Vænt sala gekk ekki eftir 27. september 2006 00:01 Hafþór Hafsteinsson Sala Avion á meirihluta hlutafjár í Avion Aircraft Trading hefur ekki enn gengið eftir. Áform stjórnenda Avion Group um sölu á meirihluta hlutafjár í dótturfélaginu Avion Aircraft Trading (AAT) gengu ekki eftir á þriðja ársfjórðungi en félagið átti í viðræðum við erlendan fjárfesti um kaup á hlutnum. Hefði salan gengið eftir hefði Avion hagnast verulega enda er dótturfélagið bókfært á fimm milljónir Bandaríkjadala en metið á tuttugufalda hærri upphæð. AAT er félag sem fjárfestir í flugvélum með það að markmiði að selja þær síðar með hagnaði. Avion Group vill ekki síður selja hlutinn til að minnka bólginn efnahagsreikning vegna flugvélakaupanna. Spáði Landsbankinn því í afkomuspá sinni að söluhagnaðurinn af hlutnum í AAT gæti numið tæpum 3,4 milljörðum króna og reiknaði KB banki einnig með því að salan myndi falla til á síðasta ársfjórðungi. Þar sem viðskiptin gengu ekki í gegn var afkoma Avion langt undir afkomuspám. Hafþór Hafsteinsson, stjórnarformaður AAT, segir að eitt og annað hafi síðar komið upp sem mönnum hafi þótt óásættanlegt og því hafi verið ákveðið að leitað til fleiri aðila. Ástæðan fyrir því að félagið hefði greint frá viðræðunum á kynningarfundi í lok júní var sú að samkomulag hafði verið handsalað. "Þegar við vorum að ganga frá skjölum eftir fundinn þá voru sett fram ákveðin skilyrði sem þurfti að fara með til stjórnar. Á sama tíma sýndu fleiri þessum hluta áhuga þannig að stjórnin mat það svo að við ættum ekki að ganga frá sölu við þennan aðila heldur ræða við fleiri." Ekki var ágreiningur um verð að sögn Hafþórs. Forsvarsmenn Avion Group töldu að skilyrði um arðgreiðslur og lánafyrirkomulag hefðu verið óásættanleg. Hafþór segir að viðræðuslitin séu nýtilkomin og því hafi ekki þótt ástæða til að greina frá þeim fyrr en við birtingu níu mánaða uppgjörs nú í vikunni. Hann getur ekki greint frá því hvort niðurstaða fáist á yfirstandandi ársfjórðungi. Gangi salan ekki eftir á núverandi reikningsári, sem lýkur í október, reiknar Greining Glitnis með talsverðu tapi af rekstri Avion fyrir árið í heild. Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Áform stjórnenda Avion Group um sölu á meirihluta hlutafjár í dótturfélaginu Avion Aircraft Trading (AAT) gengu ekki eftir á þriðja ársfjórðungi en félagið átti í viðræðum við erlendan fjárfesti um kaup á hlutnum. Hefði salan gengið eftir hefði Avion hagnast verulega enda er dótturfélagið bókfært á fimm milljónir Bandaríkjadala en metið á tuttugufalda hærri upphæð. AAT er félag sem fjárfestir í flugvélum með það að markmiði að selja þær síðar með hagnaði. Avion Group vill ekki síður selja hlutinn til að minnka bólginn efnahagsreikning vegna flugvélakaupanna. Spáði Landsbankinn því í afkomuspá sinni að söluhagnaðurinn af hlutnum í AAT gæti numið tæpum 3,4 milljörðum króna og reiknaði KB banki einnig með því að salan myndi falla til á síðasta ársfjórðungi. Þar sem viðskiptin gengu ekki í gegn var afkoma Avion langt undir afkomuspám. Hafþór Hafsteinsson, stjórnarformaður AAT, segir að eitt og annað hafi síðar komið upp sem mönnum hafi þótt óásættanlegt og því hafi verið ákveðið að leitað til fleiri aðila. Ástæðan fyrir því að félagið hefði greint frá viðræðunum á kynningarfundi í lok júní var sú að samkomulag hafði verið handsalað. "Þegar við vorum að ganga frá skjölum eftir fundinn þá voru sett fram ákveðin skilyrði sem þurfti að fara með til stjórnar. Á sama tíma sýndu fleiri þessum hluta áhuga þannig að stjórnin mat það svo að við ættum ekki að ganga frá sölu við þennan aðila heldur ræða við fleiri." Ekki var ágreiningur um verð að sögn Hafþórs. Forsvarsmenn Avion Group töldu að skilyrði um arðgreiðslur og lánafyrirkomulag hefðu verið óásættanleg. Hafþór segir að viðræðuslitin séu nýtilkomin og því hafi ekki þótt ástæða til að greina frá þeim fyrr en við birtingu níu mánaða uppgjörs nú í vikunni. Hann getur ekki greint frá því hvort niðurstaða fáist á yfirstandandi ársfjórðungi. Gangi salan ekki eftir á núverandi reikningsári, sem lýkur í október, reiknar Greining Glitnis með talsverðu tapi af rekstri Avion fyrir árið í heild.
Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira