LSR í 170. sæti í Evrópu 20. september 2006 00:01 Ríkisstarfsmenn við störf Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins var í 170. sæti á lista IPE yfir stærstu lífeyrissjóði Evrópu á síðasta ári. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að síðustu ár hafi verið góð og útlitið er gott fyrir þetta ár. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, var í 170. sæti yfir stærstu lífeyrissjóði Evrópu um síðustu áramót samkvæmt úttekt Investment & Pensions Europe (IPE), fagtímarits um lífeyrissjóði. Nær samantektin til eitt þúsund stærstu lífeyrissjóða álfunnar. Heildareignir LSR námu 227 milljörðum króna í árslok 2005 og var ávöxtun síðasta árs sú besta í sögu sjóðsins. Ætla má að LSR hafi hækkað um einhver sæti á lista IPE þar sem eignir sjóðsins jukust um þrjátíu milljarða á fyrri hluta ársins. Síðustu þrjú ár hafa verið mjög góð og útlitið fyrir þetta ár er einnig gott, segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, og bendir á að sjóðurinn hafi vaxið hraðar en aðrir íslenskir lífeyrissjóðir á síðustu árum. Eignasamsetningin er dreifð þar sem rétt rúmur helmingur eigna er í innlendum skuldabréfum og restin í innlendum og erlendum hlutabréfum. Haukur segir að hækkun á fyrri hluta ársins stafi meðal annars af gengisþróun krónunnar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) og Gildi lífeyrissjóður eru einnig ofarlega á lista IPE; LV í 269. sæti og Gildi einu sæti neðar. Eignir LV voru 191 milljarður króna sem er tíu milljörðum hærri fjárhæð en heildareignir Gildis. Almenni lífeyrissjóðurinn sat í 445. sæti en alls komust sautján íslenskir lífeyrissjóðir inn á lista IPE. Margt bendir til þess að íslensku sjóðirnir hækki enn frekar á næstu árum, enda er mikil sjóðasöfnun í lífeyrissjóðakerfinu og stefnir í ágæta raunávöxtun á árinu ef marka má milliuppgjör lífeyrissjóðanna. Stærsti lífeyrissjóður Evrópu er ABP í Hollandi með heildareignir upp á 186,9 milljarða evra í árslok. ABP er því 56 sinnum stærri en LSR. Norski ríkislífeyrissjóðurinn, sem að hluta til er gamli Olíusjóðurinn, kemur næstur og sænsku ríkislífeyrissjóðirnir AP Fonden sitja í þriðja sæti listans. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, var í 170. sæti yfir stærstu lífeyrissjóði Evrópu um síðustu áramót samkvæmt úttekt Investment & Pensions Europe (IPE), fagtímarits um lífeyrissjóði. Nær samantektin til eitt þúsund stærstu lífeyrissjóða álfunnar. Heildareignir LSR námu 227 milljörðum króna í árslok 2005 og var ávöxtun síðasta árs sú besta í sögu sjóðsins. Ætla má að LSR hafi hækkað um einhver sæti á lista IPE þar sem eignir sjóðsins jukust um þrjátíu milljarða á fyrri hluta ársins. Síðustu þrjú ár hafa verið mjög góð og útlitið fyrir þetta ár er einnig gott, segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, og bendir á að sjóðurinn hafi vaxið hraðar en aðrir íslenskir lífeyrissjóðir á síðustu árum. Eignasamsetningin er dreifð þar sem rétt rúmur helmingur eigna er í innlendum skuldabréfum og restin í innlendum og erlendum hlutabréfum. Haukur segir að hækkun á fyrri hluta ársins stafi meðal annars af gengisþróun krónunnar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) og Gildi lífeyrissjóður eru einnig ofarlega á lista IPE; LV í 269. sæti og Gildi einu sæti neðar. Eignir LV voru 191 milljarður króna sem er tíu milljörðum hærri fjárhæð en heildareignir Gildis. Almenni lífeyrissjóðurinn sat í 445. sæti en alls komust sautján íslenskir lífeyrissjóðir inn á lista IPE. Margt bendir til þess að íslensku sjóðirnir hækki enn frekar á næstu árum, enda er mikil sjóðasöfnun í lífeyrissjóðakerfinu og stefnir í ágæta raunávöxtun á árinu ef marka má milliuppgjör lífeyrissjóðanna. Stærsti lífeyrissjóður Evrópu er ABP í Hollandi með heildareignir upp á 186,9 milljarða evra í árslok. ABP er því 56 sinnum stærri en LSR. Norski ríkislífeyrissjóðurinn, sem að hluta til er gamli Olíusjóðurinn, kemur næstur og sænsku ríkislífeyrissjóðirnir AP Fonden sitja í þriðja sæti listans.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira