og að mörgu leyti glæsilegan feril, sem hann og gerði. Hann hefði getað haldið áfram á svipuðum nótum með því að bregða upp fyrir samflokksmönnum sínum og eftirfylgjendum í stjórn flokksins bjartri framtíðarsýn, sem fram undan gæti verið, ef sæmilega tekst til að greiða úr því jafnvægisleysi, sem við blasir í efnahagsmálum. Í staðinn kaus hann undir lok ræðunnar að lúta lágt og grípa handfylli sína af leðju og sletta í allar áttir. „Dæmigerður Davíð", sagði þingheimur og hló holum dósahlátri á viðeigandi stöðum. „Þegar Davíð Oddsson kom fram á sjónarsviðið á vettvangi Sjálfstæðisflokksins snemma á áttunda áratugnum vakti hann athygli fyrir óvenjulega og einstæða kímnigáfu", segir Styrmir Gunnarsson í þætti sínum um hann í bókinni Forsætisráðherrar Íslands, sem út kom að tilstuðlan forsætisráðuneytisins í tilefni af 100 ára afmæli íslenskrar heimastjórnar. Og rétt er það. Davíð gat verið skemmtilega ósvífinn og illkvittinn, að maður segi ekki kvikindislegur, hér á árum áður. Lýsingarorðið skemmtilega er fyrir löngu horfið úr þessari upptalningu. Skólabróðir hans frá mennta- og háskólaárum komst reyndar einhverntíma svo að orði að ræðustíll Davíðs krefðist þess að áheyrendur séu fyrirfram á hans bandi. „Þegar á móti blæs falla brandarar hans flatir, detta niður dauðir." Þjóðsagan um húmoristann hefur samt reynst lífseig og við brottför hans er fjölmiðlafólk enn að tala um orðheppnina og skopskynið þótt býsna langt sé síðan síðast örlaði á þessum eiginleikum á opinberum vettvangi. Í stað þess hreytir hann ónotum í alla sem dirfast að vera honum ósammála eða leyfa sér að standa í vegi fyrir fyrirætlunum hans, sem síðustu árin hafa orðið æ veruleikafirrt-ari. Vinum Davíðs er tamt að líkja honum við Ólaf Thors. Fjandvinur hans Albert Guðmundsson var þó á annarri skoðun: „Ég kynntist Ólafi Thors nokkuð og þeir eru ólíkir menn, Davíð og hann. Það eina sem ég get séð að þeir eigi sammerkt er húmorinn." Í áðurnefndum sagnaþætti minnist Styrmir á viðskilnað Ólafs Thors við flokk og landstjórn í nóvembermánuði 1963. „Það -stefndi í stórstríð á vinnumarkaðnum og viðreisnarstjórnin lagði fram lagafrumvarp sem bannaði fyrirsjáanlegt verkfall. Þegar komið var að atkvæðagreiðslu við lok þriðju umræðu í efri deild urðu þáttaskil. Ólafur Thors, þáverandi forsætisráðherra, gekk í ræðustól og lagði til að atkvæðagreiðslu yrði frestað." Hann hafði kvöldið áður reynt til þrautar að ná sáttum við forkólfa verkalýðsins um framhald málsins og tekist það. Hætt var við lagasetninguna og verkalýðshreyfingin frestaði aðgerðum. „Í kjölfarið hætti Ólafur Thors afskiptum af stjórnmálum og gekk út af hinu pólitíska sviði með friði. Bjarni Benediktsson tók við og gerði júnísamningana 1964, sem slógu þann tón, sem ríkti í samskiptum viðreisnarstjórnar og verkalýðshreyfingar til loka viðreisnartímabils." „Davíð Oddsson og hans kynslóð taldi tímabært að taka upp nýjar starfsaðferðir," segir Styrmir, og telur þær aðferðir hafa skilað árangri framan af. „Það var fyrst undir lok þriðja kjörtímabils Davíðs sem forsætisráðherra að spurningar fóru að vakna um hvort sá stíll, sem gefist hafði honum svo vel í tvo áratugi, væri að renna sitt skeið á enda þegar andstæðingar hans fóru að halda því fram að í þeim stjórnunarstíl fælist í raun geðþótti og valdahroki." Andstæðurnar eru ljósar: Ólafur fór af sviðinu með friði, Davíð með ófriði. Sömu dagana kvaddi Kjell Magne Bondevik þjóð sína með stæl, eftir að hafa tapað kosningum. Davíð, sem sjálfviljugur valdi sinn útgöngutíma, eftirlét eftirmönnum sínum tvö ófriðarbál, sem hann hafði sjálfur magnað og kynt: fjölmiðlamálið og stjórnarskrármálið. Í viðhafnarkálfi, sem Morgunblaðið gaf út í Pyongyong Times-stíl taldi hann fyrirliggjandi samkomulag flokkanna í fjölmiðlamáli „verra en ekkert." Og í landsfundarræðunni hélt hann enn fram kolbrengluðum hugmyndum sínum um það „tilræði við þingræðið", sem höfundar lýðveldisstjórnarskrárinnar hefðu fengið embætti forseta Íslands í hendur með 26. grein stjórnarskrárinnar, krafðist afnáms greinarinnar og stillti þannig flokki sínum upp gegn þjóðarviljanum. Hámarki náði þó bræði hans þegar kom að Baugi. Það fyrirtæki gegnir sama hlutverki í ræðum hans og „öxull hins illa" í ræðum Bush: Samfylkingin er ekki stjórnmálaflokkur heldur „léttvægt dótturfyrirtæki Baugs" og „99% þess sem frá henni kemur er drasl". „Húmoristinn" klúðraði tækifærinu og í stað þess að hvetja lið sitt og þjóðina alla til dáða kaus hann að kveðja flokk og þjóð önugur og með ólund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson Skoðun
Ræða Davíðs - Ólafur Hannibalsson Davíð Oddsson fékk stórkostlegt tækifæri til að hefja sig yfir stund og stað þegar hann kvaddi flokk sinn og landstjórnina á fjölmennum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hann gat rifjað upp langan og að mörgu leyti glæsilegan feril, sem hann og gerði. Hann hefði getað haldið áfram á svipuðum nótum með því að bregða upp fyrir samflokksmönnum sínum og eftirfylgjendum í stjórn flokksins bjartri framtíðarsýn, sem fram undan gæti verið, ef sæmilega tekst til að greiða úr því jafnvægisleysi, sem við blasir í efnahagsmálum. Í staðinn kaus hann undir lok ræðunnar að lúta lágt og grípa handfylli sína af leðju og sletta í allar áttir. „Dæmigerður Davíð", sagði þingheimur og hló holum dósahlátri á viðeigandi stöðum. „Þegar Davíð Oddsson kom fram á sjónarsviðið á vettvangi Sjálfstæðisflokksins snemma á áttunda áratugnum vakti hann athygli fyrir óvenjulega og einstæða kímnigáfu", segir Styrmir Gunnarsson í þætti sínum um hann í bókinni Forsætisráðherrar Íslands, sem út kom að tilstuðlan forsætisráðuneytisins í tilefni af 100 ára afmæli íslenskrar heimastjórnar. Og rétt er það. Davíð gat verið skemmtilega ósvífinn og illkvittinn, að maður segi ekki kvikindislegur, hér á árum áður. Lýsingarorðið skemmtilega er fyrir löngu horfið úr þessari upptalningu. Skólabróðir hans frá mennta- og háskólaárum komst reyndar einhverntíma svo að orði að ræðustíll Davíðs krefðist þess að áheyrendur séu fyrirfram á hans bandi. „Þegar á móti blæs falla brandarar hans flatir, detta niður dauðir." Þjóðsagan um húmoristann hefur samt reynst lífseig og við brottför hans er fjölmiðlafólk enn að tala um orðheppnina og skopskynið þótt býsna langt sé síðan síðast örlaði á þessum eiginleikum á opinberum vettvangi. Í stað þess hreytir hann ónotum í alla sem dirfast að vera honum ósammála eða leyfa sér að standa í vegi fyrir fyrirætlunum hans, sem síðustu árin hafa orðið æ veruleikafirrt-ari. Vinum Davíðs er tamt að líkja honum við Ólaf Thors. Fjandvinur hans Albert Guðmundsson var þó á annarri skoðun: „Ég kynntist Ólafi Thors nokkuð og þeir eru ólíkir menn, Davíð og hann. Það eina sem ég get séð að þeir eigi sammerkt er húmorinn." Í áðurnefndum sagnaþætti minnist Styrmir á viðskilnað Ólafs Thors við flokk og landstjórn í nóvembermánuði 1963. „Það -stefndi í stórstríð á vinnumarkaðnum og viðreisnarstjórnin lagði fram lagafrumvarp sem bannaði fyrirsjáanlegt verkfall. Þegar komið var að atkvæðagreiðslu við lok þriðju umræðu í efri deild urðu þáttaskil. Ólafur Thors, þáverandi forsætisráðherra, gekk í ræðustól og lagði til að atkvæðagreiðslu yrði frestað." Hann hafði kvöldið áður reynt til þrautar að ná sáttum við forkólfa verkalýðsins um framhald málsins og tekist það. Hætt var við lagasetninguna og verkalýðshreyfingin frestaði aðgerðum. „Í kjölfarið hætti Ólafur Thors afskiptum af stjórnmálum og gekk út af hinu pólitíska sviði með friði. Bjarni Benediktsson tók við og gerði júnísamningana 1964, sem slógu þann tón, sem ríkti í samskiptum viðreisnarstjórnar og verkalýðshreyfingar til loka viðreisnartímabils." „Davíð Oddsson og hans kynslóð taldi tímabært að taka upp nýjar starfsaðferðir," segir Styrmir, og telur þær aðferðir hafa skilað árangri framan af. „Það var fyrst undir lok þriðja kjörtímabils Davíðs sem forsætisráðherra að spurningar fóru að vakna um hvort sá stíll, sem gefist hafði honum svo vel í tvo áratugi, væri að renna sitt skeið á enda þegar andstæðingar hans fóru að halda því fram að í þeim stjórnunarstíl fælist í raun geðþótti og valdahroki." Andstæðurnar eru ljósar: Ólafur fór af sviðinu með friði, Davíð með ófriði. Sömu dagana kvaddi Kjell Magne Bondevik þjóð sína með stæl, eftir að hafa tapað kosningum. Davíð, sem sjálfviljugur valdi sinn útgöngutíma, eftirlét eftirmönnum sínum tvö ófriðarbál, sem hann hafði sjálfur magnað og kynt: fjölmiðlamálið og stjórnarskrármálið. Í viðhafnarkálfi, sem Morgunblaðið gaf út í Pyongyong Times-stíl taldi hann fyrirliggjandi samkomulag flokkanna í fjölmiðlamáli „verra en ekkert." Og í landsfundarræðunni hélt hann enn fram kolbrengluðum hugmyndum sínum um það „tilræði við þingræðið", sem höfundar lýðveldisstjórnarskrárinnar hefðu fengið embætti forseta Íslands í hendur með 26. grein stjórnarskrárinnar, krafðist afnáms greinarinnar og stillti þannig flokki sínum upp gegn þjóðarviljanum. Hámarki náði þó bræði hans þegar kom að Baugi. Það fyrirtæki gegnir sama hlutverki í ræðum hans og „öxull hins illa" í ræðum Bush: Samfylkingin er ekki stjórnmálaflokkur heldur „léttvægt dótturfyrirtæki Baugs" og „99% þess sem frá henni kemur er drasl". „Húmoristinn" klúðraði tækifærinu og í stað þess að hvetja lið sitt og þjóðina alla til dáða kaus hann að kveðja flokk og þjóð önugur og með ólund.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun