Um "skaðlega" umræðu 28. mars 2006 00:01 Fréttamenn eiga ekkert að vera að tala við útlendinga um íslensk utanríkismál. Einhvern veginn svona komst íslenskur ráðherra að orði við fréttamann sem aflaði sér upplýsinga um íslensk málefni í útlöndum fyrir einhverjum árum. Svei mér, ef það fylgdi ekki að slíkt ylli bara óróa og ruglingi á Íslandi. Þetta rifjast upp núna þegar Moggi telur sig þurfa heilt Reykjavíkurbréf til að svara gagnrýni um að hann birti skýrslur sem ýmsar greiningardeildir útlenskra fyrirtækja gera um íslensku bankana. Svolítið skrítin staða sem álitsgjafi numero uno er kominn í, hingað til hefur sú stofnun ekki talið sig þurfa að skýra mál sitt eða málflutning að einu eða neinu leyti. En svona er nú lífið undarlegt að stundum fer það sem var uppi niður og það sem var niðri upp og enginn veit sína ævina fyrr en öll er og allt það. Það er ábyggilega ekki séríslensk árátta að vilja einungis að sagt sé frá því sem kemur sér vel og ekki hinu sem miður fer eða kemur sér illa, eða er orðatiltækið um að drepa sendiboðann ekki einmitt sprottið af þessari tilhneigingu mannskepnunar? Á hinn bóginn er þessi árátta mjög rík í okkur Íslendingum sem má kannski rekja til þess að við virðumst alltaf vera tíu til tuttugu árum á eftir þeim ríkjum sem við teljum okkur vera í flokki með, það er vestrænum lýðræðisríkjum, þegar kemur að samfélagsbreytingum ýmiss konar. Höft voru ekki afnumin á Íslandi fyrr en í upphafi sjöunda áratugarins, við gengum ekki í EFTA fyrr en 1970 eða tíu árum eftir að fyrirbrigðið var stofnað. Sjálfstæðisflokkurinn klikkaði í utanríkismálunum eftir 1990 og þess vegna erum við ekki í Evrópusambandinu og viðskiptaráðherrann hefur því tækifæri til að gera sig að hálfgerðu viðundri með því að stinga upp á því að taka upp evruna án þess að vera í þeim klúbbi. Hvað kemur það svo sem Evrópusambandinu við hvort fólk vill hafa sitt í friði eða ekki, hvort viðeigandi sé að menn séu gasprandi um alla hluti alls staðar, er von að einhver spyrji. Það sem við er átt er að værum við hluti af stærri heild eru vonir til að við áttuðum okkur frekar á að við erum ekki eyland í stjórnmálalegri, efnahagslegri og reyndar ekki neinni huglægri merkingu. Við erum nefnilega bara landfræðilegt eyland. Þess vegna skiptir það sem við gerum umheiminn máli og það sem gerist í umheiminum skiptir okkur máli. Valdhafar undanfarinna ára hafa sumir hverjir að minnsta kosti haldið því fram að smæðar okkar vegna sé lítið vit í að taka þátt í milliríkjasamstarfi eins og því sem stundað er innan Evrópusambandsins. Það virðist af sama meiði að sumir þeirra virðast stundum hafa haldið að ekki skipti máli hvaða orðum þeir fara um þetta samstarf, líkt og það sem æðstu menn þjóðarinnar segja um samstarfs- og vinaþjóðir hér á skerinu fréttist aldrei til útlanda. Á sama tíma og hinum ábyrgu þótti ekkert athugavert að tala eins og götustrákar um samstarf annarra þjóða í Evrópu, mátti venjulegt fólk á Íslandi ekki tala um hinn stóra þáttinn í íslenskum utanríkismálum nema á einn veg. Jafnvel eftir að öllu sæmilega skynsömu fólki, sem nennti að hugsa um þá hluti, var ljóst að einhverjar meiri háttar breytingar hlytu að verða á tilhöguninni á Keflavíkurflugvelli var bannað að ræða þá hluti. Það var ekki bara bannað að hafa þá skoðun að hægt væri að haga vörnunum öðru vísi en gert var, það var líka bannað að velta því fyrir sér hvort það væri hægt. Moggi segir það skyldu fjölmiðla að upplýsa lýðinn um allar hliðar mála hvort heldur þær henta valdhöfum eða fyrirtækjaeigendum eða ekki. Nú ætti kannski að útskýra fyrir okkur hvernig þetta fer saman við að hingað til hafa allir sem hafa svo mikið til orðað að breyta mætti fyrirkomulagi varna landsins annað hvort verið afgreiddir sem nytsamir sakleysingjar eða eitthvað í átt við landráðamenn. En kannski er það bara einfaldlega svo að menn haldi að á meðan ekki er talað um hlutina þá séu þeir ekki til. Út af fyrir sig get ég ekki séð neina aðra skýringu á þeirri stöðu sem ríkisstjórnin er búin að koma þjóðinni í í utanríkismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Fréttamenn eiga ekkert að vera að tala við útlendinga um íslensk utanríkismál. Einhvern veginn svona komst íslenskur ráðherra að orði við fréttamann sem aflaði sér upplýsinga um íslensk málefni í útlöndum fyrir einhverjum árum. Svei mér, ef það fylgdi ekki að slíkt ylli bara óróa og ruglingi á Íslandi. Þetta rifjast upp núna þegar Moggi telur sig þurfa heilt Reykjavíkurbréf til að svara gagnrýni um að hann birti skýrslur sem ýmsar greiningardeildir útlenskra fyrirtækja gera um íslensku bankana. Svolítið skrítin staða sem álitsgjafi numero uno er kominn í, hingað til hefur sú stofnun ekki talið sig þurfa að skýra mál sitt eða málflutning að einu eða neinu leyti. En svona er nú lífið undarlegt að stundum fer það sem var uppi niður og það sem var niðri upp og enginn veit sína ævina fyrr en öll er og allt það. Það er ábyggilega ekki séríslensk árátta að vilja einungis að sagt sé frá því sem kemur sér vel og ekki hinu sem miður fer eða kemur sér illa, eða er orðatiltækið um að drepa sendiboðann ekki einmitt sprottið af þessari tilhneigingu mannskepnunar? Á hinn bóginn er þessi árátta mjög rík í okkur Íslendingum sem má kannski rekja til þess að við virðumst alltaf vera tíu til tuttugu árum á eftir þeim ríkjum sem við teljum okkur vera í flokki með, það er vestrænum lýðræðisríkjum, þegar kemur að samfélagsbreytingum ýmiss konar. Höft voru ekki afnumin á Íslandi fyrr en í upphafi sjöunda áratugarins, við gengum ekki í EFTA fyrr en 1970 eða tíu árum eftir að fyrirbrigðið var stofnað. Sjálfstæðisflokkurinn klikkaði í utanríkismálunum eftir 1990 og þess vegna erum við ekki í Evrópusambandinu og viðskiptaráðherrann hefur því tækifæri til að gera sig að hálfgerðu viðundri með því að stinga upp á því að taka upp evruna án þess að vera í þeim klúbbi. Hvað kemur það svo sem Evrópusambandinu við hvort fólk vill hafa sitt í friði eða ekki, hvort viðeigandi sé að menn séu gasprandi um alla hluti alls staðar, er von að einhver spyrji. Það sem við er átt er að værum við hluti af stærri heild eru vonir til að við áttuðum okkur frekar á að við erum ekki eyland í stjórnmálalegri, efnahagslegri og reyndar ekki neinni huglægri merkingu. Við erum nefnilega bara landfræðilegt eyland. Þess vegna skiptir það sem við gerum umheiminn máli og það sem gerist í umheiminum skiptir okkur máli. Valdhafar undanfarinna ára hafa sumir hverjir að minnsta kosti haldið því fram að smæðar okkar vegna sé lítið vit í að taka þátt í milliríkjasamstarfi eins og því sem stundað er innan Evrópusambandsins. Það virðist af sama meiði að sumir þeirra virðast stundum hafa haldið að ekki skipti máli hvaða orðum þeir fara um þetta samstarf, líkt og það sem æðstu menn þjóðarinnar segja um samstarfs- og vinaþjóðir hér á skerinu fréttist aldrei til útlanda. Á sama tíma og hinum ábyrgu þótti ekkert athugavert að tala eins og götustrákar um samstarf annarra þjóða í Evrópu, mátti venjulegt fólk á Íslandi ekki tala um hinn stóra þáttinn í íslenskum utanríkismálum nema á einn veg. Jafnvel eftir að öllu sæmilega skynsömu fólki, sem nennti að hugsa um þá hluti, var ljóst að einhverjar meiri háttar breytingar hlytu að verða á tilhöguninni á Keflavíkurflugvelli var bannað að ræða þá hluti. Það var ekki bara bannað að hafa þá skoðun að hægt væri að haga vörnunum öðru vísi en gert var, það var líka bannað að velta því fyrir sér hvort það væri hægt. Moggi segir það skyldu fjölmiðla að upplýsa lýðinn um allar hliðar mála hvort heldur þær henta valdhöfum eða fyrirtækjaeigendum eða ekki. Nú ætti kannski að útskýra fyrir okkur hvernig þetta fer saman við að hingað til hafa allir sem hafa svo mikið til orðað að breyta mætti fyrirkomulagi varna landsins annað hvort verið afgreiddir sem nytsamir sakleysingjar eða eitthvað í átt við landráðamenn. En kannski er það bara einfaldlega svo að menn haldi að á meðan ekki er talað um hlutina þá séu þeir ekki til. Út af fyrir sig get ég ekki séð neina aðra skýringu á þeirri stöðu sem ríkisstjórnin er búin að koma þjóðinni í í utanríkismálum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun