Grænmetisréttur Þórhildar 30. mars 2006 09:00 Þórhildur Jónsdóttir er yfirkokkur á Fjalakettinum og deilir hér uppskrift að dýrindis grænmetisrétti. Þórhildur Jónsdóttir er yfirkokkur á Fjalakettinum og ein af fáum konum í þeirri stöðu hérlendis. Fjalakötturinn býður þessa dagana up á franskan matseðill og það er Þórhildur sem útbýr hann af mikilli snilld. Hún valdi sérstakan grænmetisrétt til að deila með lesendum blaðsins. Ég valdi þennan rétt því mér finnst við borða allt of lítið af grænmeti og það er mjög gaman að gera eitthvað öðruvísi og spennandi úr grænmeti. Þetta er uppskrift sem þróaðist hjá mér í eldhúsinu og best finnst mér að hafa sterka kókos-karrý sósu með réttinum. Aðspurð um hvað henni finnist nauðsynlegt í matargerð nefnir hún tómat. Ég á alltaf tómata og nota mikið tómatpourre og slíkt. Ef ég á það til þá virðist ég geta búið til allt, segir Þórhildur en hún lærði kokkinn á Grandhotel Reykjavík. Skemmtilegast finnst mér að elda allskyns fisk og sjávarrétti og þá er rauðsprettan í uppáhaldi hjá mér. Ég get reyndar verið svolítið löt við að elda heima þar sem ég er eldandi allan daginn. En ég læt mig hafa það. Á frönskum dögum Fjalakattarins er að sjálfsögðu boðið upp á sérstakan franskan matseðil. Við Haukur Gröndal samstarfsmaður minn hönnuðum matseðilinn saman en hann samanstendur af ýmsum klassískum frönskum réttum. Við reyndum að velja mjög klassíska franska rétti eins og anda confit og bouillabaisse-súpu. Í aðalréttunum notum við mikið geitaost sem er afar vinsæll í Frakklandi. Einnig bjóðum við upp á nautaþrennu, klassíska nautakjötsrétti. Þegar við fórum yfir í desertinn þá kom cremé brulé auðvitað fyrst upp í huga okkar en einnig bjóðum við upp á franska súkkulaðitertu, sagði Þórhildur en frönsku dagarnir á Fjalakettinum standa yfir út apríl mánuð og þar verður einnig gott úrval af góðum frönskum vínum. Kjúklingabaunarúlla Uppskrift fyrir sex til átta mannsDeig: 300 g kartöflur 300 g kjúklingabaunir 50 g tómatpourre 1 tsk. salt 2 tsk. chiliduft 2 tsk. kóríander 1 tsk. kúmenAðferð: Kartöflurnar og kjúklingabaunirnar soðnar og kældar. Þessu er svo maukað saman í graut og allt kryddið, og tómatpurré blandað út í. Að lokum er deigið kælt.Fylling:100 g blómkál 100 g brokkolí 5 sveppir 50 g sólþurrkaðir tómatar 1 gulrót 1 tsk. hvítlauksduft 1/2 tsk. mulinn svartur pipar 1/2 tsk. saltAðferð: Grænmetið er steikt á pönnu og kryddað. Deigið þarf að vera orðið vel kalt og fyllingin líka til að hægt sé að skella þessu saman. Deigið er tekið og flatt út á smjörpappír í þá stærð sem rúllan á að vera. Þegar búið er að fletja deigið út á smjörpappírinn er grænmeti sett í rúlluna (kalt) og parmesan stráð yfir grænmetið áður en rúllunni er svo lokað. Rúllan pensluð með góðri olíu og skellt inn í ofn. Bökuð í ofni í tuttugu mínútur við 170 gráður. Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Þórhildur Jónsdóttir er yfirkokkur á Fjalakettinum og ein af fáum konum í þeirri stöðu hérlendis. Fjalakötturinn býður þessa dagana up á franskan matseðill og það er Þórhildur sem útbýr hann af mikilli snilld. Hún valdi sérstakan grænmetisrétt til að deila með lesendum blaðsins. Ég valdi þennan rétt því mér finnst við borða allt of lítið af grænmeti og það er mjög gaman að gera eitthvað öðruvísi og spennandi úr grænmeti. Þetta er uppskrift sem þróaðist hjá mér í eldhúsinu og best finnst mér að hafa sterka kókos-karrý sósu með réttinum. Aðspurð um hvað henni finnist nauðsynlegt í matargerð nefnir hún tómat. Ég á alltaf tómata og nota mikið tómatpourre og slíkt. Ef ég á það til þá virðist ég geta búið til allt, segir Þórhildur en hún lærði kokkinn á Grandhotel Reykjavík. Skemmtilegast finnst mér að elda allskyns fisk og sjávarrétti og þá er rauðsprettan í uppáhaldi hjá mér. Ég get reyndar verið svolítið löt við að elda heima þar sem ég er eldandi allan daginn. En ég læt mig hafa það. Á frönskum dögum Fjalakattarins er að sjálfsögðu boðið upp á sérstakan franskan matseðil. Við Haukur Gröndal samstarfsmaður minn hönnuðum matseðilinn saman en hann samanstendur af ýmsum klassískum frönskum réttum. Við reyndum að velja mjög klassíska franska rétti eins og anda confit og bouillabaisse-súpu. Í aðalréttunum notum við mikið geitaost sem er afar vinsæll í Frakklandi. Einnig bjóðum við upp á nautaþrennu, klassíska nautakjötsrétti. Þegar við fórum yfir í desertinn þá kom cremé brulé auðvitað fyrst upp í huga okkar en einnig bjóðum við upp á franska súkkulaðitertu, sagði Þórhildur en frönsku dagarnir á Fjalakettinum standa yfir út apríl mánuð og þar verður einnig gott úrval af góðum frönskum vínum. Kjúklingabaunarúlla Uppskrift fyrir sex til átta mannsDeig: 300 g kartöflur 300 g kjúklingabaunir 50 g tómatpourre 1 tsk. salt 2 tsk. chiliduft 2 tsk. kóríander 1 tsk. kúmenAðferð: Kartöflurnar og kjúklingabaunirnar soðnar og kældar. Þessu er svo maukað saman í graut og allt kryddið, og tómatpurré blandað út í. Að lokum er deigið kælt.Fylling:100 g blómkál 100 g brokkolí 5 sveppir 50 g sólþurrkaðir tómatar 1 gulrót 1 tsk. hvítlauksduft 1/2 tsk. mulinn svartur pipar 1/2 tsk. saltAðferð: Grænmetið er steikt á pönnu og kryddað. Deigið þarf að vera orðið vel kalt og fyllingin líka til að hægt sé að skella þessu saman. Deigið er tekið og flatt út á smjörpappír í þá stærð sem rúllan á að vera. Þegar búið er að fletja deigið út á smjörpappírinn er grænmeti sett í rúlluna (kalt) og parmesan stráð yfir grænmetið áður en rúllunni er svo lokað. Rúllan pensluð með góðri olíu og skellt inn í ofn. Bökuð í ofni í tuttugu mínútur við 170 gráður.
Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira