Hægir á í útlánum banka Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. júlí 2006 06:00 Stýrivextir kynntir Davíð Oddsson kynnir stýrivaxtahækkun í gærmorgun. Í forgrunni er Ingimundur Friðriksson, nýskipaður seðlabankastjóri. Í rétta átt stefnir í útlánum bankanna, að sögn Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Í lok maí voru útlán bankanna rétt rúmum 40 prósentum meiri en ári fyrr, samanborið við rúm 44 prósent mánuði fyrr og rúm 46 prósent í mars. Á vaxtaákvörðunardögum Seðlabankans bæði í mars og í lok maí áréttaði Davíð að ekki sæust þess enn merki að dregið hefði nægilega úr útlánum í bankakerfinu. Hámark útlána virðist hafa verið í september í fyrra, en þá voru þau rúmum 60 prósentum meiri en ári fyrr. Við teljum að bankarnir séu að taka sig á í þessum efnum og að vísbendingar séu um það þótt tiltölulega skammur tími sýni það, sagði Davíð á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af stýrivaxtaákvörðun og útgáfu Peningamála fyrir helgi. Með sama hætti sjáum við að bankarnir bregðast hraðar við með vaxtabreytingum en áður, þannig að þeir fylgja vel eftir samtölum sínum við Seðlabankann og því sem við höfum verið að beina til þeirra. Enda er það svo að ekki er síst mikilvægt fyrir þá að vel takist til, ekki síður en fyrir alla aðra í landinu. Sérfræðingar hafa vísað til þess að minni útlán bankanna skýrist að nokkru af því að endurfjármögnun íbúðalána sé að stórum hluta lokið, auk þess sem í útlánsstefnu fjármálafyrirtækja sé nú aukið aðhald, en hámarkslán hafa verið lækkuð og skilyrði fyrir útlánum hert. Seðlabankinn upplýsti á fimmtudag um ákvörðun sína um hærri stýrivexti og hefur því hækkað þá um 215 punkta á rúmum þremur mánuðum. Á mánudag tók gildi síðasta hækkun upp á 75 punkta þannig að stýrivextir eru nú 13 prósent. Aukavaxtaákvörðunardagur verður svo 16. ágúst og telja sérfræðingar auknar líkur á að vextir verði einnig hækkaðir þá. Með hækkun stýrivaxta bregst bankinn við versnandi verðbólguhorfum, en samkvæmt spá hans gæti verðbólga farið í ellefu prósent og haldist þannig fram á næsta ár. Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Sjá meira
Í rétta átt stefnir í útlánum bankanna, að sögn Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Í lok maí voru útlán bankanna rétt rúmum 40 prósentum meiri en ári fyrr, samanborið við rúm 44 prósent mánuði fyrr og rúm 46 prósent í mars. Á vaxtaákvörðunardögum Seðlabankans bæði í mars og í lok maí áréttaði Davíð að ekki sæust þess enn merki að dregið hefði nægilega úr útlánum í bankakerfinu. Hámark útlána virðist hafa verið í september í fyrra, en þá voru þau rúmum 60 prósentum meiri en ári fyrr. Við teljum að bankarnir séu að taka sig á í þessum efnum og að vísbendingar séu um það þótt tiltölulega skammur tími sýni það, sagði Davíð á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af stýrivaxtaákvörðun og útgáfu Peningamála fyrir helgi. Með sama hætti sjáum við að bankarnir bregðast hraðar við með vaxtabreytingum en áður, þannig að þeir fylgja vel eftir samtölum sínum við Seðlabankann og því sem við höfum verið að beina til þeirra. Enda er það svo að ekki er síst mikilvægt fyrir þá að vel takist til, ekki síður en fyrir alla aðra í landinu. Sérfræðingar hafa vísað til þess að minni útlán bankanna skýrist að nokkru af því að endurfjármögnun íbúðalána sé að stórum hluta lokið, auk þess sem í útlánsstefnu fjármálafyrirtækja sé nú aukið aðhald, en hámarkslán hafa verið lækkuð og skilyrði fyrir útlánum hert. Seðlabankinn upplýsti á fimmtudag um ákvörðun sína um hærri stýrivexti og hefur því hækkað þá um 215 punkta á rúmum þremur mánuðum. Á mánudag tók gildi síðasta hækkun upp á 75 punkta þannig að stýrivextir eru nú 13 prósent. Aukavaxtaákvörðunardagur verður svo 16. ágúst og telja sérfræðingar auknar líkur á að vextir verði einnig hækkaðir þá. Með hækkun stýrivaxta bregst bankinn við versnandi verðbólguhorfum, en samkvæmt spá hans gæti verðbólga farið í ellefu prósent og haldist þannig fram á næsta ár.
Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Sjá meira