Salan jókst um 38% milli ársfjórðunga 9. ágúst 2006 08:00 kaupin handsöluð í Árósum Hörður Arnarson, forstjóri Marels, og Lars Gruntvig, stjórnarformaður Scanvaegt, gengu frá kaupum Marels á Scanvaegt á mánudag. "Yfirtökur og sameiningar á þessum markaði hafa leitt af sér æ stærri fyrirtæki," segir Lars. Forstjóri Marel fagnar viðsnúningi í rekstri eftir erfiðar aðstæður sem dregið hafi úr hagnaði síðustu ársfjórðunga. Fyrirtækið birti í gær hálfsársuppgjör þar sem fram kemur að fyrstu sex mánuði ársins hafi sala fyrirtækisins aukist um tæpan fjórðung og um 38 prósent ef bara eru bornir saman annar ársfjórðungur þessa árs og síðasta árs. "Rekstur félagsins á öðrum ársfjórðungi gekk vel. Ánægjulegt er að sjá að vöxtur tekna er um 38 prósent samhliða því að rekstarhagnaðinum hefur verið komið í ásættanlegt horf, 9,3 prósent af sölu, eftir slakan árangur í erfiðu rekstarumhverfi síðustu ársfjórðunga þar á undan," segir Hörður Arnarson, forstjóri Marels, og bætir við að samhliða hefðbundnum rekstri hafi Marel unnið samkvæmt stefnu sem kynnt var á síðasta aðalfundi um aukna áherslu á ytri vöxt. "Samtímis birtingu þessa uppgjörs tilkynnum við um kaup Marels á danska félaginu Scanvaegt. Samþætting á milli Marels, AEW Delford og Carnitech gengur samkvæmt áætlun og framundan er einnig mjög spennandi samþætting við Scanvægt. Seinni hluti þessa árs mun mótast af umfangsmiklum samþættingaraðgerðum og einskiptiskostnaði þeim tengdum en horfur til lengri tíma eru góðar," segir hann, en með vexti ársins er gert ráð fyrir að velta Marels aukist um yfir 100 prósent á árinu. Gengið var frá kaupum Marels á Scanvaegt á mánudag. Kaupverðið var 109,2 milljónir evra, eða tæplega 9,9 milljarðar íslenskra króna. Með viðskiptunum eignast Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanvaegt, og fjölskylda hans átján prósenta hlut í Marel og verða þar þriðji stærsti hluthafi. Samstæða Marels samanstendur af nítján fyrirtækjum með starfsemi í fimmtán löndum þar sem nú starfa yfir 2000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrifstofum. Sala Marels á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam 46,6 milljónum evra, eða 4,3 milljörðum króna, samanborið við 33,9 milljónir evra, eða 2,7 milljarða króna í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi var 4,3 milljónir evra, eða um 399 milljónir króna, samanborið við 3,3 milljónir evra, eða 262 milljónir króna í fyrra. Er þetta sagt vera mesti rekstrarhagnaður fyrirtækisins í einum ársfjórðungi til þessa. Í uppgjöri Marels kemur fram að söluhorfur fyrir árið séu áfram taldar góðar og nýjar vörur sem kynntar hafa verið á síðustu mánuðum hafa fengið góðar viðtökur. "Þriðji ársfjórðungur mun þó eins og áður mótast nokkuð af sumarfríum og jafnframt minni afhendingum og tekjufærslu af þeim sökum," benda forsvarsmenn á, en bæta um leið við að gengisþróun gjaldmiðla hefur verið félaginu hagstæð að undanförnu. "Leiðrétting íslensku krónunnar lækkar íslenskan kostnað félagsins og eykur rekstrarhagnað þess. Félagið hefur gert framvirka samninga sem tryggja hagstætt gengi krónunar fram í nóvember á næsta ári." Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Forstjóri Marel fagnar viðsnúningi í rekstri eftir erfiðar aðstæður sem dregið hafi úr hagnaði síðustu ársfjórðunga. Fyrirtækið birti í gær hálfsársuppgjör þar sem fram kemur að fyrstu sex mánuði ársins hafi sala fyrirtækisins aukist um tæpan fjórðung og um 38 prósent ef bara eru bornir saman annar ársfjórðungur þessa árs og síðasta árs. "Rekstur félagsins á öðrum ársfjórðungi gekk vel. Ánægjulegt er að sjá að vöxtur tekna er um 38 prósent samhliða því að rekstarhagnaðinum hefur verið komið í ásættanlegt horf, 9,3 prósent af sölu, eftir slakan árangur í erfiðu rekstarumhverfi síðustu ársfjórðunga þar á undan," segir Hörður Arnarson, forstjóri Marels, og bætir við að samhliða hefðbundnum rekstri hafi Marel unnið samkvæmt stefnu sem kynnt var á síðasta aðalfundi um aukna áherslu á ytri vöxt. "Samtímis birtingu þessa uppgjörs tilkynnum við um kaup Marels á danska félaginu Scanvaegt. Samþætting á milli Marels, AEW Delford og Carnitech gengur samkvæmt áætlun og framundan er einnig mjög spennandi samþætting við Scanvægt. Seinni hluti þessa árs mun mótast af umfangsmiklum samþættingaraðgerðum og einskiptiskostnaði þeim tengdum en horfur til lengri tíma eru góðar," segir hann, en með vexti ársins er gert ráð fyrir að velta Marels aukist um yfir 100 prósent á árinu. Gengið var frá kaupum Marels á Scanvaegt á mánudag. Kaupverðið var 109,2 milljónir evra, eða tæplega 9,9 milljarðar íslenskra króna. Með viðskiptunum eignast Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanvaegt, og fjölskylda hans átján prósenta hlut í Marel og verða þar þriðji stærsti hluthafi. Samstæða Marels samanstendur af nítján fyrirtækjum með starfsemi í fimmtán löndum þar sem nú starfa yfir 2000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrifstofum. Sala Marels á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam 46,6 milljónum evra, eða 4,3 milljörðum króna, samanborið við 33,9 milljónir evra, eða 2,7 milljarða króna í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi var 4,3 milljónir evra, eða um 399 milljónir króna, samanborið við 3,3 milljónir evra, eða 262 milljónir króna í fyrra. Er þetta sagt vera mesti rekstrarhagnaður fyrirtækisins í einum ársfjórðungi til þessa. Í uppgjöri Marels kemur fram að söluhorfur fyrir árið séu áfram taldar góðar og nýjar vörur sem kynntar hafa verið á síðustu mánuðum hafa fengið góðar viðtökur. "Þriðji ársfjórðungur mun þó eins og áður mótast nokkuð af sumarfríum og jafnframt minni afhendingum og tekjufærslu af þeim sökum," benda forsvarsmenn á, en bæta um leið við að gengisþróun gjaldmiðla hefur verið félaginu hagstæð að undanförnu. "Leiðrétting íslensku krónunnar lækkar íslenskan kostnað félagsins og eykur rekstrarhagnað þess. Félagið hefur gert framvirka samninga sem tryggja hagstætt gengi krónunar fram í nóvember á næsta ári."
Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira