Að þekkja og virða takmörkin 3. janúar 2006 00:01 Uppslátturinn á forsíðu Fréttablaðsins í gær um háar starfslokagreiðslur til fyrrverandi forstjóra FL Group hefur vakið mikla athygli og umtal í þjóðfélaginu. Sérstaklega staðnæmast menn við 130 milljón króna greiðslu sem Ragnhildur Geirsdóttir fær eftir fimm mánaða setu í forstjórastól. "Er hægt að taka mark á ræðum atvinnurekenda þegar þeir messa um hófstillt laun í samfélaginu?" spyr Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnar í pistli á vefsíðu sinni. Hann hefur reiknað út að greiðslur sem forstjórarnir fyrrverandi fá jafngildi mánaðarlaunum 1400 venjulegra launamanna. "Þetta er græðgi" var haft eftir Gylfa Arnbjörnssyni framkvæmdastjóra Alþýðusambandsins í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Frá sjónarmiði þeirra sem leggja áherslu á frið og jafnvægi á vinnumarkaði gat þessi frétt líklega ekki komið á óheppilegri tíma, beint ofan í óþægilegar umræður um ákvörðun Kjaradóms að hækka laun þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins umtalsvert meira en launþegar fengu í almennum kjarasamningum. Fréttir af þessu tagi verða til þess að auka umræður um stéttaskiptingu og það sem fólki finnst vera ranglátur efnamumur og skapa þannig skapa óánægju og sundurlyndi sem aftur slævir starfsgleði fólks. Raunar voru vangaveltur um gliðnunina í þjóðfélaginu eitt meginstefið í greinum formanna stjórnarandstöðuflokkanna nú um áramótin og hefði þing verið kallað saman milli jóla og nýárs, eins og formennirnir kröfðust, er líklegt að þetta hefði orðið meginumræðuefnið. Forstjórastéttin á Íslandi nefnir gjarnan þær málsbætur að hún verði að vera samkeppnisfær við starfssystkini sín utanlands, ekki síst í ljósi þess að öflugustu fyrirtækin eru á alþjóðlegum markaði. Sagt er að fyrirtækin fái ekki öfluga stjórnendur nema hægt sé bjóða þeim áþekk kjör og þeir geta fengið í öðrum löndum. Vafalaust er mikið til í þessu. Samkeppnin um hæfustu forstjórana hefur aukist samhliða því sem íslensk fyrirtæki ráðast í stærri og áhættusamari fjárfestingar, einkum í útlöndum. Svo má ekki horfa fram hjá því að hæfir og öflugir forstjórar eru annað og meira en gírugir peningamenn. Þeir eru frumkvöðlar og forystumenn um atvinnusköpun sem leitt hefur til mikils hagvaxtar sem þjóðfélagið allt nýtur góðs af. Þeir eru mennirnir sem hafa stækkað þjóðarkökuna. Starf þeirra, metnaður og hugmyndaauðgi hefur leitt til þess að meira er til skiptanna fyrir okkur hin en áður. Há laun og ýmiss lúxuss forstjórastéttarinnar eru, hvort sem okkur líkar betur eða verr, fylgifiskur kröftugs markaðsþjóðfélags, ekki síst á uppsveiflutímum eins og nú. En á þessu sviði hlýtur þó vera rúm fyrir meðalhóf eins og víðast hvar annars staðar. Hefðin, fámennið og návígið á Íslandi setur viðskiptalífi okkar ennfremur ákveðin takmörk og skapar því ákveðna sérstöðu sem jafnvel útrásin margumrædda fær ekki breytt. Mikilvægt er að leiðtogar atvinnulífsins skilji þessi takmörk og hafi sömu tilfinningu fyrir þeim og fólkið í landinu. Skeytingarleysi í þessu efni gæti orðið hinu tiltölulega unga markaðsfrelsi á Íslandi skeinuhætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Uppslátturinn á forsíðu Fréttablaðsins í gær um háar starfslokagreiðslur til fyrrverandi forstjóra FL Group hefur vakið mikla athygli og umtal í þjóðfélaginu. Sérstaklega staðnæmast menn við 130 milljón króna greiðslu sem Ragnhildur Geirsdóttir fær eftir fimm mánaða setu í forstjórastól. "Er hægt að taka mark á ræðum atvinnurekenda þegar þeir messa um hófstillt laun í samfélaginu?" spyr Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnar í pistli á vefsíðu sinni. Hann hefur reiknað út að greiðslur sem forstjórarnir fyrrverandi fá jafngildi mánaðarlaunum 1400 venjulegra launamanna. "Þetta er græðgi" var haft eftir Gylfa Arnbjörnssyni framkvæmdastjóra Alþýðusambandsins í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Frá sjónarmiði þeirra sem leggja áherslu á frið og jafnvægi á vinnumarkaði gat þessi frétt líklega ekki komið á óheppilegri tíma, beint ofan í óþægilegar umræður um ákvörðun Kjaradóms að hækka laun þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins umtalsvert meira en launþegar fengu í almennum kjarasamningum. Fréttir af þessu tagi verða til þess að auka umræður um stéttaskiptingu og það sem fólki finnst vera ranglátur efnamumur og skapa þannig skapa óánægju og sundurlyndi sem aftur slævir starfsgleði fólks. Raunar voru vangaveltur um gliðnunina í þjóðfélaginu eitt meginstefið í greinum formanna stjórnarandstöðuflokkanna nú um áramótin og hefði þing verið kallað saman milli jóla og nýárs, eins og formennirnir kröfðust, er líklegt að þetta hefði orðið meginumræðuefnið. Forstjórastéttin á Íslandi nefnir gjarnan þær málsbætur að hún verði að vera samkeppnisfær við starfssystkini sín utanlands, ekki síst í ljósi þess að öflugustu fyrirtækin eru á alþjóðlegum markaði. Sagt er að fyrirtækin fái ekki öfluga stjórnendur nema hægt sé bjóða þeim áþekk kjör og þeir geta fengið í öðrum löndum. Vafalaust er mikið til í þessu. Samkeppnin um hæfustu forstjórana hefur aukist samhliða því sem íslensk fyrirtæki ráðast í stærri og áhættusamari fjárfestingar, einkum í útlöndum. Svo má ekki horfa fram hjá því að hæfir og öflugir forstjórar eru annað og meira en gírugir peningamenn. Þeir eru frumkvöðlar og forystumenn um atvinnusköpun sem leitt hefur til mikils hagvaxtar sem þjóðfélagið allt nýtur góðs af. Þeir eru mennirnir sem hafa stækkað þjóðarkökuna. Starf þeirra, metnaður og hugmyndaauðgi hefur leitt til þess að meira er til skiptanna fyrir okkur hin en áður. Há laun og ýmiss lúxuss forstjórastéttarinnar eru, hvort sem okkur líkar betur eða verr, fylgifiskur kröftugs markaðsþjóðfélags, ekki síst á uppsveiflutímum eins og nú. En á þessu sviði hlýtur þó vera rúm fyrir meðalhóf eins og víðast hvar annars staðar. Hefðin, fámennið og návígið á Íslandi setur viðskiptalífi okkar ennfremur ákveðin takmörk og skapar því ákveðna sérstöðu sem jafnvel útrásin margumrædda fær ekki breytt. Mikilvægt er að leiðtogar atvinnulífsins skilji þessi takmörk og hafi sömu tilfinningu fyrir þeim og fólkið í landinu. Skeytingarleysi í þessu efni gæti orðið hinu tiltölulega unga markaðsfrelsi á Íslandi skeinuhætt.