Skáldkona sýknuð 22. september 2006 07:45 frá mótmælaaðgerðum fyrir utan réttarsalinn Kona heldur á tyrkneskum fánum en á jörðinni má sjá fána Evrópusambandsins með hakakross í miðjunni. MYND/AP Dómstóll í Tyrklandi var í gær ekki lengi að sýkna rithöfundinn Elif Shafak af ákæru um að í einni af skáldsögum hennar væri að finna móðgandi ummæli um Tyrki. Réttarhöldin stóðu aðeins í hálfan annan tíma og lauk með því að dómstóllinn sagði engan fót vera fyrir ákærunni. Evrópusambandið hafði varað Tyrkland við því að draga rithöfunda og blaðamenn fyrir dóm vegna skrifa þeirra. Slíkt gæti dregið úr líkum á því að Tyrkland hljóti inngöngu í Evrópusambandið. Um það bil 25 tyrkneskir þjóðernissinnar höfðu uppi mótmæli fyrir utan réttarsalinn, héldu á lofti tyrkneskum fánum ásamt bláum fána Evrópusambandsins, sem hafði verið breytt þannig að hakakross að hætti nasista var í miðju fánans. Til skammvinnra átaka kom milli mótmælenda og lögreglunnar að loknum réttarhöldunum. Ákæran var út af skáldsögunni Skepnan frá Istanbúl, sem Shafak skrifaði þegar hún bjó í Bandaríkjunum. Í bókinni er fjallað um alræmd fjöldamorð á Armenum sem Tyrkir frömdu snemma á 20. öld þegar Tyrkjaveldi var að líða undir lok. Armensk persóna í bókinni talar um tyrknesku slátrarana, og það voru þessi orð sem urðu tilefni til ákærunnar. Tyrkir hafa allt til þessa dags neitað að tala um morðin sem þjóðarmorð, þrátt fyrir að allt að ein og hálf milljón Armena, sem búsettir voru í austurhluta Tyrkjaveldis, hafi ýmist verið hraktir frá heimkynnum sínum eða drepnir. Sjálf gat Shafak ekki mætt til réttarhaldanna í gær, þar sem hún fæddi stúlkubarn á laugardaginn og var enn á sjúkrahúsi. Hefði hún verið dæmd fyrir ummæli sín, hefði hún getað átt von á allt að þriggja ára fangelsisdómi. Þetta er skömm, ekki bara fyrir hana heldur fyrir Tyrkland. Allt málið er fáránlegt, sagði eiginmaður hennar, Eyup Can, áður en réttarhöldin hófust. Fleiri rithöfundar og blaðamenn í Tyrklandi hafa verið dregnir fyrir dóm eða eiga yfir höfði sér réttarhöld vegna orða sinna, sem talin eru meiðandi fyrir Tyrkland eða tyrkneskt þjóðerni. Á síðasta ári felldi tyrkneskur dómstóll niður ákærur á hendur öðrum frægum rithöfundi, Orhan Pamuk, sem hafði verið ákærður fyrir ummæli sín um fjöldamorðin á Armenum. Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Dómstóll í Tyrklandi var í gær ekki lengi að sýkna rithöfundinn Elif Shafak af ákæru um að í einni af skáldsögum hennar væri að finna móðgandi ummæli um Tyrki. Réttarhöldin stóðu aðeins í hálfan annan tíma og lauk með því að dómstóllinn sagði engan fót vera fyrir ákærunni. Evrópusambandið hafði varað Tyrkland við því að draga rithöfunda og blaðamenn fyrir dóm vegna skrifa þeirra. Slíkt gæti dregið úr líkum á því að Tyrkland hljóti inngöngu í Evrópusambandið. Um það bil 25 tyrkneskir þjóðernissinnar höfðu uppi mótmæli fyrir utan réttarsalinn, héldu á lofti tyrkneskum fánum ásamt bláum fána Evrópusambandsins, sem hafði verið breytt þannig að hakakross að hætti nasista var í miðju fánans. Til skammvinnra átaka kom milli mótmælenda og lögreglunnar að loknum réttarhöldunum. Ákæran var út af skáldsögunni Skepnan frá Istanbúl, sem Shafak skrifaði þegar hún bjó í Bandaríkjunum. Í bókinni er fjallað um alræmd fjöldamorð á Armenum sem Tyrkir frömdu snemma á 20. öld þegar Tyrkjaveldi var að líða undir lok. Armensk persóna í bókinni talar um tyrknesku slátrarana, og það voru þessi orð sem urðu tilefni til ákærunnar. Tyrkir hafa allt til þessa dags neitað að tala um morðin sem þjóðarmorð, þrátt fyrir að allt að ein og hálf milljón Armena, sem búsettir voru í austurhluta Tyrkjaveldis, hafi ýmist verið hraktir frá heimkynnum sínum eða drepnir. Sjálf gat Shafak ekki mætt til réttarhaldanna í gær, þar sem hún fæddi stúlkubarn á laugardaginn og var enn á sjúkrahúsi. Hefði hún verið dæmd fyrir ummæli sín, hefði hún getað átt von á allt að þriggja ára fangelsisdómi. Þetta er skömm, ekki bara fyrir hana heldur fyrir Tyrkland. Allt málið er fáránlegt, sagði eiginmaður hennar, Eyup Can, áður en réttarhöldin hófust. Fleiri rithöfundar og blaðamenn í Tyrklandi hafa verið dregnir fyrir dóm eða eiga yfir höfði sér réttarhöld vegna orða sinna, sem talin eru meiðandi fyrir Tyrkland eða tyrkneskt þjóðerni. Á síðasta ári felldi tyrkneskur dómstóll niður ákærur á hendur öðrum frægum rithöfundi, Orhan Pamuk, sem hafði verið ákærður fyrir ummæli sín um fjöldamorðin á Armenum.
Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira