Er tónlist annars flokks listgrein? 20. október 2006 05:00 Það er í raun ótrúlegt að það skuli hafa viðgengist í gegnum árin að tónlist og ritlist séu skattlögð með misjöfnum hætti. Ég hef a.m.k. aldrei heyrt nein skynsamleg rök sem gætu réttlætt slíka mismunun. Mér er hulinn sá eðlismunur á tjáningarformunum sem slík tilhögun gæti mögulega grundvallast á. Árið 2002 var virðisaukaskattur á erlendar bækur lækkaður til samræmis við það sem gilti um íslenskar. Þá snérist málið um lagaákvæði EES samningsins en samkvæmt meginreglum Evrópusambandsins telst slík mismunun vera samkeppnishamlandi. Þá voru ekki allir jafn ánægðir, sérstaklega ekki stjórnvöld sem töldu sig vera að vernda íslenska menningu með því að setja hömlur á innflutning bóka. Íslenskir námsmenn fögnuðu þessari kærkomnu kjarabót sem þeir höfðu lengi barist fyrir. Á sama tíma bentu íslenskir tónlistarmenn á þá augljósu mismunun sem felst í því að leggja hærri virðisaukaskatt á geisladiska en bækur. Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil gróska í íslenskum tónlistariðnaði á undanförnum árum. Íslenskir tónlistarmenn hafa náð ótrúlegum árangri á erlendum vettvangi og þrátt fyrir að allar aðstæður hafi breyst mikið með tilkomu netsins og dregið hafi verulega úr tekjum af sölu geisladiska, hefur íslenskt tónlistarlíf blómstrað. Íslensk tónlist er orðin að alvöru útflutningsgrein. Það er þó varla fyrir tilstuðlan eða stuðning íslenskra stjórnvalda við þessa list- og atvinnugrein sem þessi jákvæða þróun hefur átt sér stað. Í mörg ár hafa forsvarsmenn í greininni hvatt stjórnvöld til að lækka virðisaukaskatt á tónlist þannig að hún standi jafnfætis öðrum sambærilegum listgreinum. Sú ríkisstjórn sem hefur verið við völd síðasta áratuginn hefur hins vegar ekki séð neina ástæðu til að hlusta á rödd þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa verið upptekin við að leggja hornstein að stóriðjusamfélaginu, Íslandi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Þrátt fyrir að áralöng barátta íslenskra tónlistarmanna hafi ekki skilað neinum árangri má segja að steininn hafi nú loks tekið endanlega úr þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde ákvað á dögunum að lækka enn frekar virðisaukaskatt af bókum og breikka þar enn frekar það ósanngjarna bil sem hefur skapast á milli þessara tveggja listforma. Bókaútgefendur og rithöfundar gleðjast auðvitað og það er eðlilegt. Mér þætti þó eðlilegast að íslenskir listamenn stæðu saman í þessu máli og töluðu einni röddu. Ég hvet því íslenska listamenn til að taka höndum saman og þrýsta á stjórnvöld til að framkvæma tafarlausa leiðréttingu. Ég hvet íslenska stjórnmálamenn til að opna augun og sýna einhverja viðleitni í þá átt að styðja við bakið á þessari vaxandi atvinnugrein, sýna með áþreifanlegum hætti að þeir meini eitthvað með því þegar þeir tala á hátíðisdögum um að leggja áherslu á nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram í 4.-5. sæti á lista Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er í raun ótrúlegt að það skuli hafa viðgengist í gegnum árin að tónlist og ritlist séu skattlögð með misjöfnum hætti. Ég hef a.m.k. aldrei heyrt nein skynsamleg rök sem gætu réttlætt slíka mismunun. Mér er hulinn sá eðlismunur á tjáningarformunum sem slík tilhögun gæti mögulega grundvallast á. Árið 2002 var virðisaukaskattur á erlendar bækur lækkaður til samræmis við það sem gilti um íslenskar. Þá snérist málið um lagaákvæði EES samningsins en samkvæmt meginreglum Evrópusambandsins telst slík mismunun vera samkeppnishamlandi. Þá voru ekki allir jafn ánægðir, sérstaklega ekki stjórnvöld sem töldu sig vera að vernda íslenska menningu með því að setja hömlur á innflutning bóka. Íslenskir námsmenn fögnuðu þessari kærkomnu kjarabót sem þeir höfðu lengi barist fyrir. Á sama tíma bentu íslenskir tónlistarmenn á þá augljósu mismunun sem felst í því að leggja hærri virðisaukaskatt á geisladiska en bækur. Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil gróska í íslenskum tónlistariðnaði á undanförnum árum. Íslenskir tónlistarmenn hafa náð ótrúlegum árangri á erlendum vettvangi og þrátt fyrir að allar aðstæður hafi breyst mikið með tilkomu netsins og dregið hafi verulega úr tekjum af sölu geisladiska, hefur íslenskt tónlistarlíf blómstrað. Íslensk tónlist er orðin að alvöru útflutningsgrein. Það er þó varla fyrir tilstuðlan eða stuðning íslenskra stjórnvalda við þessa list- og atvinnugrein sem þessi jákvæða þróun hefur átt sér stað. Í mörg ár hafa forsvarsmenn í greininni hvatt stjórnvöld til að lækka virðisaukaskatt á tónlist þannig að hún standi jafnfætis öðrum sambærilegum listgreinum. Sú ríkisstjórn sem hefur verið við völd síðasta áratuginn hefur hins vegar ekki séð neina ástæðu til að hlusta á rödd þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa verið upptekin við að leggja hornstein að stóriðjusamfélaginu, Íslandi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Þrátt fyrir að áralöng barátta íslenskra tónlistarmanna hafi ekki skilað neinum árangri má segja að steininn hafi nú loks tekið endanlega úr þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde ákvað á dögunum að lækka enn frekar virðisaukaskatt af bókum og breikka þar enn frekar það ósanngjarna bil sem hefur skapast á milli þessara tveggja listforma. Bókaútgefendur og rithöfundar gleðjast auðvitað og það er eðlilegt. Mér þætti þó eðlilegast að íslenskir listamenn stæðu saman í þessu máli og töluðu einni röddu. Ég hvet því íslenska listamenn til að taka höndum saman og þrýsta á stjórnvöld til að framkvæma tafarlausa leiðréttingu. Ég hvet íslenska stjórnmálamenn til að opna augun og sýna einhverja viðleitni í þá átt að styðja við bakið á þessari vaxandi atvinnugrein, sýna með áþreifanlegum hætti að þeir meini eitthvað með því þegar þeir tala á hátíðisdögum um að leggja áherslu á nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram í 4.-5. sæti á lista Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun