Heilbrigð skynsemi fyrir farsímanotendur 21. nóvember 2005 19:41 Og Vodafone ætlar á næstu dögum að hefja sölu á Simply farsímum frá Vodafone Global Plc. Simply símtæki eru sérstaklega hönnuð með þarfir viðskiptavina í huga, þeirra sem vilja einföld símtæki sem einskorðast að mestu leyti við tal og SMS. Jafnframt er í boði sérstök gjaldskrá fyrir Simply notendur. Slík þjónustuleið býr yfir einu verði hvort sem hringt er í GSM eða fastlínu innan og utan kerfis. Vodafone Simply er með íslenskri valmynd en Og Vodafone lét þýða símtækið sérstaklega fyrir íslenska notendur. Simply er einungis í boði fyrir viðskiptavini Og Vodafone. Komið til móts við viðskiptavini "Fjölmargir viðskiptavinir okkar hafa áhuga á nýjustu símtækjunum sem búa yfir ýmiss konar aukabúnaði. Hins vegar er stór hópur viðskiptavina sem kýs einfaldari símtæki og hefur aðeins áhuga á því að hringja, taka á móti símtölum og sýsla með SMS. Nú hefur Og Vodafone komið með svarið fyrir slíkan hóp sem gerir þeim kleift að vera í góðu sambandi við fjölskyldu og vini með einföldum hætti," segir Gísli Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi hjá Og Vodafone. Með þarfir notanda í huga Simply hefur vakið mikla athygli þar sem Vodafone hefur kynnt símtækið til sögunnar, svo sem í Bretlandi, enda býr það yfir sérstæðri hönnun og hefur einfalt leiðakerfi. Vodafone hefur lagt mikla áherslu á þróun og hönnun símtækja sem hafa einfaldleika að leiðarljósi. Fyrirtækið hefur ennfremur haft viðskiptavini sína með í ráðum. Þeir voru meðal annars inntir eftir því hver væri inn fullkomni sími að þeirra mati. Þrír lykilhnappar Þegar búið var að greina þarfir notanda var ákveðið að hanna farsíma í samvinnu við franska farsímaframleiðandann Sagem. Tvenns konar símtæki voru framleidd í upphafi: Simply Sagem VS1 og Simply Sagem VS2. Bæði símtækin eru með stóra og læsilega skjái. Þá eru þeir með þrjá hnappa fyrir neðan skjáinn sem vísa notanda á upphafsskjá, í tengiliðalista eða í símtöl og SMS. Á hlið símtækjanna eru hnappar til þess að stilla hringistyrk, velja hringingu og til þess að opna og læsa. Sagem VS3, svonefndur samlokusími, er smærri í laginu og því einungis einn hnapp á hliðinni sem notaður er til að velja hringingu. Öll Simply símtækin eiga það hins vegar sameiginlegt að ljós kviknar um leið og notandi missir af símtali eða þegar þeim berst SMS. Með þessum hætti er hægt að láta notanda vita og leiðbeina honum í gegnum þær aðgerðir sem eru fyrir hendi. Leiðbeiningar í símtækinu Ítarlegar leiðbeiningar og ráð eru í Simply sem eiga að auðvelda notendum að læra á símtækin. Notandi getur ýtt á ráð frá upphafsskjámyndinni til þess að fá hvers kyns ráðleggingar. Hann getur einnig fundið leiðbeiningar í öðrum valmyndum hvarvetna í Símply símtækinu. Simply þjónustuleið - Eitt verð Gjaldskrá fyrir Simply er jafnframt með einföldu sniði, einungis eitt verð hvort sem hringt er í GSM eða fastlínu innan og utan kerfis. Það sama er að segja um SMS sendingar. Viðskiptavinir geta ráðið því hvort þeir velja Simply þjónustuleið eða hefðbundna gjaldskrá Og Vodafone. Þá hefur Og Vodafone sérþjálfað starfsfólk í verslunum sínum til þess að leiðbeina notendum um notkunarmöguleika símtækisins. Jafnframt geta viðskiptavinir hringt í þjónustuver Og Vodafone í síma 1414 til þess að fá frekari upplýsingar. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Og Vodafone ætlar á næstu dögum að hefja sölu á Simply farsímum frá Vodafone Global Plc. Simply símtæki eru sérstaklega hönnuð með þarfir viðskiptavina í huga, þeirra sem vilja einföld símtæki sem einskorðast að mestu leyti við tal og SMS. Jafnframt er í boði sérstök gjaldskrá fyrir Simply notendur. Slík þjónustuleið býr yfir einu verði hvort sem hringt er í GSM eða fastlínu innan og utan kerfis. Vodafone Simply er með íslenskri valmynd en Og Vodafone lét þýða símtækið sérstaklega fyrir íslenska notendur. Simply er einungis í boði fyrir viðskiptavini Og Vodafone. Komið til móts við viðskiptavini "Fjölmargir viðskiptavinir okkar hafa áhuga á nýjustu símtækjunum sem búa yfir ýmiss konar aukabúnaði. Hins vegar er stór hópur viðskiptavina sem kýs einfaldari símtæki og hefur aðeins áhuga á því að hringja, taka á móti símtölum og sýsla með SMS. Nú hefur Og Vodafone komið með svarið fyrir slíkan hóp sem gerir þeim kleift að vera í góðu sambandi við fjölskyldu og vini með einföldum hætti," segir Gísli Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi hjá Og Vodafone. Með þarfir notanda í huga Simply hefur vakið mikla athygli þar sem Vodafone hefur kynnt símtækið til sögunnar, svo sem í Bretlandi, enda býr það yfir sérstæðri hönnun og hefur einfalt leiðakerfi. Vodafone hefur lagt mikla áherslu á þróun og hönnun símtækja sem hafa einfaldleika að leiðarljósi. Fyrirtækið hefur ennfremur haft viðskiptavini sína með í ráðum. Þeir voru meðal annars inntir eftir því hver væri inn fullkomni sími að þeirra mati. Þrír lykilhnappar Þegar búið var að greina þarfir notanda var ákveðið að hanna farsíma í samvinnu við franska farsímaframleiðandann Sagem. Tvenns konar símtæki voru framleidd í upphafi: Simply Sagem VS1 og Simply Sagem VS2. Bæði símtækin eru með stóra og læsilega skjái. Þá eru þeir með þrjá hnappa fyrir neðan skjáinn sem vísa notanda á upphafsskjá, í tengiliðalista eða í símtöl og SMS. Á hlið símtækjanna eru hnappar til þess að stilla hringistyrk, velja hringingu og til þess að opna og læsa. Sagem VS3, svonefndur samlokusími, er smærri í laginu og því einungis einn hnapp á hliðinni sem notaður er til að velja hringingu. Öll Simply símtækin eiga það hins vegar sameiginlegt að ljós kviknar um leið og notandi missir af símtali eða þegar þeim berst SMS. Með þessum hætti er hægt að láta notanda vita og leiðbeina honum í gegnum þær aðgerðir sem eru fyrir hendi. Leiðbeiningar í símtækinu Ítarlegar leiðbeiningar og ráð eru í Simply sem eiga að auðvelda notendum að læra á símtækin. Notandi getur ýtt á ráð frá upphafsskjámyndinni til þess að fá hvers kyns ráðleggingar. Hann getur einnig fundið leiðbeiningar í öðrum valmyndum hvarvetna í Símply símtækinu. Simply þjónustuleið - Eitt verð Gjaldskrá fyrir Simply er jafnframt með einföldu sniði, einungis eitt verð hvort sem hringt er í GSM eða fastlínu innan og utan kerfis. Það sama er að segja um SMS sendingar. Viðskiptavinir geta ráðið því hvort þeir velja Simply þjónustuleið eða hefðbundna gjaldskrá Og Vodafone. Þá hefur Og Vodafone sérþjálfað starfsfólk í verslunum sínum til þess að leiðbeina notendum um notkunarmöguleika símtækisins. Jafnframt geta viðskiptavinir hringt í þjónustuver Og Vodafone í síma 1414 til þess að fá frekari upplýsingar.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira