Saddam Hussein dæmdur til dauða 6. nóvember 2006 06:15 Íbúar borgarinnar Samarra norður af Bagdad mótmæla dauðadómnum yfir honum í gær. Óttast er að dómurinn verði olía á eld átaka ólíkra fylkinga í landinu. MYND/AP Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, var í gær dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyni. Dómurinn leiddi til lykta fyrsta réttarhaldið af mörgum yfir einræðisherranum fyrrverandi, en það var fyrir ábyrgð hans á drápum á 148 manns í bænum Dujail árið 1982. Til drápanna var efnt í hefndarskyni fyrir tilraun til að ráða Saddam af dögum, sem rakið var til manna í Dujail sem voru virkir í andspyrnuhreyfingu gegn stjórn Saddams á sínum tíma. Er dómurinn var kveðinn upp hrópaði Saddam „Guð er mikill“. Dauðadómar voru einnig kveðnir upp yfir hálfbróður hans og öðrum manni sem var háttsettur í Íraksstjórn á sínum tíma. „Lengi lifi (íraska) þjóðin og dauði yfir óvinum hennar. Lengi lifi hin dýrðlega þjóð, og dauða yfir óvinum hennar!“ hrópaði Saddam. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraksstjórnar, sem er sjía-múslimi, lýsti dómunum sem dómi sögunnar yfir heilu sögulegu tímabili. „Þetta er dómur yfir heilu myrku tímabili sem á sér ekki hliðstæðu í sögu Íraks,“ sagði hann. Réttarhaldið stóð yfir í níu mánuði og lauk fyrir meira en þremur mánuðum, en í millitíðinni er hafið annað réttarhald yfir Saddam og fleiri sakborningum, og snýst um fjöldamorð á Kúrdum með efnavopnum á níunda áratugnum. Sumir lýstu áhyggjum af því að dauðadómarnir kynnu að verka sem olía á eld átaka stríðandi fylkinga trúar- og þjóðernishópa í Írak. Strax í gær brutust út átök í hverfi súnnía í norðurhluta Bagdad. Annars staðar í höfuðborginni skutu menn upp í loftið til að fagna dóminum. „Þessi ríkisstjórn verður ábyrg fyrir afleiðingunum, dauða þeirra hundruða, þúsunda eða jafnvel hundruða þúsunda manna, hverra blóði verður úthellt,“ sagði Salih al-Mutlaq, stjórnmálaleiðtogi súnní-múslima, í samtali við sjónvarpsfréttastöðina al-Arabiya. Á götum Dujail, þar sem um 84.000 manns búa, flestir sjíar, brutust út mikil fagnaðarlæti. Myndir af einræðisherranum fyrrverandi voru brenndar og ,mikið skotið upp í loftið. Dauðadómarnir fara sjálfkrafa í áfrýjunarferli. Níu manna sérskipaður áfrýjunardómstóll hefur ótakmarkaðan tíma til að fara yfir dóminn. Verði dómarnir staðfestir verður að framfylgja þeim innan 30 daga frá þeim úrskurði. Talsmaður Evrópusambandsins hvatti til þess í gær að dauðadómunum yrði ekki framfylgt en talsmaður Hvíta hússins sagði Bandaríkjastjórn þess fullvissa að Bandaríkjaher muni, í félagi við írösk yfirvöld, geta ráðið niðurlögum átaka sem fylgja kunni í kjölfar dómsins. Erlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, var í gær dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyni. Dómurinn leiddi til lykta fyrsta réttarhaldið af mörgum yfir einræðisherranum fyrrverandi, en það var fyrir ábyrgð hans á drápum á 148 manns í bænum Dujail árið 1982. Til drápanna var efnt í hefndarskyni fyrir tilraun til að ráða Saddam af dögum, sem rakið var til manna í Dujail sem voru virkir í andspyrnuhreyfingu gegn stjórn Saddams á sínum tíma. Er dómurinn var kveðinn upp hrópaði Saddam „Guð er mikill“. Dauðadómar voru einnig kveðnir upp yfir hálfbróður hans og öðrum manni sem var háttsettur í Íraksstjórn á sínum tíma. „Lengi lifi (íraska) þjóðin og dauði yfir óvinum hennar. Lengi lifi hin dýrðlega þjóð, og dauða yfir óvinum hennar!“ hrópaði Saddam. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraksstjórnar, sem er sjía-múslimi, lýsti dómunum sem dómi sögunnar yfir heilu sögulegu tímabili. „Þetta er dómur yfir heilu myrku tímabili sem á sér ekki hliðstæðu í sögu Íraks,“ sagði hann. Réttarhaldið stóð yfir í níu mánuði og lauk fyrir meira en þremur mánuðum, en í millitíðinni er hafið annað réttarhald yfir Saddam og fleiri sakborningum, og snýst um fjöldamorð á Kúrdum með efnavopnum á níunda áratugnum. Sumir lýstu áhyggjum af því að dauðadómarnir kynnu að verka sem olía á eld átaka stríðandi fylkinga trúar- og þjóðernishópa í Írak. Strax í gær brutust út átök í hverfi súnnía í norðurhluta Bagdad. Annars staðar í höfuðborginni skutu menn upp í loftið til að fagna dóminum. „Þessi ríkisstjórn verður ábyrg fyrir afleiðingunum, dauða þeirra hundruða, þúsunda eða jafnvel hundruða þúsunda manna, hverra blóði verður úthellt,“ sagði Salih al-Mutlaq, stjórnmálaleiðtogi súnní-múslima, í samtali við sjónvarpsfréttastöðina al-Arabiya. Á götum Dujail, þar sem um 84.000 manns búa, flestir sjíar, brutust út mikil fagnaðarlæti. Myndir af einræðisherranum fyrrverandi voru brenndar og ,mikið skotið upp í loftið. Dauðadómarnir fara sjálfkrafa í áfrýjunarferli. Níu manna sérskipaður áfrýjunardómstóll hefur ótakmarkaðan tíma til að fara yfir dóminn. Verði dómarnir staðfestir verður að framfylgja þeim innan 30 daga frá þeim úrskurði. Talsmaður Evrópusambandsins hvatti til þess í gær að dauðadómunum yrði ekki framfylgt en talsmaður Hvíta hússins sagði Bandaríkjastjórn þess fullvissa að Bandaríkjaher muni, í félagi við írösk yfirvöld, geta ráðið niðurlögum átaka sem fylgja kunni í kjölfar dómsins.
Erlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira