EVE-spilarar CCP verði fleiri en Íslendingar 2. ágúst 2006 07:30 Stefnt að þrjú hundruð þúsund áskrifendum að netleiknum EVE online Hugmyndir um skráningu eru til skoðunar þótt það sé ekki markmið í sjálfu sér. „Markmið okkar um að EVE-spilarar verði fleiri en Íslendingar er á góðri leið,“ segir Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Áskrifendur netleiksins EVE online voru síðast orðnir 135 þúsund talsins og fjölgar þeim um fimm þúsund á mánuði. Miðað við óbreyttan vöxt verða áskrifendur að EVE online orðnir fleiri en Íslendingar eftir þrjú ár. Fjölgun áskrifenda hefur verið jöfn og stöðug að sögn Hilmars. Um síðustu áramót gerði félagið stóra vélbúnaðaruppfærslu sem hefur gert því kleift að halda utan um þennan vöxt. „Við hreinlega þrefölduðum hestöflin á bak við serverinn okkar. Við getum því tvöfaldað notendahópinn án þess að það valdi okkur sérstökum vandræðum.“ Hilmari sýnist að þegar félagið náði ákveðnum fjölda áskrifenda í netsamfélaginu hafi varan farið að vaxa á eigin skriðþunga. Mikilvægur áfangi náðist þegar fjöldinn fór yfir eitt hundrað þúsund talsins í febrúar síðast liðnum. „Hver nýr áskrifandi lætur þann sem fyrir er fá betri vöru.“ Hilmar leggur á það áherslu að félagið vinni enn að markaðssetningu, viðhaldi og endurbótum á leiknum. Hann er spurður um hvort félagið skoði skráningu á hlutabréfamarkað: „Ef við myndum skrá okkur einhvers staðar þá held ég að Nasdaq yrði fyrir valinu.“ Hann er hræddur um að ef CCP myndi skrá sig á íslenskan markað yrði félagið hið eina sinnar tegundar á markaði, sem gæti orðið erfitt. „Okkar hugmyndir eru þær að Ísland er ekki nógu stórt.“ Hilmar segir að metnaður stjórnenda liggi í því að efla félagið og þá oft á tíðum komi tækifærin til manns. Félagið vill vera tilbúið í verkefni sem skráningu án þess að það sé markmið í sjálfu sér. „Vissulega höfum við verið að haga málum þannig upp á síðkastið að við séum tilbúnir í skráningu ef það verður hagstætt á einhverjum tímapunkti.“ Fram hefur komið að General Catalyst Partners, bandarískur fjárfestingasjóður, hefur verið að falast eftir hlutabréfum í CCP fyrir sex hundruð krónur hlutinn. Gengið er um það bil þrefalt hærra gengi en það var um áramótin eftir því sem næst verður komist. „Innkoma þeirra og Novators [stærsta hluthafans í CCP] fyrr á árinu eru dæmi um auknar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum tæknifyrirtækjum,“ segir Hilmar. Með innkomu þessara stóru aðila eflist hluthafahópur CCP til að takast á við stærri verkefni. Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
„Markmið okkar um að EVE-spilarar verði fleiri en Íslendingar er á góðri leið,“ segir Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Áskrifendur netleiksins EVE online voru síðast orðnir 135 þúsund talsins og fjölgar þeim um fimm þúsund á mánuði. Miðað við óbreyttan vöxt verða áskrifendur að EVE online orðnir fleiri en Íslendingar eftir þrjú ár. Fjölgun áskrifenda hefur verið jöfn og stöðug að sögn Hilmars. Um síðustu áramót gerði félagið stóra vélbúnaðaruppfærslu sem hefur gert því kleift að halda utan um þennan vöxt. „Við hreinlega þrefölduðum hestöflin á bak við serverinn okkar. Við getum því tvöfaldað notendahópinn án þess að það valdi okkur sérstökum vandræðum.“ Hilmari sýnist að þegar félagið náði ákveðnum fjölda áskrifenda í netsamfélaginu hafi varan farið að vaxa á eigin skriðþunga. Mikilvægur áfangi náðist þegar fjöldinn fór yfir eitt hundrað þúsund talsins í febrúar síðast liðnum. „Hver nýr áskrifandi lætur þann sem fyrir er fá betri vöru.“ Hilmar leggur á það áherslu að félagið vinni enn að markaðssetningu, viðhaldi og endurbótum á leiknum. Hann er spurður um hvort félagið skoði skráningu á hlutabréfamarkað: „Ef við myndum skrá okkur einhvers staðar þá held ég að Nasdaq yrði fyrir valinu.“ Hann er hræddur um að ef CCP myndi skrá sig á íslenskan markað yrði félagið hið eina sinnar tegundar á markaði, sem gæti orðið erfitt. „Okkar hugmyndir eru þær að Ísland er ekki nógu stórt.“ Hilmar segir að metnaður stjórnenda liggi í því að efla félagið og þá oft á tíðum komi tækifærin til manns. Félagið vill vera tilbúið í verkefni sem skráningu án þess að það sé markmið í sjálfu sér. „Vissulega höfum við verið að haga málum þannig upp á síðkastið að við séum tilbúnir í skráningu ef það verður hagstætt á einhverjum tímapunkti.“ Fram hefur komið að General Catalyst Partners, bandarískur fjárfestingasjóður, hefur verið að falast eftir hlutabréfum í CCP fyrir sex hundruð krónur hlutinn. Gengið er um það bil þrefalt hærra gengi en það var um áramótin eftir því sem næst verður komist. „Innkoma þeirra og Novators [stærsta hluthafans í CCP] fyrr á árinu eru dæmi um auknar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum tæknifyrirtækjum,“ segir Hilmar. Með innkomu þessara stóru aðila eflist hluthafahópur CCP til að takast á við stærri verkefni.
Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira