Vill ekki fara strax frá Írak 18. nóvember 2006 08:00 Bandaríkjaforseti og byltingarleiðtoginn Bush brosir breitt framan við brjóstmynd af Ho Chi Min, erkiandstæðingi Bandaríkjastjórnar í Víetnamstríðinu. MYND/AP George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkjamenn gætu dregið ýmsan lærdóm af Víetnamstríðinu, meðal annars þann að verkefni bandaríska hersins í Írak muni dragast á langinn. Hann sagðist ekki hafa tekið neinar ákvarðanir um það hvort bandarískum hermönnum í Írak verði fjölgað eða fækkað á næstunni, en sagðist þó engan veginn hafa gefið stríðið í Írak upp á bátinn. „Það mun einfaldlega taka langan tíma fyrir hugmyndafræði sem er vongóð - og það er hugmyndafræði frelsisins - að sigrast á hugmyndafræði hatursins. „Við munum ná árangri, nema við hættum." Þetta sagði Bush á blaðamannafundi í Hanoi, höfuðborg Víetnams, þar sem hann hitti í gær helstu ráðamenn landsins í forsetahöllinni, þar á meðal bæði Nguyen Minh Triet forseta og Nguyen Tan Dung forsætisráðherra. Einnig lagði Bush leið sína í höfuðstöðvar Kommúnistaflokksins og hitti þar valdamesta leiðtoga landsins, Nong Duch Manh, sem er formaður Kommúnistaflokksins. Bush fékk reyndar ekki jafn æpandi góðar móttökur og Bill Clinton þegar hann kom til Víetnams árið 2000, en þá flykktist mannfjöldinn um forseta Bandaríkjanna sem var í þeim erindagjörðum að bæta samskipti ríkjanna. Mörgum íbúum landsins þykja aðgerðir Bandaríkjamanna í Írak minna óþægilega á framkomu þeirra í Víetnamstríðinu og minnast þess með stolti að bandaríski herinn hafi verið hrakinn á burt. Erindi Bush til Víetnams að þessu sinni er fyrst og fremst að taka þátt í leiðtogafundi APEC, sem er efnahagsbandalag Kyrrahafsríkja. Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkjamenn gætu dregið ýmsan lærdóm af Víetnamstríðinu, meðal annars þann að verkefni bandaríska hersins í Írak muni dragast á langinn. Hann sagðist ekki hafa tekið neinar ákvarðanir um það hvort bandarískum hermönnum í Írak verði fjölgað eða fækkað á næstunni, en sagðist þó engan veginn hafa gefið stríðið í Írak upp á bátinn. „Það mun einfaldlega taka langan tíma fyrir hugmyndafræði sem er vongóð - og það er hugmyndafræði frelsisins - að sigrast á hugmyndafræði hatursins. „Við munum ná árangri, nema við hættum." Þetta sagði Bush á blaðamannafundi í Hanoi, höfuðborg Víetnams, þar sem hann hitti í gær helstu ráðamenn landsins í forsetahöllinni, þar á meðal bæði Nguyen Minh Triet forseta og Nguyen Tan Dung forsætisráðherra. Einnig lagði Bush leið sína í höfuðstöðvar Kommúnistaflokksins og hitti þar valdamesta leiðtoga landsins, Nong Duch Manh, sem er formaður Kommúnistaflokksins. Bush fékk reyndar ekki jafn æpandi góðar móttökur og Bill Clinton þegar hann kom til Víetnams árið 2000, en þá flykktist mannfjöldinn um forseta Bandaríkjanna sem var í þeim erindagjörðum að bæta samskipti ríkjanna. Mörgum íbúum landsins þykja aðgerðir Bandaríkjamanna í Írak minna óþægilega á framkomu þeirra í Víetnamstríðinu og minnast þess með stolti að bandaríski herinn hafi verið hrakinn á burt. Erindi Bush til Víetnams að þessu sinni er fyrst og fremst að taka þátt í leiðtogafundi APEC, sem er efnahagsbandalag Kyrrahafsríkja.
Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira