Deilt um áhrif lánshæfismats 19. júlí 2006 08:15 Höfðaborg Lánasjóður. Íbúðalánasjóður Hefur lánað bönkum og sparisjóðum 85 milljarða frá áramótum. Jón Skaftason Skrifar Breytt lánshæfismat Íbúðalánasjóðs þarf ekki að skila sér í hærri vöxtum á lánum sjóðsins segir Jóhann G. Jóhannsson, yfirmaður fjárstýringarsviðs Íbúðalánasjóðs. Jóhann segir gagnrýni greiningardeildar KB banka á sjóðinn missa marks. Matsfyrirtækið Standard&Poor"s lækkaði á dögunum langtíma lánshæfismat Íbúðalánasjóðs úr AA+ í AA-. "Þetta er langt frá því að vera eitthvað áfall fyrir Íbúðalánasjóð. KB banki hefur verið með einhverja stórskotahríð sem missir algerlega marks að mínu viti", segir Jóhann. Snorri Jakobsson, sérfræðingur greiningardeildar KB banka, segir að lækkun á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs hljóti að vera áfall fyrir starfsemi sjóðsins. Gott lánshæfismat hafi stafað af skilyrðislausri ríkisábyrgð fremur en gæðum eignasafns sjóðsins eða góðri áhættudreifingu. "Íbúðalánasjóður er á samkeppnismarkaði. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að ríkisfyrirtæki sé á markaði og njóti góðs af lánshæfismati ríkisins. Því hefur margoft verið haldið fram að þetta sé vegna þess hve vel rekinn sjóðurinn sé og að markaðurinn geti ekki keppt. Nú sjáum við að þetta lánshæfismat ríkisins er ekki neitt annað en ríkisstyrkur." Greiningardeild bankans spáði jafnvel enn frekari lækkun á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs í Hálf fimm fréttum sínum á mánudag. Jóhann G. Jóhannsson telur skýringuna á lækkuðu lánshæfismati þá að sjóðurinn njóti ekki lengur einokunarstöðu á markaði. Íbúðalánasjóður hafi þangað til árið 2004 verið einn um hituna á íbúðalánamarkaði "Sjóðurinn var mikið tól fyrir ríki og ríkisstjórn og ríkisábyrgðin þar af leiðandi mjög sterk að baki. Auðvitað er mikilvægi sjóðsins minna en það var enda bankarnir komnir með tæplega sextíu prósenta markaðshlutdeild." Íbúðalánasjóður nýtur enn lánshæfiseinkunnarinnar AAA hjá matsfyrirtækinu Moody"s. KB banki er með sömu einkunn af íbúðaskuldabréfum sínum. Búast má við endurskoðuðu lánshæfismati frá Moody"s síðar á árinu. Vextir af íbúðalánum eru 4,85 prósent hjá KB banka en 4,7 prósent hjá Íbúðalánasjóði. Magnús Árni Skúlason, forstöðumaður rannsóknarseturs í húsnæðismálum við Viðskiptaháskólann á Bifröst, segir endurskoðað mat Standard & Poor"s vissulega alvarlegt mál. Hins vegar sé allsendis óvíst hvort áhrifin verði veruleg "Íbúðalánasjóður er ríkisfyrirtæki og nýtur þess. Það kann vel að fara svo að fjárfestar líti framhjá lánshæfismati sjóðsins og horfi þess í stað til lánshæfismats ríkisins." Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Jón Skaftason Skrifar Breytt lánshæfismat Íbúðalánasjóðs þarf ekki að skila sér í hærri vöxtum á lánum sjóðsins segir Jóhann G. Jóhannsson, yfirmaður fjárstýringarsviðs Íbúðalánasjóðs. Jóhann segir gagnrýni greiningardeildar KB banka á sjóðinn missa marks. Matsfyrirtækið Standard&Poor"s lækkaði á dögunum langtíma lánshæfismat Íbúðalánasjóðs úr AA+ í AA-. "Þetta er langt frá því að vera eitthvað áfall fyrir Íbúðalánasjóð. KB banki hefur verið með einhverja stórskotahríð sem missir algerlega marks að mínu viti", segir Jóhann. Snorri Jakobsson, sérfræðingur greiningardeildar KB banka, segir að lækkun á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs hljóti að vera áfall fyrir starfsemi sjóðsins. Gott lánshæfismat hafi stafað af skilyrðislausri ríkisábyrgð fremur en gæðum eignasafns sjóðsins eða góðri áhættudreifingu. "Íbúðalánasjóður er á samkeppnismarkaði. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að ríkisfyrirtæki sé á markaði og njóti góðs af lánshæfismati ríkisins. Því hefur margoft verið haldið fram að þetta sé vegna þess hve vel rekinn sjóðurinn sé og að markaðurinn geti ekki keppt. Nú sjáum við að þetta lánshæfismat ríkisins er ekki neitt annað en ríkisstyrkur." Greiningardeild bankans spáði jafnvel enn frekari lækkun á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs í Hálf fimm fréttum sínum á mánudag. Jóhann G. Jóhannsson telur skýringuna á lækkuðu lánshæfismati þá að sjóðurinn njóti ekki lengur einokunarstöðu á markaði. Íbúðalánasjóður hafi þangað til árið 2004 verið einn um hituna á íbúðalánamarkaði "Sjóðurinn var mikið tól fyrir ríki og ríkisstjórn og ríkisábyrgðin þar af leiðandi mjög sterk að baki. Auðvitað er mikilvægi sjóðsins minna en það var enda bankarnir komnir með tæplega sextíu prósenta markaðshlutdeild." Íbúðalánasjóður nýtur enn lánshæfiseinkunnarinnar AAA hjá matsfyrirtækinu Moody"s. KB banki er með sömu einkunn af íbúðaskuldabréfum sínum. Búast má við endurskoðuðu lánshæfismati frá Moody"s síðar á árinu. Vextir af íbúðalánum eru 4,85 prósent hjá KB banka en 4,7 prósent hjá Íbúðalánasjóði. Magnús Árni Skúlason, forstöðumaður rannsóknarseturs í húsnæðismálum við Viðskiptaháskólann á Bifröst, segir endurskoðað mat Standard & Poor"s vissulega alvarlegt mál. Hins vegar sé allsendis óvíst hvort áhrifin verði veruleg "Íbúðalánasjóður er ríkisfyrirtæki og nýtur þess. Það kann vel að fara svo að fjárfestar líti framhjá lánshæfismati sjóðsins og horfi þess í stað til lánshæfismats ríkisins."
Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira