Enn deila íbúar Kanada um Quebec 24. nóvember 2006 05:30 Ákaft var klappað fyrir Stephen Harper forsætisráðherra þegar hann ræddi um Quebec á þingi. MYND/AP Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, kom aðskilnaðarsinnum í Quebec heldur betur á óvart á miðvikudaginn þegar hann lagði fram á þingi tillögu um opinbera viðurkenningu á því að íbúar í Quebec séu sérstök þjóð innan Kanada. Aðskilnaðarsinnar í Quebec höfðu ætlað að leggja fram sams konar tillögu, sem þó yrði orðuð þannig að ekki væri tekið fram að íbúar fylkisins væru þjóð „innan Kanada“, heldur einungis viðurkennt að þeir væru sérstök þjóð. Það orðalag hefði getað opnað þann möguleika að Quebec-búar myndu krefjast sjálfstæðis og þar með aðskilnaðar frá Kanada með tilvísun til þess að þeir væru önnur þjóð en aðrir íbúar Kanada. Íbúar í Quebec hafa þá sérstöðu innan Kanada að þeir eru að miklum meirihluta af frönskum uppruna, tala frönsku og hafa kröfur um aðskilnað fylkisins frá Kanada lengi átt hljómgrunn meðal margra íbúa fylkisins. Tvisvar hefur verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu í Quebec um sjálfstæðismálið, en í bæði skiptin var því hafnað að krefjast sjálfstæðis. Munurinn var þó mjór í seinna skiptið, sem var árið 1995. „Eru Quebec-búar sérstök þjóð innan sameinaðs Kanada? Svarið er já,“ sagði Harper forsætisráðherra á þingi og hlaut fyrir vikið langvinnt lófatak. „Eru Quebec-búar sjálfstæð þjóð?“ spurði hann síðan. „Svarið er nei og það verður alltaf nei.“ Þessar deilur komu upp á yfirborðið á ný nú í vikunni þegar Michael Ignatieff, sem þykir sigurstranglegur í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins í næstu viku, sagði að tungumálið, sagan og menningin gerðu Quebec-búa að sérstakri þjóð sem ætti að njóta viðurkenningar sem slík í stjórnarskrá landsins. Frjálslyndi flokkurinn hefur lengst af verið í ráðandi stöðu við stjórnarmyndanir í Kanada, en minnihlutastjórn hans féll í þingkosningunum í janúar og í kjölfarið tók við völdum minnihlutastjórn Íhaldsflokksins undir forystu Harpers. Ný skoðanakönnun í Quebec sýnir hins vegar að þar er Íhaldsflokkurinn í þriðja sæti á eftir Quebec-fylkingunni og Frjálslynda flokknum. Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, kom aðskilnaðarsinnum í Quebec heldur betur á óvart á miðvikudaginn þegar hann lagði fram á þingi tillögu um opinbera viðurkenningu á því að íbúar í Quebec séu sérstök þjóð innan Kanada. Aðskilnaðarsinnar í Quebec höfðu ætlað að leggja fram sams konar tillögu, sem þó yrði orðuð þannig að ekki væri tekið fram að íbúar fylkisins væru þjóð „innan Kanada“, heldur einungis viðurkennt að þeir væru sérstök þjóð. Það orðalag hefði getað opnað þann möguleika að Quebec-búar myndu krefjast sjálfstæðis og þar með aðskilnaðar frá Kanada með tilvísun til þess að þeir væru önnur þjóð en aðrir íbúar Kanada. Íbúar í Quebec hafa þá sérstöðu innan Kanada að þeir eru að miklum meirihluta af frönskum uppruna, tala frönsku og hafa kröfur um aðskilnað fylkisins frá Kanada lengi átt hljómgrunn meðal margra íbúa fylkisins. Tvisvar hefur verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu í Quebec um sjálfstæðismálið, en í bæði skiptin var því hafnað að krefjast sjálfstæðis. Munurinn var þó mjór í seinna skiptið, sem var árið 1995. „Eru Quebec-búar sérstök þjóð innan sameinaðs Kanada? Svarið er já,“ sagði Harper forsætisráðherra á þingi og hlaut fyrir vikið langvinnt lófatak. „Eru Quebec-búar sjálfstæð þjóð?“ spurði hann síðan. „Svarið er nei og það verður alltaf nei.“ Þessar deilur komu upp á yfirborðið á ný nú í vikunni þegar Michael Ignatieff, sem þykir sigurstranglegur í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins í næstu viku, sagði að tungumálið, sagan og menningin gerðu Quebec-búa að sérstakri þjóð sem ætti að njóta viðurkenningar sem slík í stjórnarskrá landsins. Frjálslyndi flokkurinn hefur lengst af verið í ráðandi stöðu við stjórnarmyndanir í Kanada, en minnihlutastjórn hans féll í þingkosningunum í janúar og í kjölfarið tók við völdum minnihlutastjórn Íhaldsflokksins undir forystu Harpers. Ný skoðanakönnun í Quebec sýnir hins vegar að þar er Íhaldsflokkurinn í þriðja sæti á eftir Quebec-fylkingunni og Frjálslynda flokknum.
Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira