Sitja eftir í séreigninni 6. september 2006 00:01 Sjóðsfélagar í séreignardeildum eru aðeins þriðjungur af sjóðsfélögum sameignardeilda Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða bendir á að mikil samkeppni sé við aðra vörsluaðila um séreignarsparnað. Fréttablaðið/Hari Um síðustu áramót var fjöldi sjóðsfélaga í lífeyrissjóðakerfinu yfir 174 þúsund en á sama tíma greiddu tæplega 59 þúsund séreignarsparnað til lífeyrissjóðanna, samkvæmt tölum sem Fjármálaeftirlitið tók saman og birti nýverið. Hlutfall sjóðsfélaga séreignardeilda er því um þriðjungur af sjóðsfélögum sameignardeildanna. Þetta hlutfall er jafnvel enn lægra hjá stærstu lífeyrissjóðum landsins, Gildi, LSR og LV, eða sjö til fjórtán prósent. Í samantekt FME kemur fram að séreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila var um 146 milljarðar króna í árslok 2005 og hafði hækkað um tæpan þriðjung á milli ára. Þetta jafngildir tólf prósentum af heildareignum lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðir, sem voru hreinir séreignarsjóðir fyrir gildistöku laga frá 1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, skera sig mjög úr í þessum efnum, en tæp sextíu prósent af öllum séreignarsparnaði landsmanna liggur hjá þessum sjóðum, eða 86,5 milljarðar. Þessir sjóðir bjóða einnig lágmarkstryggingavernd. Vörsluaðilar, aðrir en lífeyrissjóðir, höfðu í sinni vörslu 40,8 milljarða í séreign en aðrir lífeyrissjóðir, sem byggja eignir sínar að stórum hluta á samtryggingu, voru aðeins með 18,7 milljarða í vörslu. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að bankar, sparisjóðir og aðrir vörsluaðilar séu í mikilli samkeppni við lífeyrissjóðina um viðbótarlífeyrissparnað fólks. Það hefur ekki verið rætt sameiginlega innan lífeyrissjóðanna hvernig hækka megi þetta hlutfall, enda eru sjóðirnir líka í innbyrðis samkeppni um viðbótarlífeyrissparnaðinn. Lífeyrissjóðirnir kvarta ekki undan samkeppninni við aðra vörsluaðila, enda geta sjóðirnir oft sýnt betri ávöxtun og lægri kostnað. Endanlegt val er hins vegar alltaf hjá einstaklingunum. Þegar Hrafn var inntur eftir því hvort lífeyrissjóðir auglýsi sig of lítið svaraði hann að þótt stjórnendur lífeyrissjóða leggi sig fram við að halda rekstrarkostnaði í lágmarki þýði það ekki að sjóðirnir séu ósýnilegir, enda sendi þeir fréttabréf til sjóðsfélaga og auglýsi sig í blöðum stéttarfélaga. Ég hef meiri áhyggjur af að fólk skuli ekki taka þátt í séreignarsparnaði. Það er mikið hagræði í því, segir Hrafn og vísar þar til íslenskrar könnunar sem sýndi að aðeins helmingur launþega borgi í viðbótarlífeyrissparnað. Hann segir að séreignardeildir lífeyrissjóðanna hafi vaxið á þeim tíma þegar þeir sem greiddu ekki í séreignarsparnað fengu samt sem áður eitt prósent í viðbótarlífeyrissparnað frá atvinnurekendum. Þetta fyrirkomulag var afnumið árið 2005 er sparnaðurinn varð valfrjáls. Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Um síðustu áramót var fjöldi sjóðsfélaga í lífeyrissjóðakerfinu yfir 174 þúsund en á sama tíma greiddu tæplega 59 þúsund séreignarsparnað til lífeyrissjóðanna, samkvæmt tölum sem Fjármálaeftirlitið tók saman og birti nýverið. Hlutfall sjóðsfélaga séreignardeilda er því um þriðjungur af sjóðsfélögum sameignardeildanna. Þetta hlutfall er jafnvel enn lægra hjá stærstu lífeyrissjóðum landsins, Gildi, LSR og LV, eða sjö til fjórtán prósent. Í samantekt FME kemur fram að séreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila var um 146 milljarðar króna í árslok 2005 og hafði hækkað um tæpan þriðjung á milli ára. Þetta jafngildir tólf prósentum af heildareignum lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðir, sem voru hreinir séreignarsjóðir fyrir gildistöku laga frá 1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, skera sig mjög úr í þessum efnum, en tæp sextíu prósent af öllum séreignarsparnaði landsmanna liggur hjá þessum sjóðum, eða 86,5 milljarðar. Þessir sjóðir bjóða einnig lágmarkstryggingavernd. Vörsluaðilar, aðrir en lífeyrissjóðir, höfðu í sinni vörslu 40,8 milljarða í séreign en aðrir lífeyrissjóðir, sem byggja eignir sínar að stórum hluta á samtryggingu, voru aðeins með 18,7 milljarða í vörslu. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að bankar, sparisjóðir og aðrir vörsluaðilar séu í mikilli samkeppni við lífeyrissjóðina um viðbótarlífeyrissparnað fólks. Það hefur ekki verið rætt sameiginlega innan lífeyrissjóðanna hvernig hækka megi þetta hlutfall, enda eru sjóðirnir líka í innbyrðis samkeppni um viðbótarlífeyrissparnaðinn. Lífeyrissjóðirnir kvarta ekki undan samkeppninni við aðra vörsluaðila, enda geta sjóðirnir oft sýnt betri ávöxtun og lægri kostnað. Endanlegt val er hins vegar alltaf hjá einstaklingunum. Þegar Hrafn var inntur eftir því hvort lífeyrissjóðir auglýsi sig of lítið svaraði hann að þótt stjórnendur lífeyrissjóða leggi sig fram við að halda rekstrarkostnaði í lágmarki þýði það ekki að sjóðirnir séu ósýnilegir, enda sendi þeir fréttabréf til sjóðsfélaga og auglýsi sig í blöðum stéttarfélaga. Ég hef meiri áhyggjur af að fólk skuli ekki taka þátt í séreignarsparnaði. Það er mikið hagræði í því, segir Hrafn og vísar þar til íslenskrar könnunar sem sýndi að aðeins helmingur launþega borgi í viðbótarlífeyrissparnað. Hann segir að séreignardeildir lífeyrissjóðanna hafi vaxið á þeim tíma þegar þeir sem greiddu ekki í séreignarsparnað fengu samt sem áður eitt prósent í viðbótarlífeyrissparnað frá atvinnurekendum. Þetta fyrirkomulag var afnumið árið 2005 er sparnaðurinn varð valfrjáls.
Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira