Blikar skutust upp í fimmta sætið 24. september 2006 08:30 Fyrir lokaumferðina í Landsbankadeildinni í gær var ljóst að Breiðablik væri öruggt með sæti sitt ef liðinu tækist að sigra Keflavík á heimavelli sínum. Sú varð raunin og Blikar unnu góðan og mjög svo verðskuldaðan 2-1 sigur. Gestirnir höfðu ekki að neinu að keppa í leiknum því ljóst var að liðið myndi enda í fjórða sætinu, sama hvernig færi á Kópavogsvelli. Þeir leika bikarúrslitaleik um næstu helgi og hvíldu þeir fyrirliða sinn, Guðmund Steinarsson, í þessum leik en hann er einu spjaldi frá því að fara í leikbann. Fyrsta marktilraunin kom á elleftu mínútu þegar Arnar Grétarsson átti skot úr aukaspyrnu sem fór naumlega framhjá. Stuttu seinna fékk Hallgrímur Jónasson ágætis færi á hinum enda vallarins en skalli hans fór yfir. Það var svo Magnús Páll Gunnarsson sem kom Blikum yfir eftir sautján mínútna leik þegar hann skoraði eftir sendingu bakvarðarins Árna Kristins Gunnarssonar. Örfáum mínútum síðar var hann svo nálægt því að skora aftur en þá skallaði hann framhjá eftir fyrirgjöf frá Steinþóri Þorsteinssyni sem átti mjög góðan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir tæpan hálftíma var Branislav Milicevic dæmdur brotlegur innan teigs og Arnar Grétarsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni, hans fyrsta og eina mark á tímabilinu. Seinni hálfleikurinn var ótrúlega bragðdaufur, Keflvíkingar voru meira með boltann en náðu ekkert að skapa sér. Ellert Hreinsson fékk besta færi heimamanna þegar hann var nánast sloppinn í gegn en Kenneth Gustafsson sýndi fína vörn og bjargaði. Pedr Podzemsky lék í hjarta varnarinnar hjá Blikum í þessum leik og varð hann fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í leiknum. Það breytti þó ekki því að Breiðablik vann leikinn enda mun betra liðið í leiknum í gær. Blikar enduðu í fimmta sæti deildarinnar þrátt fyrir að hafa verið í fallhættu fyrir leikinn og endurspeglar það kannski hvernig deildin hefur verið í sumar. Það er því ljóst að við fáum Kópavogsslag á næsta tímabili í Landsbankadeildinni en HK er komið upp í úrvalsdeildina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Fyrir lokaumferðina í Landsbankadeildinni í gær var ljóst að Breiðablik væri öruggt með sæti sitt ef liðinu tækist að sigra Keflavík á heimavelli sínum. Sú varð raunin og Blikar unnu góðan og mjög svo verðskuldaðan 2-1 sigur. Gestirnir höfðu ekki að neinu að keppa í leiknum því ljóst var að liðið myndi enda í fjórða sætinu, sama hvernig færi á Kópavogsvelli. Þeir leika bikarúrslitaleik um næstu helgi og hvíldu þeir fyrirliða sinn, Guðmund Steinarsson, í þessum leik en hann er einu spjaldi frá því að fara í leikbann. Fyrsta marktilraunin kom á elleftu mínútu þegar Arnar Grétarsson átti skot úr aukaspyrnu sem fór naumlega framhjá. Stuttu seinna fékk Hallgrímur Jónasson ágætis færi á hinum enda vallarins en skalli hans fór yfir. Það var svo Magnús Páll Gunnarsson sem kom Blikum yfir eftir sautján mínútna leik þegar hann skoraði eftir sendingu bakvarðarins Árna Kristins Gunnarssonar. Örfáum mínútum síðar var hann svo nálægt því að skora aftur en þá skallaði hann framhjá eftir fyrirgjöf frá Steinþóri Þorsteinssyni sem átti mjög góðan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir tæpan hálftíma var Branislav Milicevic dæmdur brotlegur innan teigs og Arnar Grétarsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni, hans fyrsta og eina mark á tímabilinu. Seinni hálfleikurinn var ótrúlega bragðdaufur, Keflvíkingar voru meira með boltann en náðu ekkert að skapa sér. Ellert Hreinsson fékk besta færi heimamanna þegar hann var nánast sloppinn í gegn en Kenneth Gustafsson sýndi fína vörn og bjargaði. Pedr Podzemsky lék í hjarta varnarinnar hjá Blikum í þessum leik og varð hann fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í leiknum. Það breytti þó ekki því að Breiðablik vann leikinn enda mun betra liðið í leiknum í gær. Blikar enduðu í fimmta sæti deildarinnar þrátt fyrir að hafa verið í fallhættu fyrir leikinn og endurspeglar það kannski hvernig deildin hefur verið í sumar. Það er því ljóst að við fáum Kópavogsslag á næsta tímabili í Landsbankadeildinni en HK er komið upp í úrvalsdeildina í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira