Leyfi til að beita harkalegum aðferðum við yfirheyrslur 18. október 2006 02:15 Bush undirritar lögin Forsetinn segir nýju hryðjuverkalögin hjálpa til við að gera Bandaríkin öruggari. MYND/AP George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær lög um herdómstóla, sem eiga að fjalla um mál grunaðra hryðjuverkamanna sem hafðir eru í haldi í Guantanamo á Kúbu. Jafnframt er í lögunum heimild til þess að harkalegum yfirheyrsluaðferðum, sem jaðra við pyntingar, sé beitt á þessa fanga. „Frumvarpið sem ég undirrita í dag hjálpar til við að gera þetta land öruggara og sendir skýr skilaboð: Þessi þjóð er þolinmóð og siðprúð og sanngjörn og við munum aldrei láta undan hótunum gegn frelsi okkar,“ sagði Bush í gær. „Við erum jafn einörð í dag og við vorum að morgni 12. september árið 2001.“ Lögin eru sett vegna þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í júní að þeirri niðurstöðu að fyrri dómstólar, sem skipaðir voru af Bush forseta án sérstakrar heimildar í lögum, og áttu að dæma í málum fanganna, brytu í bága við bæði bandarísk lög og alþjóðlega mannréttindasamninga. Með því að gefa dómstólunum lagalega stoð vonast Bush til þess að ekkert standi lengur í vegi fyrir því að fangarnir, í það minnsta sumir þeirra, verði dregnir fyrir dómstóla. Nýju lögin eru þó umdeild, ekki síst vegna þess að dómstólunum verður heimilt að nota vitnisburð sem fenginn er með umdeildum yfirheyrsluaðferðum. Einnig verður heimilt að nota upplýsingar, sem fangarnir sjálfir fá ekki að sjá, til þess að sakfella þá. Erlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær lög um herdómstóla, sem eiga að fjalla um mál grunaðra hryðjuverkamanna sem hafðir eru í haldi í Guantanamo á Kúbu. Jafnframt er í lögunum heimild til þess að harkalegum yfirheyrsluaðferðum, sem jaðra við pyntingar, sé beitt á þessa fanga. „Frumvarpið sem ég undirrita í dag hjálpar til við að gera þetta land öruggara og sendir skýr skilaboð: Þessi þjóð er þolinmóð og siðprúð og sanngjörn og við munum aldrei láta undan hótunum gegn frelsi okkar,“ sagði Bush í gær. „Við erum jafn einörð í dag og við vorum að morgni 12. september árið 2001.“ Lögin eru sett vegna þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í júní að þeirri niðurstöðu að fyrri dómstólar, sem skipaðir voru af Bush forseta án sérstakrar heimildar í lögum, og áttu að dæma í málum fanganna, brytu í bága við bæði bandarísk lög og alþjóðlega mannréttindasamninga. Með því að gefa dómstólunum lagalega stoð vonast Bush til þess að ekkert standi lengur í vegi fyrir því að fangarnir, í það minnsta sumir þeirra, verði dregnir fyrir dómstóla. Nýju lögin eru þó umdeild, ekki síst vegna þess að dómstólunum verður heimilt að nota vitnisburð sem fenginn er með umdeildum yfirheyrsluaðferðum. Einnig verður heimilt að nota upplýsingar, sem fangarnir sjálfir fá ekki að sjá, til þess að sakfella þá.
Erlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira