SAS sýnir Icelandair áhuga 2. október 2006 07:00 Flugrisinn SAS hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sýnt áhuga á að kanna kaup á Icelandair. Forsvarsmenn SAS hafa sett sig í samband við FL Group og lýst áhuga á að skoða kaup á félaginu. FL Group og Kaupþing eiga í viðræðum um kaup bankans á félaginu. Kjölfestan í kaupum Kaupþings er Ólafur Ólafsson, eigandi Samskipa. Samkvæmt heimildum ætla menn sér nokkra daga enn í að láta reyna á um hvort niðurstaða fæst úr þeim viðræðum. Hópur fyrrverandi eigenda Vátryggingafélags Íslands sem skoðaði kaup í samvinnu við Glitni heldur að sér höndum og er talið nánast útilokað að þráðurinn verði tekinn upp aftur. Talið er að upphæðirnar sem rætt er um við sölu félagsins séu á bilinu 42 til 46 milljarðar fyrir rekstrarvirði félagsins, sem er eigið fé að viðbættum vaxtaberandi skuldum. Ef miðað er við eðlilega skuldsetningu er eigið fé metið á 24 til 28 milljarða. Eign FL Group í Icelandair er hins vegar bókfærð á átta milljarða. Söluhagnaður næmi því 16 til 20 milljörðum króna. Aðilar samningaviðræðnanna vörðust allra frétta um gang mála, en búist er við að niðurstaða viðræðna liggi fyrir eftir nokkra daga. Til stóð að skrá félagið á markað en sú ákvörðun bíður líklega nýrra eigenda. Innlent Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Flugrisinn SAS hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sýnt áhuga á að kanna kaup á Icelandair. Forsvarsmenn SAS hafa sett sig í samband við FL Group og lýst áhuga á að skoða kaup á félaginu. FL Group og Kaupþing eiga í viðræðum um kaup bankans á félaginu. Kjölfestan í kaupum Kaupþings er Ólafur Ólafsson, eigandi Samskipa. Samkvæmt heimildum ætla menn sér nokkra daga enn í að láta reyna á um hvort niðurstaða fæst úr þeim viðræðum. Hópur fyrrverandi eigenda Vátryggingafélags Íslands sem skoðaði kaup í samvinnu við Glitni heldur að sér höndum og er talið nánast útilokað að þráðurinn verði tekinn upp aftur. Talið er að upphæðirnar sem rætt er um við sölu félagsins séu á bilinu 42 til 46 milljarðar fyrir rekstrarvirði félagsins, sem er eigið fé að viðbættum vaxtaberandi skuldum. Ef miðað er við eðlilega skuldsetningu er eigið fé metið á 24 til 28 milljarða. Eign FL Group í Icelandair er hins vegar bókfærð á átta milljarða. Söluhagnaður næmi því 16 til 20 milljörðum króna. Aðilar samningaviðræðnanna vörðust allra frétta um gang mála, en búist er við að niðurstaða viðræðna liggi fyrir eftir nokkra daga. Til stóð að skrá félagið á markað en sú ákvörðun bíður líklega nýrra eigenda.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira