Skotinn til bana af samherjum 5. september 2006 07:00 Kanadískir hermenn í AFganistan Hermennirnir voru býsna niðurlútir í gær eftir að fréttir bárust af því að félagi þeirra hefði fallið fyrir skotum úr vinveittri flugvél. MYND/AP Einn kanadískur hermaður fórst og nokkrir særðust í gærmorgun þegar tvær bandarískar herþotur á vegum NATO gerðu loftárás í suðurhluta Afganistans. Loftárásin var gerð að beiðni NATO-sveitanna sem áttu þar í bardögum á jörðu niðri við talibana. Meira en 20 manns að auki fórust í Afganistan í gær, þar á meðal fjórir Afganar og einn breskur hermaður þegar sjálfsmorðsárás var gerð á bílalest NATO í höfuðborginni Kabúl. Hörð átök geisuðu um helgina milli talibana og NATO-hermanna í Kandahar-héraði í suðurhluta landsins. Átökin eru þau mannskæðustu frá því að bandaríski herinn og bandamenn hans steyptu talibanastjórn landsins af stóli fyrir fimm árum. Hersveitir NATO hófu á laugardaginn harða herferð gegn herskáum talibönum í Panjwayi-héraði, sem er hluti af Kandahar. Markmið herferðarinnar, sem hefur fengið nafnið Medúsa, er að hrekja hina herskáu talibana á brott frá svæðinu. Fjölmennur hópur talibana hefur haft aðsetur í Panjawi um langa tíð og skipulagt þar andspyrnu gegn bandaríska hernum og nú síðast gegn hersveitum á vegum NATO, sem tók við stjórn héraðsins í síðasta mánuði. Hersveitir NATO halda því fram að meira en 200 talibanar hafi fallið fyrstu tvo dagana frá því að herferðin hófst, á laugardag og sunnudag. Afganska varnarmálaráðuneytið segir að 89 talibanar hafi fallið, en sjálfir halda talibanar því fram að þeir hafi misst innan við tíu manns. „Þeir segjast hafa drepið 200 talibana en þeir drápu ekki einu sinni tíu,“ sagði Mullah Dadullah, sem er leiðtogi herskárra talibana í suðurhluta Afganistans. Hann talaði við fréttamann AP-fréttastofunnar í gegnum gervihnattarsíma, en fréttamaðurinn hefur áður talað við Dadullah og þekkti rödd hans. Dadullah sagði einnig að Mullah Omar væri enn æðsti leiðtogi talibananna, en hann fór í felur þegar talibanastjórnin hraktist frá völdum á sínum tíma. NATO heldur því einnig fram að afganska lögreglan hafi handtekið 80 talibana og 180 aðrir hafi flúið. Á sunnudaginn fórust einnig fjórir kanadískir hermenn og sjö særðust í bardögum við herskáa talibana í Pajwayi. Frá árinu 2002 hafa þá samtals 32 kanadískir hermenn og einn kanadískur stjórnarerindreki fallið í Afganistan. Frá því í nóvember árið 2001 hafa einnig 37 breskir hermenn fallið í Afganistan. Í gær sagði Richard Dannatt, yfirmaður breska herráðssins, í viðtali við breska dagblaðið Guardian, að það væri alveg á mörkunum að breski herinn réði við þau verkefni, sem hann hefði tekið að sér í Afganistan og Írak. Erlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Einn kanadískur hermaður fórst og nokkrir særðust í gærmorgun þegar tvær bandarískar herþotur á vegum NATO gerðu loftárás í suðurhluta Afganistans. Loftárásin var gerð að beiðni NATO-sveitanna sem áttu þar í bardögum á jörðu niðri við talibana. Meira en 20 manns að auki fórust í Afganistan í gær, þar á meðal fjórir Afganar og einn breskur hermaður þegar sjálfsmorðsárás var gerð á bílalest NATO í höfuðborginni Kabúl. Hörð átök geisuðu um helgina milli talibana og NATO-hermanna í Kandahar-héraði í suðurhluta landsins. Átökin eru þau mannskæðustu frá því að bandaríski herinn og bandamenn hans steyptu talibanastjórn landsins af stóli fyrir fimm árum. Hersveitir NATO hófu á laugardaginn harða herferð gegn herskáum talibönum í Panjwayi-héraði, sem er hluti af Kandahar. Markmið herferðarinnar, sem hefur fengið nafnið Medúsa, er að hrekja hina herskáu talibana á brott frá svæðinu. Fjölmennur hópur talibana hefur haft aðsetur í Panjawi um langa tíð og skipulagt þar andspyrnu gegn bandaríska hernum og nú síðast gegn hersveitum á vegum NATO, sem tók við stjórn héraðsins í síðasta mánuði. Hersveitir NATO halda því fram að meira en 200 talibanar hafi fallið fyrstu tvo dagana frá því að herferðin hófst, á laugardag og sunnudag. Afganska varnarmálaráðuneytið segir að 89 talibanar hafi fallið, en sjálfir halda talibanar því fram að þeir hafi misst innan við tíu manns. „Þeir segjast hafa drepið 200 talibana en þeir drápu ekki einu sinni tíu,“ sagði Mullah Dadullah, sem er leiðtogi herskárra talibana í suðurhluta Afganistans. Hann talaði við fréttamann AP-fréttastofunnar í gegnum gervihnattarsíma, en fréttamaðurinn hefur áður talað við Dadullah og þekkti rödd hans. Dadullah sagði einnig að Mullah Omar væri enn æðsti leiðtogi talibananna, en hann fór í felur þegar talibanastjórnin hraktist frá völdum á sínum tíma. NATO heldur því einnig fram að afganska lögreglan hafi handtekið 80 talibana og 180 aðrir hafi flúið. Á sunnudaginn fórust einnig fjórir kanadískir hermenn og sjö særðust í bardögum við herskáa talibana í Pajwayi. Frá árinu 2002 hafa þá samtals 32 kanadískir hermenn og einn kanadískur stjórnarerindreki fallið í Afganistan. Frá því í nóvember árið 2001 hafa einnig 37 breskir hermenn fallið í Afganistan. Í gær sagði Richard Dannatt, yfirmaður breska herráðssins, í viðtali við breska dagblaðið Guardian, að það væri alveg á mörkunum að breski herinn réði við þau verkefni, sem hann hefði tekið að sér í Afganistan og Írak.
Erlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira