Gagnslítil OECD-skýrsla 9. október 2006 18:00 Nýverið kom út ársrit OECD um menntamál sem oft er vitnað í. Ég vara við því án vandlegrar skoðunar. Ritið er misvísandi og það sama gildir um flestar aðrar skýrslur stofnunarinnar um menntamál. Þetta eru vísbendingar (indicators) í einni svipan (at a glance). Orðavalið gefur tilefni til að ætla að hér sé um að ræða eins konar stikkorðaskýrslu. Auðvelt er að fela sig á bak við titilinn ef með þarf þar sem litlar kröfur eru gerðar til upplýsinga sem kalla sig vísbendingar. Skýrslan er unnin af Efnahags- og framfarastofnuninni. Efnahagsmál eru aðalviðfangsefni hennar og samfélagsmál eru skoðuð með tilliti til peninga enda stendur skammstöfunin fyrir Organization for Economic Co-operation and Development. Orðið development er yfirleitt þýtt sem þróun en miðað við verksvið mætti skipta út "þróun" fyrir "breytingu" (e. change). Fólk myndi þá betur átta sig á að stofnunin fæst við eftirfarandi: að hjálpa stjórnsýslunni að spara peninga. Skýrslurnar eru fyrst og fremst tölfræði og gagna að mestu aflað hjá embættismönnum í viðkomandi landi. Enn fremur ætti að leita til þeirra sem þekkja skólastarf og fá frá þeim upplýsingar. Skortur er á nýlegum gögnum og í ritinu eru upplýsingar að mestu frá 2003-2004. Sums staðar hafa slæðst inn villur, t.d. er sagt að grunnskólakennarar á Íslandi hafi kennt í 36 vikur eða í 175 daga skólaárið 2003-2004. Hið rétta er að frá árinu 2001 eru kennsludagar grunnskólakennara 180 á ári og kennsluvikur 38. Talnavillur sem berast inn í skýrslur OECD eru frá okkur sjálfum komnar. Þær eru þó ekki það sem mér finnst gagnrýnisverðast. Verri er aðferðafræðin og hversu mjög við reiðum okkur á þessar skýrslur þrátt fyrir þröngt sjónarhorn. Ekki er allt jafngagnslítið sem frá OECD kemur. Til viðmiðunar má nefna aðra nýlega skýrslu stofnunarinnar sem fjallar um háskólamenntun og ber af eins og gull af eiri. Við gerð hennar var Ísland eitt þrettán landa (af alls 24) sem sótt var heim, enda úttektin gerð að beiðni íslenskra stjórnvalda. Bakgrunnsupplýsingar eru ítarlegar og tekið tillit til sérstöðu landsins. Hérlendis höfum við verið stolt af fjáraustri í grunnskólann samkvæmt OECD. En ef við tökum með í dæmið lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar og fjölda fámennra skóla þá verður útkoman önnur. Það er ekki bara við OECD að sakast. Fjölmiðlar fjalla um grunnskólaútgjöldin án þess að kafa dýpra. Örlítið aftar í skýrslunni kemur fram að kostnaður á hvern grunnskólanemanda á Íslandi sé miðlungs mikill miðað við samanburðarlöndin. Það er ekki heldur við OECD að sakast að við skulum ætla skýrslunni svona mikið vægi. Í ljósi nýrra áherslna í rannsóknum og skýrslugerð er þó tímabært að stofnunin sé spurð hvort aðferðir hennar séu ekki úreltar. Þótt OECD leggi í orði áherslu á samtengingu félags- og efnahagslegra þátta verður hið efnahagslega alltaf ofan á. Oftrú á skýrslur sem unnar eru á afar þröngum forsendum er heimskuleg. Vel unnar skýrslur geta reynst mikilvægt hjálpartæki við ákvarðanir og stefnumótun. Vondar skýrslur eru það ekki. Höfundur er ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið kom út ársrit OECD um menntamál sem oft er vitnað í. Ég vara við því án vandlegrar skoðunar. Ritið er misvísandi og það sama gildir um flestar aðrar skýrslur stofnunarinnar um menntamál. Þetta eru vísbendingar (indicators) í einni svipan (at a glance). Orðavalið gefur tilefni til að ætla að hér sé um að ræða eins konar stikkorðaskýrslu. Auðvelt er að fela sig á bak við titilinn ef með þarf þar sem litlar kröfur eru gerðar til upplýsinga sem kalla sig vísbendingar. Skýrslan er unnin af Efnahags- og framfarastofnuninni. Efnahagsmál eru aðalviðfangsefni hennar og samfélagsmál eru skoðuð með tilliti til peninga enda stendur skammstöfunin fyrir Organization for Economic Co-operation and Development. Orðið development er yfirleitt þýtt sem þróun en miðað við verksvið mætti skipta út "þróun" fyrir "breytingu" (e. change). Fólk myndi þá betur átta sig á að stofnunin fæst við eftirfarandi: að hjálpa stjórnsýslunni að spara peninga. Skýrslurnar eru fyrst og fremst tölfræði og gagna að mestu aflað hjá embættismönnum í viðkomandi landi. Enn fremur ætti að leita til þeirra sem þekkja skólastarf og fá frá þeim upplýsingar. Skortur er á nýlegum gögnum og í ritinu eru upplýsingar að mestu frá 2003-2004. Sums staðar hafa slæðst inn villur, t.d. er sagt að grunnskólakennarar á Íslandi hafi kennt í 36 vikur eða í 175 daga skólaárið 2003-2004. Hið rétta er að frá árinu 2001 eru kennsludagar grunnskólakennara 180 á ári og kennsluvikur 38. Talnavillur sem berast inn í skýrslur OECD eru frá okkur sjálfum komnar. Þær eru þó ekki það sem mér finnst gagnrýnisverðast. Verri er aðferðafræðin og hversu mjög við reiðum okkur á þessar skýrslur þrátt fyrir þröngt sjónarhorn. Ekki er allt jafngagnslítið sem frá OECD kemur. Til viðmiðunar má nefna aðra nýlega skýrslu stofnunarinnar sem fjallar um háskólamenntun og ber af eins og gull af eiri. Við gerð hennar var Ísland eitt þrettán landa (af alls 24) sem sótt var heim, enda úttektin gerð að beiðni íslenskra stjórnvalda. Bakgrunnsupplýsingar eru ítarlegar og tekið tillit til sérstöðu landsins. Hérlendis höfum við verið stolt af fjáraustri í grunnskólann samkvæmt OECD. En ef við tökum með í dæmið lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar og fjölda fámennra skóla þá verður útkoman önnur. Það er ekki bara við OECD að sakast. Fjölmiðlar fjalla um grunnskólaútgjöldin án þess að kafa dýpra. Örlítið aftar í skýrslunni kemur fram að kostnaður á hvern grunnskólanemanda á Íslandi sé miðlungs mikill miðað við samanburðarlöndin. Það er ekki heldur við OECD að sakast að við skulum ætla skýrslunni svona mikið vægi. Í ljósi nýrra áherslna í rannsóknum og skýrslugerð er þó tímabært að stofnunin sé spurð hvort aðferðir hennar séu ekki úreltar. Þótt OECD leggi í orði áherslu á samtengingu félags- og efnahagslegra þátta verður hið efnahagslega alltaf ofan á. Oftrú á skýrslur sem unnar eru á afar þröngum forsendum er heimskuleg. Vel unnar skýrslur geta reynst mikilvægt hjálpartæki við ákvarðanir og stefnumótun. Vondar skýrslur eru það ekki. Höfundur er ritstjóri.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun