Auðmenn ráði ekki útliti miðbæjarins 28. nóvember 2006 06:15 Skipulagsmál „Það er óþolandi að fjármunir megi ráða útliti miðbæjarins," segir séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem er ein fjölmargra sem mótmæla fyrirhuguðum breytingum á svokölluðum Frakkastígsreit. Samkvæmt hugmyndum Vatns og lands ehf., eiganda lóðarinnar sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu, verða húsin á reitnum rifin og 11.300 fermetra verslunarhús byggt í staðinn. Undir húsinu á að auki að vera bílakjallari á þremur hæðum. Mótmælin hafa streymt til borgaryfirvalda. Húsafriðunarnefnd ríkisins segir yfirdrifið byggingarmagnið vera algerlega úr takti við umhverfið og spilla einkennum Laugavegarins. Eindregið sé mælt með því að húsin númer 41, 43 og 45 verði ekki rifin. Varðveislan dragi ekki úr möguleikum á nýtingu reitsins: „Þvert á móti leysir hún mikinn vanda sem felst í því að laga alltof stóra nýbyggingu að smágerðum og litríkum mælikvarða Laugavegarins." Íbúar við Frakkastígsreitinn mótmæla uppbyggingunni kröftuglega. Auk þess að nefna fagurfræðilegar ástæður segjast þeir myndu tapa bæði útsýni og sólarljósi og verða fyrir miklum óþægindum vegna torgs sem verði í bakgarði nýja verslunarhússins. Búast megi við gífurlegu ónæði á framkvæmdatímanum. Rýnihópur um útlit bygginga í miðborginni segir nýbygginguna eiga að vera svo stóra að erfitt verði að hanna útlit hennar án þess að „misbjóða" umhverfinu. Að minnsta kosti ætti að leyfa steinhúsinu á Laugavegi 43 að standa áfram. Eigandi lóðanna segir reyndar í nýjustu tillögu sinni að „horft verði til þess" að halda útliti framhliðar Laugavegar 43. Séra Auður Eir segir í sínu mótmælabréfi til borgarinnar sem vitnað var til hér í upphafi að gamli húsastíllinn í miðbænum sé fjársjóður sem glapræði sé að eyðileggja með því að færa stíl nýrri hverfa inn í miðbæinn. Óþolandi sé að þeir sem eigi peninga til að kaupa gömul hús fái að rífa þau og byggja það sem þeim sýnist: „Þetta er jafn óþolandi og það væri ef auðfólk keypti Tjörnina og breytti henni í bílastæði, eða keypti Dómkirkjuna eða Landakotskirkju til að flytja burt eða gera við þær það sem þeim sýndist," segir séra Auður Eir. Innlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Skipulagsmál „Það er óþolandi að fjármunir megi ráða útliti miðbæjarins," segir séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem er ein fjölmargra sem mótmæla fyrirhuguðum breytingum á svokölluðum Frakkastígsreit. Samkvæmt hugmyndum Vatns og lands ehf., eiganda lóðarinnar sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu, verða húsin á reitnum rifin og 11.300 fermetra verslunarhús byggt í staðinn. Undir húsinu á að auki að vera bílakjallari á þremur hæðum. Mótmælin hafa streymt til borgaryfirvalda. Húsafriðunarnefnd ríkisins segir yfirdrifið byggingarmagnið vera algerlega úr takti við umhverfið og spilla einkennum Laugavegarins. Eindregið sé mælt með því að húsin númer 41, 43 og 45 verði ekki rifin. Varðveislan dragi ekki úr möguleikum á nýtingu reitsins: „Þvert á móti leysir hún mikinn vanda sem felst í því að laga alltof stóra nýbyggingu að smágerðum og litríkum mælikvarða Laugavegarins." Íbúar við Frakkastígsreitinn mótmæla uppbyggingunni kröftuglega. Auk þess að nefna fagurfræðilegar ástæður segjast þeir myndu tapa bæði útsýni og sólarljósi og verða fyrir miklum óþægindum vegna torgs sem verði í bakgarði nýja verslunarhússins. Búast megi við gífurlegu ónæði á framkvæmdatímanum. Rýnihópur um útlit bygginga í miðborginni segir nýbygginguna eiga að vera svo stóra að erfitt verði að hanna útlit hennar án þess að „misbjóða" umhverfinu. Að minnsta kosti ætti að leyfa steinhúsinu á Laugavegi 43 að standa áfram. Eigandi lóðanna segir reyndar í nýjustu tillögu sinni að „horft verði til þess" að halda útliti framhliðar Laugavegar 43. Séra Auður Eir segir í sínu mótmælabréfi til borgarinnar sem vitnað var til hér í upphafi að gamli húsastíllinn í miðbænum sé fjársjóður sem glapræði sé að eyðileggja með því að færa stíl nýrri hverfa inn í miðbæinn. Óþolandi sé að þeir sem eigi peninga til að kaupa gömul hús fái að rífa þau og byggja það sem þeim sýnist: „Þetta er jafn óþolandi og það væri ef auðfólk keypti Tjörnina og breytti henni í bílastæði, eða keypti Dómkirkjuna eða Landakotskirkju til að flytja burt eða gera við þær það sem þeim sýndist," segir séra Auður Eir.
Innlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira