Óvíst að bankarnir vilji fara íbúðabankaleiðina 28. september 2006 00:01 Íbúðabankinn, sem stýrihópur félagsmálaráðherra leggur til að verði til úr Íbúðalánasjóði, myndi hafa umsjón með greiðslumati og samþykkt fasteignalána. Boðað hefur verið að félagsmálaráðherra leggi á haustþinginu fram frumvarp um framtíðarskipan Íbúðalánasjóðs. Stýrihópur sem ráðherra skipaði í febrúarlok leggur til íbúðabankaleið sem viðskiptabönkunum er lítt hugnanleg. Enn er talsverður ágreiningur um hvert endurskoðað starfssvið Íbúðalánasjóðs á að vera. Stýrihópur félagsmálaráðherra hefur lagt til að stjórnvöld hlutist til um lagabreytingar sem heimili Íbúðalánasjóði að setja á fót fjármögnunarkerfi á heildsölustigi. „Í fljótu bragði virðist sem tillögur hópsins gangi í meginatriðum út á að hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags á fasteignalánamarkaði. Gert er ráð fyrir að bankar og sparisjóðir gerist afgreiðsluaðilar nýs Íbúðabanka á hans skilmálum. Hlutverk þeirra verði að framkvæma greiðslumat og veita þjónustu vegna lánanna, fram að verulegum vanskilum,“ segir í vegvísi Landsbankans um málið. Á vinnslustigi álits stýrihópsins gerðu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) athugasemdir við fyrri tillögur og ber enn nokkuð í milli núna. Því er ekki talið sjálfgefið að bankarnir fallist á að gerast afgreiðsluaðilar fyrir nýjan Íbúðabanka og segja bankarnir tillögurnar ekki líklegar til sátta. Greiningardeild KB banka bendir á að framkvæmd fjármögnunarkerfis á heildsölustigi hljóti að byggja á samvinnu við aðildarfélaga SBV og því enn óljóst hver verði framtíð Íbúðalánasjóðs. „Ljóst er þó að SBV mun ekki ganga til samstarfs á þeim grundvelli sem stýrihópurinn leggur til en ef bankar og sparisjóðir ganga ekki til samstarfs við ríkisvaldið í þessum tillögum ganga þær illa upp,“ segir jafnframt í áliti greiningardeildar Glitnis og álit stýrihópsins sagt litlu breyta um þá óvissu sem ríkt hafi um framtíð Íbúðalánasjóðs. „Enn fremur óttumst við að ekkert muni verða gert frekar til að eyða þeirri óvissu fram yfir kosningar næsta vor.“ Samkvæmt tillögum stýrihópsins verður Íbúðalánasjóður hinn eiginlegi lánveitandi fasteignalána. Hann setur reglur fyrir greiðslumat og samþykkir umsóknir rafrænt og tekur við innheimtu lánanna lendi þau í verulegum vanskilum. Íbúðabankinn heldur utan um miðlægt tölvukerfi sem sér um umsóknir, greiðslumat og samskipti við banka og sparisjóði. Munurinn á nýju og eldra kerfi íbúðalána fælist svo í útgáfu sérvarinna skuldabréfa (e. covered bonds) og afnámi ríkisábyrgðar. Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Boðað hefur verið að félagsmálaráðherra leggi á haustþinginu fram frumvarp um framtíðarskipan Íbúðalánasjóðs. Stýrihópur sem ráðherra skipaði í febrúarlok leggur til íbúðabankaleið sem viðskiptabönkunum er lítt hugnanleg. Enn er talsverður ágreiningur um hvert endurskoðað starfssvið Íbúðalánasjóðs á að vera. Stýrihópur félagsmálaráðherra hefur lagt til að stjórnvöld hlutist til um lagabreytingar sem heimili Íbúðalánasjóði að setja á fót fjármögnunarkerfi á heildsölustigi. „Í fljótu bragði virðist sem tillögur hópsins gangi í meginatriðum út á að hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags á fasteignalánamarkaði. Gert er ráð fyrir að bankar og sparisjóðir gerist afgreiðsluaðilar nýs Íbúðabanka á hans skilmálum. Hlutverk þeirra verði að framkvæma greiðslumat og veita þjónustu vegna lánanna, fram að verulegum vanskilum,“ segir í vegvísi Landsbankans um málið. Á vinnslustigi álits stýrihópsins gerðu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) athugasemdir við fyrri tillögur og ber enn nokkuð í milli núna. Því er ekki talið sjálfgefið að bankarnir fallist á að gerast afgreiðsluaðilar fyrir nýjan Íbúðabanka og segja bankarnir tillögurnar ekki líklegar til sátta. Greiningardeild KB banka bendir á að framkvæmd fjármögnunarkerfis á heildsölustigi hljóti að byggja á samvinnu við aðildarfélaga SBV og því enn óljóst hver verði framtíð Íbúðalánasjóðs. „Ljóst er þó að SBV mun ekki ganga til samstarfs á þeim grundvelli sem stýrihópurinn leggur til en ef bankar og sparisjóðir ganga ekki til samstarfs við ríkisvaldið í þessum tillögum ganga þær illa upp,“ segir jafnframt í áliti greiningardeildar Glitnis og álit stýrihópsins sagt litlu breyta um þá óvissu sem ríkt hafi um framtíð Íbúðalánasjóðs. „Enn fremur óttumst við að ekkert muni verða gert frekar til að eyða þeirri óvissu fram yfir kosningar næsta vor.“ Samkvæmt tillögum stýrihópsins verður Íbúðalánasjóður hinn eiginlegi lánveitandi fasteignalána. Hann setur reglur fyrir greiðslumat og samþykkir umsóknir rafrænt og tekur við innheimtu lánanna lendi þau í verulegum vanskilum. Íbúðabankinn heldur utan um miðlægt tölvukerfi sem sér um umsóknir, greiðslumat og samskipti við banka og sparisjóði. Munurinn á nýju og eldra kerfi íbúðalána fælist svo í útgáfu sérvarinna skuldabréfa (e. covered bonds) og afnámi ríkisábyrgðar.
Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira